Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Síða 23
Emil Tómasson Fáheyrð sjóferð fyrir 52 ViítJ uici yi/jacjyMi J-’iaamla íóóon,} Vtjápavi'l?. arum „Gerðu svo vel, pabbi, og komdu hérna yfir í stofuna og drekktu kaffi með honum Magnúsi Hannibalssyni". Ég, sem þetta skrifa, var staddur á Gjögri í Strandasýslu hjá dóttur minni, sem þar er bú- sett. Mér fannst svona hálfvegis ég kannast við þetta nafn. Ég brá við þegar kallið kom og lagði frá mér bókina, sem ég var að lesa í •— Sagnaþætti Finns frá Kjörseyri — og gekk yfir í aðra stofu. Þar sat roskinn maður, fjör- legur og góðlátlegur og vel farinn í útliti, þrýst- inn um brjóst og herðar að mér sýndist. Eftir að við höfðum heilsast, spyr ég hvort þetta sé ekki sami maðurinn, sem eitt sinn fyrir löngu síðan hafi dregið til hafnar hákarlaskipið Ófeig og sögur fari af í Strandamannabók? „Jú, sami er maðurinn“. — „Var ekki Ófeigur rammdrægur, svo stórt skip — um 12 metra langur og 4 metra breiður — fullur af hákarli í slíku stólparoki?“ „Jú, til að byrja með ætlaði allt í kaf að keyr- ast, en eftir að létt var framrúmið og hent aft- ur í, þá gaf heldur minna á. Þó hafði mann- skapurinn naumast undan í austrinum“. „Þú hefur vitanlega ekkert heyrt fyrir sjó- ganginum og óveðrinu, þegar Guðmundur for- maður á Ófeigi var að kalla í þig og bað þig að losa Ófeig aftan úr?“ „Ojú, ég heyrði, en ég lézt ekki heyra. Ég hafði góða von um, þó veðurhæðin og sjórokið væri mikið, að geta slefað Ófeigi alla leið, þó hægt gengi. Vélin var sterk í Ingólfi, það vissi ég, og það var fjarri skapi mínu að skilja þá eftir. Guðmundur stóð samt fram á með upp- reidda öxi og bað pilta síria að segja sér til þeg- ar hann ætti að höggva!" „Þú hefur verið fyrsti maður hér á Strönd- um, sem hefur eignazt bélbát?“ „Kaupfélag Strandamanna átti bátinn. Þetta var lítill bátur, aðeins 7 tonn, og hét Ingólfur“. „Stundar þú ekki sjó ennþá?“ „Ég stunda ekkert. Að nafninu til var ég þó skipstjóri á Sjöstjörnunni frá ísafirði yfir síld- artímann í fyrrasumar. Ég á að vísu lítinn vél- Magnus Hanmoalsson. bát mér til gamans og til smá-sendiferða hér út og fram um fjörðinn, en stunda ekki veiði- skap á honum“. „Ert þú ættaðui' hér úr þessu byggðarlagi ?“ „Nei, ég er fæddur á Múlaseli í Barðastranda- sýslu árið 1874, en fluttist 9 ára að Arnardal við Isafjöi’ð og var þar smali til að byi’ja með. En sú atvinna leiddist mér, því hugurinn var allur við sjóimx, og eftir því sem ég bezt man, þá gekk bæði hjáseta og smalamennska í Arnar- dal svona hálf skrykkjótt!“ „Og þú ert orðinn 74 ára. Hvað heldur þér svona ungleguixx og fjörlegum í öllum hreyfing- xxixx og fasi?“ „Það er stei’kt rótai’kaffi og brerinivín!“ „Það er ómögulegt!“ Og við hlógum báðir. V I K I N G U R 285

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.