Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Síða 3
sjómannastéttina eingöngu. Stofnað verði skóla-
ráð er allir skólastjórar skólanna myndi. Þeir
velji sér formann úr sínum hópi og sé hann
kosinn til eins árs í senn.
Þær erl. kennsiubækur, sem notaðar hafa ver-i
ið til kennslu í siglingafræði, vélfræði, loft-
skeytafræði o. fl. greinum verði þýddar á ís-
lenzka tungu. Vélstjóraskóli íslands, Mótorvél-
stjóraskólinn og námskeið mótorvélstjóra verði
sameinað undir eina stjórn í Sjómannaskólan-
um. Stofnaður verði Radioskóli í Sjómanna-
skólanum og rekinn sem ríkisskóli. Tryggt verði
að Matreiðsluskólinn með öllum nauðsynlegum
tækjum geti tekið til starfa í vetur. Umhverfi
Sjómannaskólans og stærð lóðarinnar verði eigi
skert meir en nú hefur verið gjört, þar eð slíkt
verður að teljast til lýta. Sambandsþingið lítur
svo á, að frekari dráttur á því að ganga endan-
lega frá þessari menningarstofnun sé illþolandi
og beinlínis til tjóns fyrir alla aðila, einkum
þegar í flestum greinum er þannig ástatt, að
aðeins þarf herzlumuninn til að ljúka við skól-
ann og meir skortir skipulag og rétt fyrirkomu-
lag heldur en háar fjárveitingar.
Fiskiöjuver ríkisins.
12. þing F. F. S. í. leyfir sér að beina þeirri
áskorun til hlutaðeigandi stjórnarvalda að þau
hlutist til um að Fiskiðjuveri ríkisins verði veitt
nægilegt fé til að ljúka byggingu þess að fullu,
helzt þegar á næsta ári. Veiti einnig fé til véla-
og efniskaupa, sem nauðsynleg teljast til þess
að Fiskiðjuverið geti unnið með fullum afköst-
um. Ennfremur að sjá svo um, að Fiskiðjuver-
inu sé tryggt nægilegt í-ekstrarfé (rekstrarlán).
Dvalarlieimili aldraöra sjómanna.
12. þing F. F. S. 1. skorar mjög eindregið á
ríkisstjórn landsins og yfirvöld Reykjavíkur-
bæjar, að ganga þannig frá málinu um lóð í
Laugarnesi undir fyrirhugað Dvalai’heimili
aldraðra sjómanna, að úr því verði skorið hvort
uppfylltar verði óskir sjómannasamtakanna í
því efni. En þau óska mjög eindregið að byggja
heimilið þar.
Þurrkví eöa dráttarbraut.
12. þing F. F. S. 1. skorar á Alþingi og bæjar-
yfirvöld Reykjavíkur að gangast fyrir því, að
byggð verði þurrkví eða dráttarbraut í landi
Reykjavíkur. Skal stærð þess mannvirkis mið-
ast við stærstu skip, sem nú eru í eigu Islend-
inga.
Afla- og hlutatryggingarsjóöur
sjávarútvegsins.
12. þing F. F. S. í. hefur haft til athugunar
frv. til laga um afla- og hlutatryggingarsjóð
sjávarútvegsins, samið af Landssambandi ís-
lenzkra útvegsmanna og Fiskifélagi Islands
samkvæmt ósk sjávarútvegsmálaráðherra. Tel-
ur þingið frv. þetta spor í rétta átt og mælir
eindregið með því að sett verði slík löggjöf, en
um leið verði sérstök áherzla lögð á það, að eng-
in misnotkun geti átt sér stað í sambandi við
þau hlunnindi, sem tryggingarnar eiga að veita,
sérstaklega hvað snertir þá, er útgerð reka með
takmarkaðri ábyrgð.
Sjóminjasafn.
12. þing F. F. S. I. skorar á Alþingi og ríkis-
stjórn að hefja nú þegar undirbúning að stofn-
un sjóminjasafns og því verði fengið húsrúm í
Þjóðminjasafnsbyggingunni nýju.
Fiskveiöiréttindi.
12. þing F. F. S. í. leyfir sér að ítreka áskor-
un 11. sambandsþings til viðkomandi stjórnar-
valda um að vera vel á verði um landhelgismál
Islands og veita engri erlendri þjóð ívilnun í
sambandi við veiðar í íslenzkri landhelgi.
Vitað er að útlend veiðiskip kaupa mikið af
olíu, sem sumpart mun vera notuð til veiða og
sumpart til heimferðar og munu þau borga olí-
una í dönskum krónum eða sterlingspundum,
en þar sem við verðum að borga olíu þá er við
flytjum inn í dollurum og pundum, en mikil
vöntun er á dollurum, skorar 12. þing F. F. S. I.
ákveðið á ríkisstjórnina að olía og annar skips-
forði til erlendra skipa verði eingöngu selt gegn
greiðslu í dollurum.
12. þing F. F. S. I. skorar á ríkisstjórnina
að sjá svo um við viðkomandi yfirvöld að þau
haldi fast á lögum og rétti íslendinga varðandi
erlend veiðiskip í íslenzkum höfnum hvað verzl-
un og athafnir snertir.
V erzlunarástandiö.
12. þing F. F. S. I. lýsir vanþóknun sinni á
ríkjandi ástandi í verzlunarmálum innanlands,
því svo virðist sem svartur markaður sé að bera
frjálsa verzlunarhætti ofui’liði. Skorar sam-
bandsþingið á stjórnarvöld landsins að grípa nú
þegar til róttækra aðgerða um stóraukið eftirlit
og bætta framkvæmd gildandi laga í þessum
efnum. Knýji innflytjendur og aðra þá, sem
aðstöðu hafa til að stunda svartamarkaðsverzl-
un til að halda sér við löglega verzlunarhætti,
með ströngu eftirliti, þungum refsiákvæðum og
háum fjársektum.
Vitamál.
12. þing F. F. S. I. átelur harðlega það ásig-
V I K I N G U R
265