Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Blaðsíða 58
Mandrín og smyglarar hans í austurfjöllunum í Savoyen, þar sem forðum voru landamæri Frakklands og konungsríkisins Sardiníu, getur að líta helli einn í námd við bæinn St. Geoirs, sem íbúar héraðsins kalla „Mandrínshelli", og þeir halda því fram, að þar hafi ævintýramaðurinn Mandrín fólgið smyglvarning sinn. Það er mjög sennilegt, að þetta sé rétt, því það var á þessum slóðum, að Mandrín og smyglarar hans höfðust við, og hér eru sagðar óteljandi sögur um dirfskufull afrek hans, þegar hann bauð yfirvöldum Frakklands byrginn með fáeinum mönnum. Lúðvík Mandrín vann frægðarverk sín um miðja 18. öld, og þá var Frakkland upp á sitt aumasta og efnahagsástandið bágborið úr hófi fram, svo það end- aði með þeirri sprengingu, sem nefnist stjórnarbylt- ingin mikla. Reiði almúgans gegn stjórnarvöldunum beindist einkum að skattheimtunni. Það var ekki ríkið sjálft, sem innheimti skattana. Þeir voru seldir á leigu svonefndum skattstjórum, sem guldu ríkinu ákveðna upphæð á ári og innheimtu síðan skattana hjá bændum og borgurum á ótal vegu og með aðstoð vopnaðra liðs- manna. Það er áætlað, að um 1750 hafi 40 þúsund vopnaðir skattheimtumenn verið í þjónustu skattstjór- anna, og til þess þeir gætu greitt þessu liði, borgað ríkinu sitt, og auk þess grætt sjálfir offjár, varð að þrautsjúga fólkið með öllu hugsanlegu móti. Það var húsaskattur, jarðarskattur, mylluskattur, vegaskattur, saltskattur, hundaskattur, hestaskattur, plógaskattur, býflugnaskattur, ölskattur og vinskattur. Tíund var goldin af korni, vínuppskeru, ávöxtum og heyi, svo var ennfremur prestsskattur, óðalsbóndaskattur og vatnsskattur, fyrir að láta fénaðinn drekka af ám og lækjum landsins! Og svo varð að greiða geysiháan toll af öllum innfluttum vörum. Fólkið stundi undir þessum stöðugu drápsklyfjum, það hataði yfirvöldin innilega og einkum umboðsmenn þeirra: skattstjórana og skósveina þeirra, og því fagnaði fólkið af öllu hjarta hverjum þeim, er vogáði að bjóða blóðsugunum byrg- inn. Lúðvík Mandrin var merkastur þessara uppreisnar- manna. Mandrín hafði erft hús eftir föður sinn í nánd við St. Geoirs, Frakklands megin við landamærin. Þar var krambúð, vín- og veitingasala, hestamarkaðir voru haldnir þar og bændur úr nágrenninu komu þarna saman og ræddu um hina slæmu tíma og þungu skatta. Þar eð þetta var svo skammt frá landamærunum, voru smyglararnir athafnasamir. Þeir komu á nóttunni frá Ítalíu með þungar byrðar af tóbaki, salti, silki- og bómullarfatnaði, og frá afskekktum hellum og gjótum, og hlöðum og hanabjálkaloftum afskekktra bæja var smyglaravarningurinn seldur bændunum. Oft urðu skærur, skot og óp rufu næturkyrrðina, en tollararnir urðu ætíð að láta í minni pokann, því allt fólkið var á bandi smyglaranna. Það var eiginlega fyrir tilviljun, að Lúðvík Mandrín gerðist smyglari. Ríkisstjórnin hafði falað af honum hundrað múldýr, með því að ófriðlega leit út, en þegar hann kom með þau, var stríðshættan liðin hjá, og múl- dýrin drápust í gripahúsum ríkisins. Mandrín fékk eng- ar skaðabætur. Hann varð gjaldþrota. Hann sór að hefna sín og fór yfir landamærin til Sardiníu og gerð- ist smyglari. Og hann varð smyglari, sem skattstjór- arnir og tollheimtumennirnir áttu eftir að frétta betur frá. Mandrín lét sér ekki nægja að smygla inn fáeinum vörusekkjum öðru hvoru, hann var stórtækari en svo. Hann vildi starfa í stórum stíl, og hann fékk sér því um fimmtíu, seinna nær þrjú hundruð manna lið. Hann þjálfaði þá og lét þeim í té einkennisbúninga, setti upp gullbryddan hatt og kallaði sig Mandrín kaptein, útvegaði sér hesta og sex litlar fallbyssur. Með þessu liði hélt hann um hábjartan dag inn í Frakkland með hesta, múldýr og vagna, allt hlaðið smyglvörum, einkum tóbaki, salti og fatnaði. Hann fór þorp úr þorpi og seldi vörur sínar, sem ekki kostuðu nema helming þess, sem skattstjórarnir kröfðust fyrir sínar. Bændurnir urðu himinlifandi og skattstjórarnir óðir. Þeir sendu vopnað lið á móti honum, en bæði var, að erfitt var að henda reiður á, hvar hann var niðurkominn hverju sinni, og auk þess lét hann hart mæta hörðu og drap hvern skattheimtumann og tollara, sem á vegi hans varð. Að lokum þorðu þeir ekki að leggja til atlögu við hann, en kusu heldur að halda lífi. Skattstjórarnir kærðu fyrir stjórninni, og hún lýsti nú yfir banni við því að nokkur keypti vörur af öðrum en skattstjór- unum. Hver sá, er það gerði, skyldi settur á galeið- urnar. Mandrín lét þó ekki hræða sig. Af eftirfarandi frásögn má sjá, hvernig hann hagaði viðskiptum sínum: Þann 5. janúar 1754 hélt Mandrín með sinn fámenna her inn í Frakkland. Þann 7. janúar mætti hann hjá Romans um tvö hundruð tollurum, réðist á þá, felldi marga og rak hina á flótta. Því næst hélt hann til bæjarins Cranzac, þar sem skattstjóri einn átti heima, umkringdi hús hans, lagði vörurnar á jörðina úti fyrir því, kallaði á skattstjórann, hálfdauðan af hræðslu, og sagði: „Yðar velborinheit gerir svo vel að kaupa þessai vörur. Það verða 70.000 frankar". Menn Mandríns hand- 31B V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.