Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Page 20
Skip í dráttarbraut eins og þeirri, sem „Skipanaust" ætlar aö koma upp við Elliðaárvog.
lega fyrii’ því, hve stórar dráttarbrautir má
byggja. En hins vegar koma hér til greina fram-
kvæmdaatriði og fjármunaskilyrði. Dráttar-
brautir, slippir og þurrkvíar verða ekki fluttar
úr stað. Hins vegar má flytja fljótandi dokkur
til eftir ástæðum. Þá kemur og það til greina,
að því stærri sem dráttarbrautir eru því dýr-
ari verða þær í hlutfalli við stærðaraukninguna
og hækkar verð þeirra örara en kostnaður við
byggingu fljótandi kvíja eins og eftirfarandi
tafla, sem grundvölluð er á núverandi verðlagi
í Bandaríkjunum sýnir, eftir því, sem næst verð-
ur komizt:
Stærð. Kostnaður.
Dráttarbr. Fljótandi kvíjar.
1.000 tonn $ 120.000
2.000 — - 230.000
3.000 — - '340.000 $ 600.000
5.000 — - 500.000 - 750.000
10.000 — - 900.000 - 1.000.000
(3% varasjóðstilling á ári hverju nægir til
viðhalds og viðgerða dráttarbrauta og til að
greiða hlutaf járframlög niður á 40 árum. Marg-
ar dráttarbrautir, sem eldri eru en 40 ára, eru
enn í fullri notkun).
Þótt stærðum dráttarbrauta séu ekki sett tak-
mörk frá verkfræðilegu sjónarmiði, má ætla, að
fjárhagslega séð beri að takmarka stærðina við
5.000—6.000 tonn, nema sérstaklega heppileg
skilyrði séu fyrir hendi.
— Hvernig stendur á því, að rosknar piparmeyjar
elska venjulega köttinn sinn heitast af öllu?
— Ástæðan er sú, að þær velja ósjálfrátt það kvik-
indið, sem næst gengur manninum í ótryggð, svikum
og fláræði.
★
Kaupmaðurinn: — Skammastu þín ekki, Tobbi, þú
hefur drukkið helminginn úr viskyflöskunni, sem ég átti
geymda hérna í skápnum. Slíka freistingu á hver heið-
virður maður að geta staðizt.
Tobbi pakkhúsmaður: — Já, það er auðveldara um
að tala en í að komast, kaupmaður góður.
Kaupmaðurinn: — Og hvers vegna sagðir þú mér svo
ekki frá þessu, þegar þú hafðir gert það?
Tobbi: — Það er nú auðveldara í að komast en um
að tala.
★
2B2
V í K I N G U R