Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Blaðsíða 11
Selveiðar við Jan IVIayen Eftir Ole Friele Backer Selveiðar í Ishafinu eru ofdirfsku-svaðil- farir, jafnvel nú á tímum. Stór skip og sterkar vélar hafa dregið úr hættunni, en næstum því á hverju ári farast selveiðaskip þar norður frá, þau „skrúfast niður“ af heljarátökum haf- íssins.* Þegar ég var ungur þreyttist ég aldrei á að lesa þær bækur, sem ég gat náð í um líf og hætt- ur selveiðimannanna. Ég varð næstum því hug- sjúkur af þrá — þrá eftir að fara um þessar norðlægu slóðir sem einn hinna hraustu sela- veiðimanna. Árin liðu, og í vor sem leið (1947) fékk ég þrá minni svalað. Ég fékk skiprúm á vélskipinu „Polhavet", sem ásamt 30 öðrum skipum fóru frá Noregi til veiða í hinum svokallaða „Vestur- ís“. — „Vesturísinn“ nefnum við Norðmenn hin auð- ugu selveiðimið í Norðuríshafinu norður af Jan Mayen-ey milli íslands og Svalbarða (sjá kort). Þar skríður fullorðni selurinn (blöðrusels og vöðusels urturnar) upp á ísinn til að kæpa. Ungselurinn er drepinn í þúsundatali á þessum slóðum á hverju vori vegna loðskinnanna og spiksins. Átján þeirra skipa, er fóru til veiðanna þetta vor, fóru frá Álasundi, hin 13 frá Tromsö. 1 byrjun marz var litli bærinn Álasund önn- um kafinn að undirbúa selveiðileiðangurinn. Snjórinn lá enn yfir öllu og gekk á með hryðj- um; marz er oft snjóþyngsti mánuður ársins. En sólin hækkaði á lofti og geislar hennar færðu líf og yl og juku framkvæmdarþrá mann- anna. Ys og þys og athafnasemi var í öllum hlutum hafnarinnar. Síldarvertíðin var að enda, og nú beindist áhugi manna að selveiðunum. Skip og veiðitæki voru útbúin fyrir sóknina á hin fjarlægu veiðimið í íshafinu. *Er skammt að minnast þess, að í aprílmánuði 1952 fór- ust fimm norsk selveiðiskip í vesturisniim i miklu norðan- veðri. Hröktust einhverjir þeirra, er af komust, hingað til lands. Voru gerðir út leitar- og björgunarleiðangrar héðan af landi til að leita hinna týndu skipa. — ÞýÖ. Undir venjulegum kringumstæðum tekur ferðin fram og aftur um sex vikur, en allur forði verður að miðast við helmingi lengri tíma, vegna hinna óvissu skipta við hinn svipula hafís. Hinn mikli dagur rann upp; við létum úr höfn. Undir eins og komið var á rúmsævi, var stefnan tekin á eyðieyna Jan Mayen, og skip- stjórinn lét setja upp segl, meira til að draga úr veltu skipsins en til að spara eldsneytið. — „Polhavet“ var byggt fyrir þessa íshafsleið- angra, með ávala kinnunga, til þess að ísinn lyfti skipinu,, ef hann kreppti að, en kremdi Selveiöiskip. VIKINGUR 137

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.