Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Síða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Síða 12
um og lestum, og þunnt lag af salti breiðist yfir það eins og krystall. — Hér er verkstjórinn. Mikilúðugt andlit, þreytuleg augu, mikið nef og loðkápa með kloss- um undir kemur veltandi í áttina til mín; það var Viggi. — Mig vantar vinnu. — Vanur að salta. — Alinn upp við það — ættaður frá Suður- nesjum, hefi verið saltari á Agli, Júpiter og Belgaum, víkingur til vinnu. Ég laug fullum fetum. Tilgangurinn helgar meðalið, að minnsta kosti ef meðalið er saklaust. Hvaða máli skipti það, þótt ég hefði aldrei á Suðurnesjum verið né séð ofan í lest á togara. Mig vantaði fyrir ritblýi. — Ég veit að þú ert að Ijúga, saltari, en hingað. Þarna er skófla og þarna trog. Skóflan er til að moka með og trogið til að moka í. Þrjár skóflur í trog; af stað! — Þó það væri nú. Ég gríp tólið og beiti því. Iiver djöfullinn er þetta, segir samverkamaður minn; hann er gamall, klæddur flaxandi úlpu, fúlskeggjaður og hinn vígalegasti, — kanntu ekki að halda á skóflu? — Hægan, bróðir, sagði ég, — setuliðsvinn- an hefur valdið smávegis ruglingi á skilningi mínum á hlutverki skóflunnar, en þrjár skóflur í trog. Æfingin skapar meistarann. — Salt! Ég moka og moka, en gæti þess að hafa lítið á hverri skóflu. Það er léttara. — Stop! Kraninn er bilaður. Lof sé vélaguð- inum. Megi bölvaður kraninn bila oftar; ég var orðinn sveittur. Um leið byrjar að rigna. Ég skýzt undir stór- an kassa á uppfyllingunni og hnipra mig þar saman á stiga. Meðan gert er við kranann stytti ég mér stundir við að glápa á tunglið og hugsa um hvílík hundaheppni það sé, að það skuli aldrei hafa fallið á jörðina. En hvorki kassinn góði né tilhugsunin um þann möguleika, að einn góðan veðurdag kann þessi kalda miðnætursól að hlamma sér á jörðina, megnar að dylja mig þess, að þeim fjölgar óðum, regndropunum, sem hafna á höfði mínu og hálsi, þrátt fyrir ákafa viðleitni mína til að þrýsta mér sem fastast upp að hlið kassans. Kassinn er ekki nógu hár. Ég er að velta þessu vandamáli fyrir mér, þeg- ar hinn gullni sproti hugvitsseminnar lýstur mig. Ég sprett á fætur með viðbragðsflýti, sem ég er viss um að fyrrverandi vinnuveitendur mínir þyrðu að leggja virðuleg höfuð sín að veði fyrir að ég ætti ekki til, þríf grútskítugan bekk á bryggjunni og drasla honum með erfiðis- munum upp á klakabunguna á kassanum. Þetta nægir. Nú pissar veðraguðinn í stórum, falleg- um boga fram hjá mér. — Þykir þér gott að fá grút á hálsinn? Ég leit forviða upp undan niðurbrettu húfu- skyggninu. Frammi fyrir mér stóð fýlulegur maður og glápti, eins og naut á nývirki, á bekk- inn. Að baki hans bar trog við himin og sveifl- aðist milli masturtopps og brúarvængs. Ég var stórreiður, því ég hafði frekar átt von á viður- kenningu fyrir framtakssemi mína en glósum. — Var það vindurinn, eða þér? spurði ég. Pípan í munni mannsins féll um tvo þuml- unga við þessi orð mín, en reis svo hvatskeyt- lega. — Það var ég að gaula. — Ég skal þá fræða yður á því, sagði ég, að ég kýs heldur fimm dropa af grút en þúsund af rigningu. Maðurinn hafði sig á braut, en um leið sett- ist hressilegur maður á stigann hjá mér og stundi ánægjulega. Þetta er einn af þeim mönn- um, sem elskar alla menn, hugsaði ég, og virti ánægjulegt andlit hans fyrir mér með ástúð. Mér var verulega hlýtt til hans fyrir það að hann skyldi setjast, án athugasemda um bekk- inn, á brún kassans. — Kraninn er bilaður, sagði ég og reyndi að fitja upp á samræðum. — Já, svaraði hann út í bláinn og virtist upp- tekinn af sjálfum sér. Ég sá ekki betur en að hann væri að telja á fingrum sér. Ég gerði aðra tilraun. — Er hann eitthvað einkennilegur, þessi þarna ? spurði ég, og átti við manninn með pípuna, sem gert hafði tilraun til að móðga mig. — Hvort þú sért einkennilegur, hváði mað- urinn forviða og leit á mig með augnaráði, sem ekki varð misskilið. — Ha, hvort ég sé hvað, át ég upp. Blóðið sté mér til höfuðs. Mig langaði til að berja hann. Mér var meir en nóg boðið. Þegar ég lagði leið mína niður að hafnarbakka var ég langt frá því að vera í góðu skapi, en nú versnaði það um allan helming. En bíddu bara, hugsaði ég, og fann að það hlakkaði í mér. Að mér heilum og lifandi skal ég ganga duglega fram af þér. — Já, heldurðu ekki bara að ég sé vitlaus, mjálmaði ég blákaldur. — Þeir verða hissa á Kleppi, þegar þeir frétta að ég sé strokinn og farinn að vinna í síld. Ég hló eins og fáviti og horfði á sessunaut minn. Því var líkast sem sprengja hefði lostið heið- ursmanninn, sem sat hjá mér á stiganum. Hann spratt á fætur, hrifsaði kápu sína svo harka- lega að sér, að hann var nærri dottinn, og starði á mig. 274 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.