Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Qupperneq 8
Endurminningar Þorsteins Þorsteinssonar, skipstjóra í Þórshamri Fjórða grein — Ritað 1941 Þetta voru aðeins fá dæmi af mörgum. Ann- ars verð ég að segja það, úr því ég fór nokkuð út í þessa sálma, að mér þótti reglulega gaman oft og tíðum á togaraveiðum, þegar vel hafði fiskast, sérstaklega að enduðum túr. Miklar áhyggjur fylgdu þó oft veiðiskapnum í viðbót við það, sem áður er sagt, en út í það skal ekki frekar farið hér. Þegar togaraútgerð byrjaði hér fyrir alvöru árið 1907, mátti segja, að það hafi verið hið merkasta tímabil í íslenzku þjóðlífi. Vegna þessa afkastamesta sjávarútvegs, sem þá hafði þekkzt, umskapaðist margt hér á landi, urðu svo miklar framfarir, og framkvæmdir allar á þá lund, að einsdæmi mun það vera í sög- unni, þegar miðað er við fólksfjölda í landinu. Til að byrja með voru ýmist keyptir nýlegir togarar eða smíðaðir, en þegar frá leið, voru flestir þeirra byggðir fyrir íslendinga. Þá var eðlilegur gangurinn í þessu, menn græddu á útgerðinni og juku svo skipastólinn með nýjum togurum, þannig, að íslenzki togaraflotinn stóð um skeið sízt að baki flota útlendinganna, er hér fiskaði. Enda þótt okkar togarar séu flestir orðnir nokkuð gamlir og ekki hafi verið hægt að endurnýja þá af ástæðum, sem áður hafa verið raktar hér, eru þó flest skipin að sögn í mjög góðu standi fyrir sérstaka yfirvegun og gott eftirlit árlega, og er gott til þess að vita, að eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra er sagt hafa batnað mikið á síðari ár- um, enda ber og á það að líta, að skipin eru ekki nærri eins mikið og illa notuð nú eins og áður, þegar þau voru aldrei stoppuð nema kannske einn mánuð um mitt sumarið, en ann- ars keyrð með fullum krafti 11 mánuði ársins, ýmist við fiskveiðar til söltunar eða íss. Það var líka reglulega gaman að eiga við hlutina, þegar ekki þurfti að draga netið nema svona 1—15 mínútur og fá svo kannske 10—15 poka í drættinum, — þá eru allir jafnkátir, og ánægður var maður, þótt maður fengi ekki nema 4—5 poka í drætti. Allir um borð voru jafnspenntxr fyrir því, að það hækkaði sem 134 fyrst í lestinni, og gaman þótti að enduðum túr að koma með skipið fullt upp í lúkur af dýrmætri vöru. Menn áttu þá líka von á mik- illi eftirtekju, þegar svoleiðis gekk. Saltfisksvertíð togaranna var frá byrjun þess veiðiskapar allt til ársins 1925 talin hafa verið ca. 4—4l/2 mánuðir, en þó var sum árin fiskað í salt miklu lengur og það jafnvel fram á haust og vetur á hinum fiskisælu Halamiðum í þá daga. Eftir þetta fór saltfisksvertíð á togurum að styttast, og bar margt til þess, þorskur fór minnkandi á beztu fiskimiðunum, og sölutregða saltfiskjar jókst hröðum fetum. Á þeim árum, sem saltfisksvertíð togaranna er talin 4—41/, mán. var meðalafli á togara talinn ca. 3000—3500 skippund þurr fiskur. íslendingar, þjóðin öll, stendur í mikilli þakk- arskuld við sjómenn alla og útvegsmenn. Út- gerðarmenn hafa lagt fram og hætt fé sínu og lánstrausti, sjómenn hafa hætt lífi sínu og limum, engu síður á hinum hætulegustu tím- um, eins og núverandi ástand á siglingaleið- unum ber ljósast vitni um. Landsmenn vita allir, þó einkum þeir, sem nú eru orðnir mið- aldra eða meira, að aldrei, síðan landið byggð- ist, hafa orðið neitt líkar framfarir hér hjá okkur eins og á þrem síðustu áratugunum. Framtak einstaklingsins hefur auk þess, sem áður var minnzt, unnið óvenju afrek, enda bæði til lands og sjávar, ræktun landsins aukizt stórkostlega, sveitabýlin voru byggð upp, ný- býli reist, hinn myndarlegi kaupskipafloti alveg stofnsettur og byggður upp, hin mörgu smærri vélknúðu veiðiskip, hinn nýi iðnaður og verzl- un, — öllu þessu fæddist nýtt líf með togara- öldinni, og allt ber vitni um ríka athafnalöng- un og mikið framtak, einkanlega meðan at- hafnafrelsið naut sín til fulls, og þola fram- farir á þessu tímabili hér á landi samanburð um víða veröld, þegar tekið er tillit til fólks-' fjöldans m. m. Það er gaman að hafa lifað sem fulltíða maður þetta framfaratímabil og bera það sam- an við óteljandi mörg liðin tímabil, sem lítið VÍKINBUR 1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.