Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Side 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Side 2
Stækkun kaupsklpaflotans er þjóðarnanðsjn Þegar maður lítur á framþróun íslenzkra at- vinnuvega og kynnir sér hvernig aðalatvinnu- fyrirtækin til lands og sjávar eru rekin, þá kemst maður að þeirri hörmulegu staðreynd, að allt virðist rekið með tapi, eða svo er að heyra á þeim mönnum, sem yfir atvinnufyrirtækjun- um ráða. Allir biðja ríkið um hjálp, í einhverri mynd, til að geta haldið fyrirtæki sínu gang- andi. Landbúnaðurinn, sem einu sinni var aðal- uppistaðan í lífi þjóðarinnar, er nú rekinn þannig, að tugir milljóna króna, sem eru styrk- ur til hans, hrökkva ekki til að halda honum gangandi, enda hefur landbúnaðurinn fengið mörg stór og ófyrirsjáanleg skakkaföll á undan- förnum árum, vegna sauðfjárpestar og annarr- ar óáranar. Útkoman hefur því orðið sú, að margir bændur hafa hrökklast burt af jörðum sínum og jarðirnar lagzt í eyði, fólkið flutzt í bæi og borgir við sjávarsíðuna, og lifir nú þar, sumir hverjir við ekki allt of góð lífsskilyrði, og eru ekki lengur sjálfs sín herrar. Stöðugt eru styrkir til sveitanna hækkaðir frá því opinbera, í formi meiri og meiri vélakaupa, til notkunar við ræktun landsins, og alls konar öðrum íviln- unum, svo sem uppbótargreiðslu á afurðir bænda, sem aðrir landsmenn verða þó að kaupa með okurverði. Sjávarútvegurinn var fram að síðustu heims- styrjöld og á meðan hún stóð yfir, sá at- vinnurekstur, sem gaf þjóðinni góðan pening og lofaði góðu um framtíðina. Það var því ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að ráðamenn þjóðar- innar beittu sér fyrir því, að stórum hluta af hinum svokallaða stríðsgróða yrði varið til þess að auka og endurnýja fiskiflotann. Þetta var líka gert, og skapaðist þá orðið „nýsköpunin“, enda þótt brátt mætti sjá að þetta framtak var í reyndinni ekki svo mikil nýsköpun, sem sum- ir vildu vera láta. Fjöldi af nýjum mótorbátum voru smíðaðir, bæði heima og erlendis. Þessir bátar urðu í innkaupi rándýr atvinnutæki, og ekkert nýtt við þá annað en það, að þeir voru dálítið stærri en þeir mótorbátar, sem þjóðin átti fyrir. Þegar svo var farið að gera þá út til fiskjar, sýndi það sig brátt, að tap varð á rekstrinum. Til þess að þeir gætu borið sig fjár- hagslega, þurfti að fiskast mjög mikið, en vegna þess að fiskgnægð virtist fara þverrandi og síld- in brást alveg fyrir Norðurlandi, fór þetta brátt svo, að útgerðarmenn ýmist fóru á höf- uðið eða söfnuðu gífurlegum skuldum,, svo að taka varð það til ráðs, að fara að styrkja báta- útveginn með ýmsum aðgerðum frá því opin- bera. Sú þróun heldur enn áfram, sem kunnugt er, og munu margir hugsa með ugg til þess, hvaða ráð verði hægt að taka næst, svo að unnt verði að halda þessari útgerð gangandi. Þá voru á sama tímabili keyptir til landsins 40 nýir togarar. Þetta voru glæsileg skip, en eins og mótorbátarnir urðu margir af þessum nýju tog- urum gífurlega dýrir í innkaupum. Um nýsköp- un eða neitt verulega nýtt var ekki að ræða um útbúnað skipanna, að öðru leyti en því, að þeir voru töluvert stærri en þeir gömlu og að- búnaður skipshafnar var betri. Annars voru þeir aðallega smíðaðir til að fiska í salt og ís, en urðu eins og þeir gömlu að henda mestöllum úrgangi úr fiskinum, sem er þó mikið verðmæti. Þrátt fyrir gífurlegt aflamagn og mjög háar sölur á aflanum, virðist nú svo komið, að þessi glæsilegu skip séu rekin með tapi. Þá er það hinn ungi íslenzki iðnaður, sem virtist vera í vexti. Hann á nú í vök að verjast, vegna þess að leyfður hefur verið lítt takmark- aður innflutningur á erlendum iðnaðarvörum, og tæplega er hægt að búast við því, að íslenzki iðnaðurinn fái staðist þá samkeppni. Þegar á allt þetta er litið, hvað er þá eftir, sem vænta mætti að gæti orðið fjárhagslegur styrkur til framdráttar þjóðarbúskapnum? Jú, eitt er eftir, ef það hefði verið athugað nógu snemma, það eru siglingar með hentugum lest- arskipum. Við íslendingar höfum gert oflítið að því að eignast siglingaflota. Að vísu hafa Eimskipafélag íslands og Samband ísl. sam- vinnufélaga nú eignazt nokkur góð flutninga- skip, og er vonandi að þessi félög eigi eftir að sjá ríkulegan ávöxt af þeirri starfsemi sinni. En skip þessara félaga eru ekki fleiri en það, að þau fullnægja ekki að fullu flutningum að 12B VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.