Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Síða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Síða 6
Flotinn streymdi á Langanes. — En það sama endur- tók sig. Örfá skip fengu síld (þau, sem fyrst komu), nokkur ágæt köst, en flest lítið sem ekkert. Yfir þessu var hokrað á aðra viku. Þá var kódinn tekinn í notkun. (Dulskeyti frá Síldarleitinni). Nýjar fréttir bárust ann- að slagið í kóda. Flotinn tók að dreifast eftir því, sem síldarfréttirnar bárust, hingað og þangað um miðin. Það var legið og hlustað og keyrt fram og aftur, til Skagafjarðar, Húnaflóa og aftur austur. Annars var farið eftir beztu síldaj-fréttunum, sem bárust í tal- stöðvunum. Næstu stórfréttir um síld bárust djúpt út af Horni. Þar hélt flotinn sig „vítt og breitt“. (Sjóaramál). Allar mögulegar þjóðir áttu þar skip. Þegar skyggja tók líkt- ist flotinn, í sinni miklu Ijósadýrð, heilli stórborg. Þarna gerði síðar svarta þoku og talsverða öldu, þó mátti vel fara í báta lítið „gallaður". Ennþá var út- litið fremur slæmt. Nótabassi nokkur komst þannig að orði, er hann talaði við annan í talstöð skips síns, að líkt væri um síldina og happdrætti háskólans, hvort- tveggja væri algjörlega óvísindalegt, sárafáir gerðust lukkunar pamfílar en fjöldinn fengi ekkert. Oft litu síldartorfurnar glæsilega út, óðu alveg villt. En þegar búið var að kasta á þær og jafnvel öllu náð, var veiðin þetta einn til tveir háfar. Það getur líka verið nógu erfitt að detta niður á síldina. Morgun einn sáu skipverjar á báti nokkrum aðeins eina torfu við Tjörnes, síldarleitin hafði ekkert séð. En um miðjan þennan sama dag sá Ægir mikla síld á þessum slóðum og sendi undir eins skeyti. — Allur flotinn auðvitað þangað. Um kvöldið voru hraðskreiðustu skipin kornin á staðinn. — Mörg skip fengu síld í þetta skipti, sum fylltu sig. En daginn eftir sást hvorki fugl né fiskur. Og á öðrum miðum höfðu bátar fengið nokkrar körfur af millisíld og smásíld, allt niður í sardínustærð. Svona var veiðin í sumar. Þeim smáfjölgaðj, er kom- ust á skýrslu, en ekki virtust margir ætla að fiska upp í trygginguna. — Það er ekki við því að búast, að allur þessi mikli síldarfloti fái í sig fylli sína, þar sem tugir erlendra og innlendra skipa eru um hverja síldartorfu, sögðu margir. Ýmsir telja nauðsynlegt að stórfækka síldveiðiskip- unum íslenzku. — Að mínu áliti verður að fara mjög varlega í allar slíkar ráðstafanir. Ekki má gera ástandið verra en það er. Ráðstafanirnar mega t. d. ekki verða til þess, að nokkrir útgerðarmenn, kannski útlendir, græði á því, en heildaraflinn á öllu landinu minnki. Mórallinn. Eftir ,,búmmköstin“ eru menn yfirleitt í mjög óbrúk- legu skapi, einum og öðrum er kennt um hið mislukkaða kast. Þó er hver maður á sínum stað og passar sitt ákveðna verk. — En hver og einn reynir að verja sig og benda á aðrar orsakir óheppninnar. En það er von, að fiskimennirnir séu ekki í góðu skapi, þegar komið er inn matarlaus, vatnslaus, olíulaus og jafnvel hálf vitlaus eftir eltingaleikinn við „daðurdrósina“, eftir viku útliegu eða meira. Og kaupmennirnir í landi af- henda manni kostinn tortryggnir og hálfsmeykir um að útgerðin geti ekki borgað skuldir sínar. En undir eins og fyrsta síldin er innbyrt í bátinn breytist allt andlegt líf skipsmannanna. Og er þá engu líkara en skipshöfnin hafi gengið í gegnum mjög erfið- an „kúltúrskóla" og allir útskrifaðir með fyrstu eink- unn. Svona er „andinn“ háður „efninu“. Vísindin. Hvað vitum við um síldina? Lítið sem ekkert, kannski nokkur atriði hér og þar. Það er að minnsta kosti ekk- ert samhengi í því, sem vitað er um þau mál. Og hug- myndir og hugsunargangur almennings um þessa hluti byggist að miklu leyti á þessari óvissu. Við gerum með- al annars ráð fyrir því, að mikil síldveiði verð í Hval- firðinum á komanda vetri, teljum miklar líkur til þess. Einstaka menn þykjast vita það með vissu. En verður þá, þegar til kastanna kemur, nóg síld í Hvalfirðinum í vetur? — Það getum við alls ekki sannað, vitum það ekki með neinni vissu. En við vonum, og gerum áætlan- ir, sem byggjast á þessum vonum okkar. Betur getum við ekki gert. Til þess erum við of fákunnandi í fiski- vísindunum. Ef fiskifræðingarnir vissu eins mikið um síldargöng- urnar og t. d. veðurfræðingarnir vita nú þegar um veðrið, þá væri vitanlega hugsað og skipulagt í sam- ræmi við þann vísdóm. Fólk myndi hætta að skipta sér í hina og þessa spádómsflokka og spádómarnir stjórn- ast meira af viti en tilfinningum. En við þurfum að fá vísdóm frá miklu fleiri aðil- um en fiskifræðingum um þessi mál. Hér koma einnig til greina verkfræðingar, efnafræðingar og fleiri vís- indamenn. Og síðast en ekki sízt: Hvað segja sjálfir fiskimennirnir um þessa hluti? Niðurstaðan verður því sú, að hið vinnandi fólk þarf að hlusta á vísindamenn- ina og vísindamennirnir að hlusta á hið starfandi fólk á öllum sviðum athafnalífsins. Ef t. d. fiskifræðing- arnir hefðu ekkert samband við fiskimennina og fiski- mennirnir ekkert samband við fiskifræðingana, yrðu framfarirnar afar lítilfjörlegar. Fiskifræðingarnir yrðu miklu fremur skýjaglópar en vísindamenn og fiskimenn- irnir fávísir dorgarar. Fiskifrœðin. Það er ósköp dauft yfir fiskirannsóknunum hér. Það er varla að maður viti, að til séu fiskifræðingar. En ábyggilega vildu fiskimennirnr ekki vera í sporum fiski- fræðinganna um borð í nokkru íslenzku skipi. Því að fiskifræðingarnir eru þá venjulega lægst launuðu menn- irnir á skipinu, hafa minna kaup en hjálparkokkurinn. Það er helzt í landi að eitthvað bólar á fiskifræðing- um. — En það ætti að vera hægt að skrapa saman, við og við, góða fiskimenn og vísindamenn í myndar- legan íslenzkan rannsóknarleiðangur „vítt og breitt" um nærliggjandi höf, í því augnamiði, að rannsaka háttu nytjafiskanna. En vitanlega þurfa þessir menn að fá kaup eins og annað vinnandi fólk. Fiskifræðingarnir hafa sagt, að við hefðum átt að vera byrjaðir fyrir löngu að stunda hvalveiðar og að við ættum einnig að stunda selveiðar við Grænland. (Það er alls ekki langt á selveiðimiðin). Og jafnvel há- karlaveiðar. Af öllum þessum sjávardýrum fæst mikið feitmeti, en feitmeti er sú vörutegund, sem rifizt er um á heimsmarkaðinum og mun verða um alllangt skeið ennþá. Verðmesta saltsíldin í Noregi er undir 33 cm. á lengd, V í K I N G U R Z6B

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.