Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Side 22
af afli, má nota til að snúa rafmagnsvél, sem væri fest við flansinn G. Eftir því sem hið samanþjappaða gasloft er heitara, því meira af krafti er í því, sem það getur gefið frá sér til blaðanna eða fjarðranna á túrbínuásnum. Það er því mjög heitt þegar það skilur við túrbínuna, svo það er notað til að streyma kring um loftið, sem er dregið inn í brennslu- og útþenslurúmið, sem er hitað upp áður en það blandast saman við eldsneytið E. Náttúrlega getur svona vél ekki farið af stað án hjálpar, svo það verður að hafa hjálparvél, sem vana- lega er fest við flansinn H. Aðalvélin byrjar vanalega fyrst að vinna sjálf þegar hún hefur náð einum fjórða af vanalegum vinnuhraða. Nýlega hefur önnur tegund af gastúrbínu verið fram- leidd, sem er mjög merkileg. Hér er „hinn fljótandi kraftur" — Workdng Fluid — heitt samanþjappað loft, alveg eins og hinn fljótandi kraftur gufutúrbínunnar er gufa eða eimur. í þessari vél er eldsneyti aðeins notað til að hita samanþjappað loft, og sama loft er notað allan tímann. Því er þjappað saman, hitað, lofað að þenja sig út milli blaðanna í túrbínunni og kælt aftur áður en það er sent einu sinni enn gegn um loftþjapparann. Það vinnur, eins og það er kallað, í lokaðri umferð — closed cycle. — En í túrbínu þeirri, sem áður er skýrt frá, er umferðin eða röðin af um- ferðum opin, það er, hreint loft var stöðugt sogað inn. Mynd nr. 2 sýnir fyrirkomulag gastúrbínu með lok- aðri umferð. Skýringarmynd: A er hreyfanlegur loft- þjappari, sem er á sama ás og gastúrbínan B. Lofti er þjappað saman í A og látið fara í gegn um endur- hitarann (regenerator) C, þar sem það fær sína fyrri upphitun. Þar næst er loftið, sem þegar er heitt og samanþjappað, látið fara inn í ofninn D, þar sem það er yfirhitað (super-heated). Því heitara, því meiri kraft getur það látið túrbínublöðunum í té, þegar það þenur úr sér milli þeirra. Loftið, sem kemur út úr útblásturs- enda túrbínunnar (exhaust end), er nú ekki lengur samanþjappað, en það er ennþá heitt, svo hitinn frá því er notaður til að hita upp endurhitann C; eftir það fer loftið gegn um kælirinn F, því það er ekki heppilegt að mjög heitt loft sé látið fara inn í loft- þjapparann, sökum eyðileggingar sem það veldur á blöðunum í honum. En blöðin í gastúrbínunni og hylkið utan um þau eru búin til úr sérstöku stáli, sem þolir hitann án þess að tærast sundur. Aðal erfiðleikarnir fram til þessa hafa verið þeir, að undan hitanum hef- ur túrbínu-ásinn viljað þenjast út, með útþenslu sem breytist ekki, — permanent. — Undir vanalegum kring- umstæðum vilja hlutir úr málmi, sem þenst út, fá aftur sína upprunalegu lengd þegar þeir kólna. En skilyrðin inni í gastúrbínunni eru óvanaleg, svo málmur hagar sér þar ekki eins og vanalega. Ofninn D má hita með mörgu móti. Sumar túrbínu- stöðvar nota olíu, aðrar gas eða kolasalla. Sum iðjuver, eins og járnbræðsluofnar með koxframleiðslu nota heitt gas, sem nóg er til af, en fer vanalega til ónýtis, en nú er hægt að nota til að hita upp ofninn D í gas- túrbínusamstæðu, sem er hægt að setja í samband við rafvél og fá svo straum, sem er nauðsynlegur fyrir iðjuverið. rtfirt ú- 2. mynd. Ég geri ráð fyrir að lesandinn muni undir eins sjá hagnaðinn við að nota gastúrbínuna. Hún er óháð vatns- forða. Hún þarf ekki vatn, en nægilegur vatnsforði af nothæfu vatni er eitt það stærsta viðfangsefni, þegar um er að ræða í járnbrautir, iðjuver, gufuskip og því um líkt. Svo er líka mikill sparnaður í vikt, borið sam- an við nútíma eimvagn með fylgivagni. Gastúrbínur eru nú notaðar bæði í Sviss og Ameríku til að draga járnbrautir, bæði farþega- og vöruvagna. Að síðustu má segja, að gastúrbínan hefur mjúkan gang og er sérstaklega auðveld í smíðum. Það eru að- eins tveir hreyfanlegir partar, og hreyfing þeirra er viðvarandi, þeir ganga ekki upp og niður á víxl, eins og stimplar í gufu- og mótorvélum, svo hættan við að vélin brotni er horfin. Erfiðleikinn er að finna stál, sem þolir hin uppleysandi áhrif gassins, en þessir erfið- leikar eru að mestu leystir, og að minnsta kosti ein gas- túrbína hefur nú gengið samfleytt í átta ár. Sigurður Gíslason þýddi. „Bára blá44 Sjj óiiKinnalióIdn 1948. AnnaS bindi þessa vinsæla safnrits kemur út d næstunni. Útgefandi F. F. S. 1. 2B4 VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.