Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Side 19
ir þannig gerðir, að þunginn hvíli sem jafnast á undirstöðunum. Er hér um að ræða tvenna teina, en þegar þunginn er meiri eru þeir fern- ir, þannig að teinarnir í miðið eru sterkbyggð- ari. Hlutföllin í brautunum eru venjulega 1:9 og 1:22 og hallinn fer eftir botnlaginu. Undir- stöður brautanna eru venjulega gerðar með tré- staurum, en þegar jarðvegurinn er harður og ekki siggjarn, eru undirstöðurnar hafðar úr steinsteypu. Brautirnar, sem liggja í sjó, eru byggðar úr tré á þurru landi og síðan sökkt niður á undir- stöður, sem þegar hefur verið gengið frá. Ganga kafarar að lokum frá festingunni. Sá hluti brautarinnar, sem er á þurru landi, er venju- lega úr steinsteypu (járnbentri). Er auðvelt að skipta um teina, þegar þeir fara að gefa sig eftir 25 til 30 ár og ekki er það heldur kostn- aðarsamt. Vagnarnir. Vagnar á dráttarbrautum eru venjulega sett- ir saman úr lengjum (meiðum), sem halda uppi þverbitunum. Á vögnunum eru renniblokkir, sem þverbitarnir halda uppi, og úr þeim ganga keðjur í vindur sitt hvoru megin við kvíjar- pallana. Afturendinn á hverjum vagni er þann- ig lagaður, að hann hæfi venjulegri gerð skipa og sé hallinn þannig mátulegur. Þannig verður lyftiarmur skipsins sem jafnastur og komið verður í veg fyrir að mestur þungi hvíli fram- arlega á kilinum eða misjafn þungi myndist á vagninum eða undirstöðunni. Þá þarf ekki að draga vagninn að fullu upp úr sjó, en aðeins þannig, að þilfar hans sé um það bil feti ofar yfirborðinu og má þá komast algjörlega að við botnhreinsun og málun eða viðgerðir á skips- botninum. Vagnarnir eru hafðir það lágir, að þeir hamla ekki vinnu að neinu leyti, en auð- velda verkhraða og vinnusparnað. Þegar draga þarf vagninn alveg úr sjó til hreinsunar og málunar, má hafa framhald tein- anna af léttri gerð, þannig að þeir haldi þyngd vagnsins eingöngu. Ef ekki er pláss til að koma þessu fyrirkomulagi við, má hafa vagninn í tveimur hlutum þannig, að taka megi efri hlut- ann frá til að ná þeim neðri algjörlega á þurrt land. Vagninn hreyfist á kúluhjólum úr járni- eða stálblöndu milli flatra teina, sem festir eru und- ir hann og nema við teinana á undirstöðunni. Beztu stáltegundir eru notaðar til að forðast slit, en þykktin og festingin koma í veg fyrir að endarnir beygist upp á við. 10—15 feta rammar tryggja stýringu rúllanna og koma í veg fyrir að þungahreyfíngin skekki þær. Þetta J. Stuart Crandall. fyrirkomulag minnkar núninginn og gerir það að verkum, að ekki þarf að smyrja fjölda lega og viðkvæmra hluta, sem í sjóinn fara. Dráttaráhöld. í vagninum eru keðjur úr pottstálblöndu, sem fengið hefur hitameðferð. Keðjurnar eru ein, tvær, fjórar, sex eða fleiri og ná saman í hxúng, en í þeim eru aukakeðjur, sem ganga gegnum blakkir á brautinni. Keðjurnar ganga á tann- hjóli á aðalöxli di'áttai'vélai’innar. Dráttar- og aukakeðjur eru festar í vagninn með blakkar- útbúnaði, sem jafnar átakinu á allar keðjui’n- ar. Aðalstarf aukakeðjunnar er í því fólgið að di’aga neðri enda di’áttarkeðjunnar niður á við, þegar vagninn er dreginn. Nota má aukakeðj- una, til þess að draga vagninn niður, en þetta er ekki tilgangur sá, sem henni er ætlaðui’, þar eð svo lítill núningur vei’ður á kúluhjólunum, að vagninn mun í’enna niður hallann á eigin þyngd. Keðjufyrii’komulag þetta hefur þá kosti að vera hentugt og sparneytið, auk þess að vera einfalt. Þótt dráttarkeðjurnar séu dýrari en vírkaðlar, endast þær venjulega um 30—40 ái'a bil, en víi’kaðla þarf að endui’nýja á tíu ára fresti. Di’áttarvélin vei’ður hlutfallslega lítil og ódýr, þar eð kraftarmur keðjunnar er mun stytti’i eix ki’aftai-mur víi’kaðalsins. Fyrir 1000 tonna dráttarbi’aut þarf 100 hestöfl og 16 mín- útna dráttartíma; 3000 tonna braut 210 h.ö. og 30 mín., 5000 tonna 240 h.ö. og 50 mín., og 10.000 tonna dráttarbraut þarf 600 h.ö. og 60 mínútna dráttartíma. Rúmtak dráttarbrauta. Við athugun frá verkfi’æðilegu sjónarmiði kemur í ljós, að ekki eru takmörk sett tækni- V í K I N G U R 281

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.