Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Blaðsíða 6
þótt sérstök ástæða til þess að rannsaka hana
og hefir komið í ljós, að hún er álíka þykk og
þeytirjómi og í henni 3% fita og 12% eggja-
hvítuefni. Á nefndu tímabili er sannað að hval-
kálfurinn lengist um 4,5 sentimetra á dag.
Tvævetur er hvalurinn orðinn 79 þúsund kg.
þungur, og nú fer vaxtarhraðinn minnkandi
ofan í 1,5 cm á dag.
Fyrir fáum árum var 27 metra langur blá-
hvalur tekinn sérstaklega til rannsóknar, og
skulu hér birtar nokkrar tölur frá þeirri skoð-
un, sem tala sínu máli. Tungan vóg 3100 kg.,
álíka og meðalstór fíll. Hjartað vóg 600 kg.,
nýrun 650 kg., og lifrin 900 kg.
Blóð það, sem blæðir úr stórhveli, er samtals
10 þúsund lítrar, og lungun rúma 14 þúsund
lítra af lofti. Hringrás blóðsins í manni, en
blóðið er 5—6 lítrar, tekur eina mínútu, en í
stórhveli 10 mínútur.
Stórhveli geta kafað mjög djúpt, t. d. 350
metra. Árið 1932 fannst búrhveli á 900 metra
dýpi, en þar hafði það flækzt í símastreng. —
Tannhvalir geta verið allt að klukkutíma í kafi,
þegar þeir elta fiska og kolkrabba sér til matar,
en skíðishvalir naumast lengur niðri en fjórð-
ung stundar.
Hvalveiðimenn hafa lagt sérstaka stund á
að rannsaka, hversu hratt stórhvelin fara í sjón-
um, og hafa komizt að líkri niðurstöðu og enski
leiðangurinn 1946—47, en hann þóttist hafa
fullreynt, að bláhvalur getur farið 37 km. á
klukkustund, en einungis haldið þeim hraða
fjórðung eða þriðjung stundar, en minnki hann
hraðann ofan í 26 eða 27 km., geti hann hvíldar-
laust haldið þeim hraða áfram allt að tveim
klukkustundum (37 km = 520 hestöfl).
Þá hafa menn reynt að kynna sér sem bezt
allar hreyfingar hvalsins í sjónum, til þess að
taka hann sem fyrirmynd hins fullkomnasta
kafbáts. Sérstaklega eru það höfrungarnir, sem
teknir eru til fyrirmyndar, en þeir fara 46 km
á klukkustund.
Mönnum er þessi hraði þeirra enn ráðgáta.
Rannsóknin, sem gerð hefir verið á höfrung-
um, er sérstaklega eftirtektarverður kafli í
heildarrannsókn á hvölum. Fyrir nokkru birtu
vísindamennirnir amerísku, W. E. Schewill og
B. Lawrence, tilraunir eða rannsóknir, sem
þeir höfðu gert á höfrungategundinni, „Delp-
hinapterus Lencas", sem almennt nefnist „kan-
arífugl hafsins". Þessi höfrungategund fer, eins
og höfrungar yfirleitt, í stórhópum meðfram
ströndum Ameríku og alla leið upp í mynni
stórfljótanna, t. d. upp í Saguenay-fljótið ná-
lægt Quebec, og í því fljóti framkvæmdu vís-
indamennirnir rannsóknir sínar. Á tilteknum
stað í fljótinu sökktu þeir niður hljóðnema,
sem nefndist „hydrofon“, á 20—30 metra dýpi,
og settust svo við að hlusta. Jafnframt höfðu
þeir með sér sjónauka, til þess að geta séð höfr-
ungana um leið og þeir runnu upp fljótið. —
Meðan höfrungarnir voru ókomnir, heyrðist
aðeins niður í straumþunga vatnsins og sporða-
köst í smáfiskum hjá leiðslunni, en strax og
vart varð við „kanarífugla hafsins“ kom annað
hljóð í strokkinn. Þannig lýsa þeir hljóðinu:
Hljóðin, sem við nú heyrðum, voru eins og
tíst eða blístur, sem breyttist í lifandi eða klak-
andi hljóð og þau aftur í mjálm eða klukku-
tóna og stundum engu líkara en að strokhljóm-
svéit væi'i að stemma hljóðfæri sín. Einstaka
sinnum voru hljóðin eins og köll úr fjarska eða
kliður í krakkahóp langt í burtu“.
Með hæfilegum millibilum skráði hljóðnem-
inn röð af dillandi tónum, svo réttnefni er á
þessum höfrung, að kalla hann „kanarífugl
hafsins“. Hvort stórhvelin mynda hljóð, er enn
ekki vitað, en hitt er nú upplýst, að þau heyra,
einnig búrhvelið. Þó að lokað sé fyrir eyrna-
göng þessa hvals, berst hljóðið um eða í gegn-
um höfuðið allt að eyranu.
Þótt hvalveiðar hafi verið reknar a. m. k.
rúm þúsund ár, eins og að framan var sagt, er
þó ýmislegt varðandi hvalina, sem mönnum er
enn ókunnugt um. Ekki er með neinni vissu
hægt að segja um aldur þeirra. Ætlað er, að
bláhvalur verði 20—30 ára. Fyrrum var haldið,
að hann yrði 900 ára og miðaðist sú ágizkun
við stærðarhlutföllin, þ. e. því stærri hvalur,
þeim mun lengri æfi.
Um göngur þeirra er ekki nákvæmlega vitað,
en álitið er, að skíðishvalirnir haldi til í Suður-
höfum sökum fosfatmagnsins, sem þar er, en
fosfat eru þau sölt, sem talin eru nauðsynleg
lífsskilyrði fyrir átuna, en hana éta skíðishval-
irnir í tonnatali, og er hún aðalfæða þeirra. —
Tannhvalirnir fara víða um höfin, og eru há-
hyrningar vissulega óhugnanleg rándýr. í 5
metra löngum háhyrning, sem krufinn var,
fundust 13 marsvín og 14 selir, en 15. selurinn
sat í kokinu og hafði þannig kæft morðingj-
ann. Oft ráðast háhyrningar í hópum á skíðis-
hvali og slíta úr þeim tunguna og drepa þá
með þessum grimmilega hætti. Höfrungar elta
oft afkvæmi sín og éta.
Skapgerð hvalanna er mismunandi. Venju-
lega eru þeir friðsamir, ef látnir eru óáreittir,
en komið hefur það fyrir, að særðir hvalir hafa
rennt niður báta eða skip.
Hjá hvölunum er móðurkærleikurinn á mjög
háu stigi. Þetta vita hvalveiðimenn og nota
sér af. Hvalkýrin yfirgefur aldrei kálfinn sinn.
132
VÍKINGUR