Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Page 10
meðan. Þá lét forstjórinn hengja spjald á dyrn-
ar: „Óviðkomandi banna'öur aðgangur!“ Og lög-
hlýðni lýðsins lætur ekki að sér hæða, því að
síðan hefur klefinn alltaf verið fullur út úr
dyrum. Dívangarmurinn er jafnan þéttsetinn,
borðröndin þéttkríkuð og gólfið þéttstaðið. Ef
-,vel er að gáð, leynist einhvers staðar inni í
þvögunni töturlegur tágarstóll og í honum ung-
ur maður. En engan gæti grunað, að þessi fyrir-
ferðarlitli maður væri sjálf véfrétt þorpsins:
loftskeytamaðurinn. Hver hugsar um það, að
þetta er töframaður, að rödd hans hljómar oft
á dag á Siglufirði, Húsavík, Seyðisfirði og í
Flatey, að fregnir hans fljúga eins og goðsvar
á augnabragði um borð í Súluna, Bjarka, Birki
og Hrönn og með viðkomu í „Björnöy" alla leið
til Lyngby, Mön og Tromsö? Og hvaða ástæða
er til að að virða hann fyrir það, þó að hann
hafi glætt auravonina í brjóstum manna með
fregn um sextán skip í bátum á Eiðisvíkinni í
morgun klukkan sex, úr því að það vitnast
klukkan sjö, að þau, sem sluppu bezt, hafi
búmmað, en flest hafi flengrifið nótina?
Hér í talstöðvarklefanum er súrefni af álíka
skornum skammti og handsápa á þessum síð-
ustu og verstu tímum. Á fótbrotna borðinu
standa töfratækin, sem veita okkur samband
við umheiminn. Þetta eru grámálaðir pjátur-
kassar með undarlegum tökkum, mælum og
slökkvurum, og á þessa kassa eru skráð ýmis
dularfull orð svo sem: „stillir", eða „gellir" og
„hlust“. Á veggjum klefans hanga litmyndir
af gerzkum börnum og blómarósum, ballettdöns-
urum og menningar'höllum, og yfir því vakir
hinn eilífi Maxim Gorki, skeggprúður og svip-
sterkur. Framan við galdratækin á borðinu er
ótrúlega f jölskrúðug blaðaflóra auk f jölda tíma-
rita, skáldsagna og jafnvel listbókmennta. Við
skjóta yfirsýn kem ég auga á öll íslenzku dag-
blöðin, „Soviet Woman“, „Víðsjá“, „Rétt“, „Vík-
ing“, „Bergmál“, „Vinnuna", „R. M.“, „Moscow
News“, „Hjemmet", „Norsk ukeblad", „Soviet
Weekly“, „Land og Folk“, „Heimilisritið", „Fri-
heten“, „Dag“, „Verkamanninn“, „Hjartaás-
inn“, „American Painting Today“, „Sögur her-
læknisins“, „Fyrstu ástir“, „Flækinga“ o. fl.
Og úrvalið ber það með sér, að það hefur verið
mikið lesið af mönnum með misjafnlega hrein-
ar hendur, enda dveljast hér tugir manna við
„fræðaiðkanir“ alla daga og sumar nætur, nema
þegar þeir skjótast stund og stund í bryggju-
smíði, skurðgröft, vegagerð og þess háttar í-
þróttagreinar, sem hugulsamir menn leyfa okk-
ur að þreyta, okkur til heilsubótar og upplyft-
ingar á þessum dögum aflabrests og deyfðar.
„Bára blá44
II. bindi.
Sj ómannabókin
1948.
I nóvembermánuði n. k. kemur út annað
bindi af sjómannabókinni „Bára blá“. Þar
er, eins og í fyrra bindinu, safnað saman
sjóferðalýsingum, sögum og kvæðum, er
sjóinn snerta. Þó er í þessu bindi, sam-
kvæmt ósk margra, miklu meira en áður
af svaðilfaraþáttum og lýsingum á mann-
skaðaveðrum. Allir þurfa að lesa hinar
ógleymanlegu frásagnir þessarar bókar af
hinztu för „Sæljónsins" og örlögum þess,
Hoffmannsverðrinu mikla 1884, hrakn-
ingasögu Torfa á Kleifum, frásögnina „1
ofsaveðri og hafróti á Atlantshafi“ og
aðrar veigamiklar sjóferðasögur, sem hér
birtast.
Kaupið „Bára blá II“. „Bára blá 1“ fæst
ennþá, en upplagið er mjög takmarkað.
Nokkur eintök verða seld af báðum bók-
unum bundnum saman. Tilvalin jólagjöf!
Snúið yður til bóksala eða beint til skrif-
stofu F. F. S. I., Fiskhöllinni, sími 5653.
Farmanna- og
fiskimannasamband
íslands.
272
VÍKINGUR