Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Qupperneq 16
Rottustríð. Fyrr á tímum stóðu guðsþjónustur oft lengi dags, einkum þar sem klerkar voru langorðir og töluðu blaða- laust. Kom þá stundum fyrir, að kirkjugestir urðu helzt til lausir við guðsþjónustuna og rápuðu jafnvel að þarf- litlu út úr kirkjunni og inn aftur, svo að næði var helzt til lítið við messuna. Vildu sumir klerkar fyrh’- byggja ráp þetta, sem vonlegt var, og tóku jafnvel til svo róttækra ráðstafana, að láta loka kirkjunni algjör- lega meðan guðsþjónusta stóð yfir. Þetta mæltist þó misjafnlega fyrir, enda gat stundum rekið nauður til, að menn kæmust út, þegar messa dróst á langinn. ★ Einhverju sinni var það, að klerkur nokkur á Aust- urlandi lagði blátt bann við því, að menn gengju út úr kirkjunni meðan hann væri að messa, og skipaði meðhjálparanum að læsa kirkjunni. Þórðvir hét bóndi, allmikill fyrir sér, einarður og ekki laus við sérvizku. Eigi var hann kirkjurækinn. Nú fréttir Þórður hin nýju fyrirmæli prestsins. Fer hann til kirkju um næstu helgi og átti sæti í kór undir prédikunarstól. Þegar prestur er kominn fram í miðja ræðu í stólnum, stendur Þórður upp og gengur fram að kirkjuhurð og víkur sér til vinstri handar að krókbekk. Þar grúfði kerling- arskepna á hækjum sínum niður á milli sætanna, og hafði einhverja skuplu utan um höfuðið og svaf og hraut. Þórður þreifar nú til skuplu kerlingar og lagar til í hvirflinum, og pissar nú ofan í kollinn á kellu. Kerling vaknar við vondan draum og verður ókvæða við, en Þórður gengur aftur til sætis síns. ★ Þegar messu er lokið, gefur prestur Þórði áminningu fyrir það, að hann hafi gert hneyksli í kirkjunni. Þórður hefur svör fyrir, og segir, að einhvers staðar verði mað- ur að kasta af sér vatni, og allir geti ekki setið svo lengi í kirkju, að þeir þurfi þess eigi við. ★ Um næstu 'helgi fór Þórður í kirkju og hefur nú koppinn sinn undir hendinni, og gengur með hann inn kirkjugólf, og setur hann undir bekkinn hjá sér, og þegar prestur er kominn nokkuð fram í ræðu, stendur Þórður upp og tekur nú koppinn og fer að pissa í og snýr sér að prédikunarstólnum og prestinum og fer sér ekkert óðslega. Prestur veitir honum aftur áminningu, en Þórður hefur sömu svör sem fyrr, en sagt var, að prestur hefði hætt að læsa kirkjunni eftir þetta. ★ Eftirfarandi embættisbréf ritaði séra Tómas Guð- mundsson í Villingaholti þáverandi sýslumanni Arnes- sýslu, Þórði Sveinbjörnssyni. Bréfið er sérstætt nokkuð og skemmtilegt og þarf ekki skýringa við. Lengi hefur bóndann Þórð Eyjólfsson í Syðri-Gröf langað til að fjölga mannkyninu, eignast afkvæmi og uppfylla þar með ena fyrstu ákvörðun og boðorð ens alvalda, en forgefins reynt það yfir 20 ár með eigin- konu sinni Halldóru, nú yfir 50 ára skeið kominni, — þangað til nú þann 13. yfirstandandi mánaðar, að hon- um bættist brestur þessi og eignaðist ungan son með vinnukonu sinni, Helgu Pétursdóttur, hvað ég vil hér með ekki undanfella að tilkynna yður. Jafnframt má ég þess geta, að tilfelli þetta er að nokkru leyti að akta sem Rakelar breytni forðum, sem lengi var óbyrja kölluð, og biður kona Þórðar, án þess að erfa í enu minnsta við hann afbrot sitt, manni sínum allrar þeirr- ar líknar og linkindar, sem lögin mest veitt geta brot- legum manni, þar hún ann honum og ambátt sinni og veitir til vorkunnar það orðið er, telur hana líka sér holla og vinveitta alltjafnt verið hafa eins og dugn- aðar- og aðstoðarmann sinn í sínum lasleika tilfellum, og má ekki hennar við missa, nema því aðeins, að ein- hver kvenmaður aftur fengist, sem varla telst mögu- legt, að hennar jafngildi orðið gæti. Allt þetta felst yður á hendi af viðkomendum til vægðarsömustu með- ferðar og vorkunnarfyllstu aðgjörða. Villingaholti, þann 30. október 1824. Th. Guðmundsson. ★ Guðmundur „ralli“ var karl í Fljótsdal austur á næstliðinni öld. Eftir honum var þetta haft: „Ég á hest, kærustu, tík og tíu kindur. Þessu lóga ég öllu í haust“. ★ Sagt er, að karl nokkur bæðist þannig fyrir (þess V í K I N G U R 27B

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.