Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Blaðsíða 27
Leiðir og lendingar við Faxaflóa
Árið 1890 kom út dálítill bæklingur eftir hinn kunna
sægarp, séra Odd V. Gíslason á Stað í Grindavík. Bækl-
ingur þessi var leiðarvísir fyrir sunnlenzka sjómenn,
og hafði meðal annars að geyma allnákvæma lýsingu
á flestum helztu lendingastöðum opinna báta við Faxa-
flóa. Þar sem ætla má, að ýmsir, einkum sjómenn við
Faxaflóa, hafi gaman af að lesa lýsingar þessar
eftir nákúnnugan mann, er sá hluti kversins endur-
prentaður hér á eftir. Það mun fullvíst, að kverið er
nú í fárra manna höndum og næsta torgætt orðið.
Oddur V. Gíslason var fæddur í Reykjavík 8. apríl
1836, sonur Gísla smiðs Jónssonar og konu hans, Rósu
Grímsdóttur frá Espihóli. Oddur varð stúdent 1858
og lauk embættisprófi í guðfræði 1860. Eftir það var
hann lengi ferðamannatúlkur á sumrum en formaður á
áraskipum að vetrinum. Var hann sægarpur mikill og
brautryðjandi í björgunarmálum. Honum var veittur
Lundur árið 1875, en Staður í Grindavík 1878. Þar
þjónaði hann síðan til 1894, er hann fluttist til Ame-
ríku og gerðist prestur í Nýja-íslandi í Kanada. Hann
andaðist í Winnipeg 1911.
Síra Oddur kenndi sjómönnum að nota lýsi og olíu
til að lægja sjávargang. Vann hann af mikilli elju að
björgunarmálum og öðrum fræðslustörfum í þágu út-
vegsins, ferðaðist m. a. umhverfis land og flutti fyrir-
lestra um áhugamál sín. Hann gaf og um hríð út blaðið
Sæbjörgu.
Síra Oddur var kvæntur Önnu Vilhjálmsdóttur, hins
ríka í Kirkjuvogi í Höfnum. Þau eignuðust fjölda barna.
Kirkjuvogssund.
Þegar komið er með landi fram frá Reykja-
nesi, þá er ekkert að athuga nema að fara ekki
nær en svo sem 100 faðma frá landi, þar til
komið er móts við Junkaragerði, syðsta bæ í
Höfnunum, þá á bæinn upp frá því að bera í
hnúkmyndaða hæð með stöllum utan, sem nefnd
er Bæli og er þar upp og suður í heiðinni, þar
til komið er inn á Kirkjuvogssund, og ekki má
taka sundið grynnra, þó komið sé norðan að.
Sundið byrjar þegar landfast sker, sem nefnt
er Svartiklettur og er sunnan við sundið en
norðan við Kirkjuvog, ber í Keili; á þá að halda
dálítið til landnorðurs, þangað til Sundvarðan
ber í Keili. Sundvarða þessi er syðst við Ósana,
sem liggja inn frá Kirkjuvogi, og sést þar hólmi
í Ósunum norðan við og niður undan Sundvörð-
unni. Sé hásjávað og brim, er bezt að halda
þessum merkjum (þ. e. að Sundvarðan og Keili
beri saman) inn í Ósa, en sjáist ekki Keilir,
verður að nota Ósrásina milli eyjarinnar og
lands, að hún beri í Sundvörðuna; en sé lág-
sjávað og góður sjór, verður að þverbeygja við
suður í vörina, þegar inn fyrir brimgarð er
komið. Eru þá sker á báða bóga. Að sunnan-
verðu (á stjórnborða) eru tvö sker, samföst,
hið ytra hærra, en hið innra lægra, og á að
beygja nálægt í suður laust við lægra skerið,
en ekki er gott að fara mjög nærri skerinu, sem
er á bakborða, því briminu kastar fremur að
því. Á þá nyrzti eldhússtrompurinn í Kirkju-
vogi að bera í vesturgaflinn á hjalli, sem stend-
ur á hól við sjóinn ofan við vörina, og snýr í
austur og vestur, og á að halda því marki inn
í lendingu.
Þórshöfn
er sunnan á móti milli Stafness og Ósanna, og
er þar lægi fyrir smá, haffær skip. . . . Miðin
inn á Þórshöfn eru að austan Sundfell um bæ-
inn Kotvog í Höfnum, en innsiglingarmiðin er
varöa, sem stendur á klöppinni upp undan höfn-
inni, og önnur varða einstök á aflöngum hól
uppi i hrauninu. Vörður þessar eiga að bera
saman á innsiglingunni alla leið.
Hamarssund,
sunnan við Sandgerði á Miðnesi.
Þegar lagt er á sundið, eiga Stafnesshjallar
að bera í Skál á Reykjanesi, (sem er kúlumynd-
uð hæð með dálítilli laut í miðju dálítið fyrir
ofan Vatnsfeli; sem er rétt ofan við vitann).
Er þá róið beina leið inn (þó er betra að halda
heldur sunnarlega fyrst), þannig, að Digra-
varða, sem er uppi í heiðinni fyrir sunnan Sand-
gerði, beri í Keili. — Sjáist ekki Keilir, má
nota sjávarhús niður við sjóinn, sem bera sam-
an við Sandgerði. Á þá Digravarða að bera laust
sunnan við syðsta húsið við sjóinn. Þessa sömu
stefnu geta fiskibátar haft inn í lendingu.
En sé um þilskip að ræða, þá verður að at-
huga þegar inn fyrir brimið er komið þegar
Hvalsnesskirkja ber í Býjaskerseyri, sem er
VÍKIN G U R
2B9