Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Side 4
komulag, sem ríkir í vita- og sjómerkjamálum
landsins. Hefur stjórn F. F. S. í. bent á margt,
sem ábótavant er eða þarf lagfæringar sem
fyrst. Meðal annars að sett séu ljósker í vita,
sem eigi eru lýstir og þannig hafa staðið síð-
ustu ár.
Skorar þingið á vitamálastjórnina að upp-
fylla þau loforð, sem vitamálastjóri gaf þing-
kjörinni nefnd er 12. sambandsþing sendi á
fund hans til viðræðna um þessi mál.
Meðal annars var þar rætt um Radio-vita á
Svalvogum á Sléttanesi við Dýrafjörð, og end-
urbætur á legumerkjum og sjómerkjum.
Vegna þess að vitamálastjóri telur sig ofhlað-
inn störfum, skorar 12. sambandsþing á vita-
málastjórnina að láta honum í té sérfróðan
mann um vitamál til að sjá um allar fram-
kvæmdir og eftirlit í þeirn málum. Ennfremur
að beita sér fyrir því að gjaldeyrir sé ávallt
fyrir hendi til nauðsynlegra framkvæmda í vita-
málum. Þingið ítrekar fyrri áskoranir um að
vitasjóði sé afhent það fé sem honum ber sam-
kvæmt lögum, enda verði það notað til viðhalds
og nýbyggingar á vitum og sjómerkjum. Vita-
og sjómerkjaskráin verði endurskoðuð og leið-
rétt árlega, svo sjófarendur og aðrir geti treyst
því að hún sé rétt á hverjum tíma. Ennfremur
að radioviti sé reistur á Látrabjargi, eða stefnu-
viti ef heppilegra þykir.
Fiskveiðiréttindi íslendincja við Grœnland.
Þar sem vitað er að íslenzkir sjómenn og út-
gerðarmenn hafa brýna þörf fyrir og mikinn
áhuga á fiskveiðum við Grænland á ýmsum tfcn-
um árs, skorar 12. þing F. F. S. I. á Alþingi og
ríkisstjórn að vinna eins og auðið er að því að
fá fiskveiðiaðstöðu þar, og fáist ekki viðun-
andi lausn án mikillar tafar verði málið lagt
fyrir alþjóðadómstól til úrskurðar.
Auknincj togaraflotans.
Jafnframt því sem 12. þing F. F. S. í. lýsir
ánægju sinni yfir þeirri ákvörðun ríkisstjórnar-
innar að semja nú þegar um smíði 10 nýrra
togara, og telur það spor í rétta átt, álítur þing-
ið nauðsynlegt að ríkisstjórnin tryggi sér enn
meiri og áframhaldandi aukningu togaraflotans
svo að náð verði því marki, sem 11. þing sam-
bandsins setti fram haustið 1947, að nýju tog-
ararnir verði orðnir ekki færri en 75 árið 1953.
Sambandsþingið telur mjög þýðingarmikið að
gjörð verði gangskör að því að athuga þær um-
bætur, sem heppilegastar kunna að þykja á út-
búnaði hinna nýju togara, til sem fullkomn-
astrar hagnýtingar á afla, svo sem mjölvinnslu-
tæki o. fl.
12. þing F. F. S. I. harmar það að ríkisstjórn-
in skyldi ganga fram hjá F. F. S. 1. við skipun
nefndar þeirrar, er undirbýr smíði hinna nýju
togara og ræður gerð þeirra. Lætur þingið undr-
un sína í ljós yfir því að hin stjórnskipaða nefnd
skuli eigi hafa leitað á formlegan hátt álits og
tillagna F. F. S. í. um undirbúning og ákvarð-
anir við smíði hinna nýju togara, enda þótt
vitað sé að innan sambandsins séu allir yfir-
menn togaraflotans, en þeir hafa tvímælalaust
mesta reynslu og bezta þekkingu í þessum efn-
um. Að öðru leyti vísast til ályktunar og grein-
argerðar sambandsstjórnar, sem birt var í 5.
tbl. Sjómannablaðsins Víkingur þ. á.
V eðurathuganir.
12. þing F. F. S. í. beinir þeirri áskorun til
allra sambandsfélaga sinna, sem aðstöðu hafa
til, að stuðla að því að veðurathuganir verði
gjörðar á hafi úti og þær sendar Veðurstofunni.
Sérstaklega telur þingið nauðsynlegt að veður-
athuganir séu daglega sendar frá skipum á
Halamiðum.
V
Traustsyfirlýsing á stjórn F.F.S.t.
12. þing F. F. S. 1. lýsir fyllsta trausti sínu
á stjórn sambandsins í þeim málum, sem henni
eru falin á milli þinga. Þingið veitir stjórninni
fullt umboð til þess að nota Sjómannablaðið
Víking til framdráttar málum þeim, er F. F. S. í.
berst fyrir, og ef með þarf láta hann koma oftar
út ef þess þykir með þurfa.
Bœtt matarœði.
12. þing F. F. S. I. lýsir ánægju sinni yfir
ötulu starfi forystumanna Náttúrulækningafé-
lags Islands til aukins skilnings á, og eflingar
bætts mataræðis á Islandi, sem íslenzkir sjó-
menn hafa notið mikils góðs af.
Þingið mælir vinsamlega með því, að útgerð-
armenn láti að jöfnu framleiða lifandi fæðu um
borð í skipum sínum svo sem brauð úr heilhveiti,
kálmeti, súrmjólk og fleiri lifandi matartegund-
ir, fyrir þá sem vilja og þurfa að neyta þeirrar
fæðu.
Dýpkun innsiglingarleiðarinnar til tsafjarðar.
12. þing F. F. S. I. skorar mjög eindregið á
hafnarstjórn landsins að stuðla að því hið bráð-
asta að innsiglingarsundið til ísafjarðarhafnar
verði grafið upp og gert breiðara og beinna en
nú er, og lána til þess dýpkunarskipið Grettir
nú í vetur eða sem fyrst á næsta ári.
Nú er svo komið og hefur verið um tíma, að
mörg íslenzk skip verða að sæta sjávarföllum
til þess að komast inn á höfnina, vegna þess
266
VÍKINGUR