Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Blaðsíða 9
Hann horfir dreymnum augum á pokaopið,
brýtur það vandlega, hnitmiðar sporlengdirnar
og vefur eyrun með næstum angurværri ná-
kvæmni: Ef til vill á einmitt þessi poki eftir
að lenda heim að Gili, og þá gæti verið, að hún
ræki augun í opið og dáðist að saumaskapnum.
Hver veit nema hún þekkti handbragðið hans?
Hvernig væri annars að setja miða ofan á
i hvern poka og skrifa á hann: „N. N., stúdent,
saumaði fyrir þennan poka. Kær kveðja til
heimasætunnar!“ Það mundi gera starfið
skemmtilegra og lífið auðugra. Þá mundu pok-
arnir bera nafn hans um gjörvallt ísland — og
langtum víðar. Og heimasæturnar myndu spyrja
ókunnuga: „Þekkir þú N. N. stúdent?“
— Er strákdjöfullinn nú alveg að sofna!
hrópaði rödd eins af hinum óþekktu hermönn-
um hins hljóða, skapandi starfs. Hann vissi
ekkert, hvað það er Ijúft að láta sig dreyma
heimsfrægð af því að sauma fyrir síldarmjöls-
poka.
Kvöldmynd.
Þegai’ vindurinn fær á sér setið, eru kvöldin
hér í þorpinu okkar friðsælli og inndælli en ís-
lenzku sveitakvöldin í ljóðum þjóðskáldanna.
Sólin er horfin bak við rekkjutjöld sín í vestr-
inu, en gegnum þau brýzt bjarminn af ásýnd
hennar og slær jafn gullnum bjarma á glugga
verksmiðjustjórans og snauðasta verksmiðju-
þrælsins. Þannig nær jafnrétti hins vestræna
lýðræðis Guðs jafnvel til okkar í fátækasta fiski-
þorpinu við nyrzta haf. Þarna er austfirzkur
nýliði með arískan svip og háralit að hverfa
fyrir endann á nýja veginum okkar við hliðina
á kvenkokk, sem varð eftir af einu síldarskip-
inu í gær. Þau eru eins og elskhugar, sem að
yfirlögðu ráði hafa skrúfað frá gashananum
og ganga léttstíg og hljóðlaust inn í land eilífð-
arinnar. Allar kríur eru svo fjarri, að þig grun-
ar aðeins garg þeirra á sama hátt og þig grun-
ar tal fólksins í kvikmyndunum, þegar hljóð-
neminn bilar. Þú verður að fara niður á bryggju
til að fá hugboð um, að á þessu kvöldi bærist
annað líf í þorpinu en það, sem slær í þínu eigin
brjósti.
Stútungar á stefnumóti.
Við erum stödd á nýju bryggjunni hans Óla
bakara, ásamt drjúgum hluta af strákum þorps-
ins. Þeir standa hér fremst frammi á bryggju-
sporði og dorga, þótt komið sé fram yfir venju-
legan háttatíma þeirra. Stútungurinn gengur
alltaf í torfum upp að bryggjunni, þegar fyrsta
grútnum er hleypt í sjóinn á vorin, en hverfur
svo með mettan kvið að nokkrum stundum liðn-
um. Og stútungar mannfélagsins, strákarnir,
eiga forgangsrétt á því að veiða stútung sj ávar-
ins. Það er auðvelt að sjá á látbragði strákanna,
hvort þeim rennur veiðimannsblóð í æðum eða
ekki og eins, hvort þeir hafa verið hérna að
veiðum um þetta leyti í fyrra, hittifyrra óg
hittihittifyrra eða eru nýliðar í starfinu.
Þarna stendur einn, sem hefur gert út þrjár
vertíðir áður. Færið hans er úr tveggja punda
streng og með blýsökku, en ekki trollgarni með
fírtommunagla eða rörbút eins og hjá hinum.
Hann nælir síld á öngulinn, gætir þess, að odd-
urinn sé vel falinn, hefur beituna svo stóra,
að blöndulókarnir treystist ekki við hana, kast-
ar langt út og lætur öngulinn sökkva hratt í
djúpið til að losna við smáufsann, sem heldur
sig miðsjávar.
Öngullinn hefur ekki fyrr náð nægilegri dýpt
en veiðimannsbliki bregður fyrir í augum
drengsins. Hann rekur tungubroddinn út í
hægra munnvikið, kippir snöggt í og byrjar að
draga. Við sjáum fagurgulan fisk með hvítan
kvið slá sporði og brjótast um í grænum sjón-
um, hringsnúast og streytast á móti. En öng-
ullinn situr óhagganlega fastur í skoltinum,
og úrslit þessa ójafna leiks eru þegar ráðin. 1
sjávarskorpunni gerir hann örvilnaða tilraun
til að snúa sig af króknum eins og hann viti,
að hér stíga íbúar hafsins inn yfir þröskuld
dauðans. Að andartaki liðnu liggur Hann á
bryggjunni, og nokkra stund ljómar af honum
þess háttar yndisþokki, sem aðeins þekkist hjá
nýdregnum fiski, fola í haga og sofandi barni.
Svo kippir veiðimaðurinn miskunnarlaust út úr
honum önglinum, svo að rifnar út úr munnvik-
inu. Það fer titringur um líkama fórnardýrs-
ins, tálknin þenjast, augun eru full af þján-
ingu, og sporðurinn slæst ótt og títt í bryggj-
una eins og af viðþolsleysi, þangað til hnífur
sigurvegarans ríður á hálsinum, sníður æðai'n-
ar og ristir síðan kviðinn aftur í rauf.
Banastríðinu er lokið.
Á bryggjunni liggur ljótt hræ, sem vekur ó-
trúlega lítinn grun um, að fyrir stundu hafi
það verið fagur fiskur í sjó, kannski allra fiska
prýði og gleði sinnar móður — og yfir þessu
hræi stendur sjómannssonurinn, myndarlegur
patti, laukur sinnar ættar; hann hlakkar til að
gleðja fátæka móður sína með þessum væna
fiski.
Véfréttir.
Talstöðvarklefinn er menningar- og fræðslu-
miðstöð þorpsins okkar. Framan af vertíð var
hann alltaf hálffullur af gestum, sem sinntu
þá vitanlega engu veraldlegu vinnuvafstri á
V í K I N G U R
271