Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Síða 13
unum milli jakanna. Nýleg slóð eftir ísbjörn
lá í krákustígum um einn stærri jakanna. Þeir
urðu stærri og stærri, eftir því sem við kom-
umst lengra inn í flákann. Ofan úr „hrafns-
hreiðrinu" bárust fyrirskipanir og bendingar
skipstjórans, sem reyndi að koma skipinu fram
hjá stærstu hafísjökunum og dreifðum borgar-
ísjökum. Hann var sífellt að atuga ísflákann í
sjónauka sínum, og skyggnast eftir veiðibráð.
Um nóttina létum við reka með ísnum og
hreyfðumst aðeins eins og hann. Við nutum þá
hins fyrsta heita matar í marga daga. Eftir að
við höfðum þurrkað rúmfötin okkar, er dignað
höfðu á leiðinni, bjuggum við okkur undir langa
og rólega nótt.
Leitin stóð í nokkra daga í viðbót eða til 23.
marz síðdegis; þá fórum við að sjá margar sela-
vöður, og um sólsetrið sáust hundruð sela uppi
á ísnum. Kæpitíminn var að hefjast á þessum
slóðum.
Vartdal skipstjóri ákvað að stöðva skipið um
nóttina, til þess að kvekkja ekki dýrin.
Það hafði farið að hvessa síðari hluta dagsins
og undir kvöldið var kominn snarpur vindur.
Milljónir örsmárra ískristalla þyrluðust upp,
bárust með vindinum og sköpuðu skrautlegt
sólarlag þetta kvöld. En vindurinn kom af stað
þungum undirsjó, svo að allmikil ókyrrð komst
á hafísinn. Þetta var nú ekki sem heppilegast,
því að það gerði starf okkar erfitt og hættu-
legt.
Skammt frá skipinu heyrðum við gólið í kóp-
unum, að kalla á mæðurnar. Það minnti á vol í
barni eða máfavæl. Fyrst hélt ég, að það væri
einhver úti á ísnum að kalla á hjálp.
Allt var nú búið undir morgundaginn. Sela-
banarnir brýndu hnífa sína og athuguðu byss-
urnar. Við vorum allir í æstu skapi af tilhlökk-
un og eftirvæntingu.
Á morgun!
Þessi fyrsti hópur var vöðuselur — lang al-
gengasta og verðmesta selakyn íshafssvæðis-
ins. Þrjár aðalkæpistöðvar þessarar tegundar
(Phoca groenlandica) eru þekktar: Ein þeirra
er á rekísnum norðan við Nýfundnaland og
norðaustan við Labrador, önnur milli íslands og
Svalbarða — „Vesturísinn“ — þar eru einnig
kæpistöðvar blöðruselsins, og þriðju stöðvarn-
ar eru við mynni Hvítahafsins, undan norður-
strönd Evrópu.
Selveiðar vegna grávörunnar hafa tíðkazt
við Nýfundnaland frá því um 1800. Meðan
þessar veiðar stóðu sem hæst, var ársveiðin
kringum hálf milljón kópar. Þessi mikla slátr-
un var aðalorsök þess, hve selveiðunum hrak-
aði ört. Meðalársveiðin við Nýfundnaland síð-
asta áratuginn var 170.000 kópar. í fyrra var
veiðin á þessum slóðum 96.782 kópar, veiddir
á 13 skip.
Selveiði Norðmanna í marz og apríl í fyrra í
„Vesturísnum“, var 60.000 kópar á 31 veiði-
skip. Eitthvað af þessu var fullorðinn selur.
Flest þessi skip fóru aftur norður í maí, til þess
að veiða fullorðinn sel við austurströnd Græn-
lands.
Norsk selveiðiskip veiddu einnig í Hvítahaf-
inu í mörg ár; 1925 veiddu skip okkar þar t. d.
340.000 seli. En síðustu 25 árin hafa Rússar
hins vegar aukið mjög veiðar sínar á þessum
slóðum,. og á síðasta ári neituðu þeir norskum
skipum um skjallegt loforð um siglingaröryggi
og báru við tundurduflahættu.
Löngu fyrir dag, þennan fyrsta veiðidag okk-
ar, voru allir komnir á fætur og ákafir að kom-
ast af stað. Seladrápsmennirnir klifu yfir borð-
stokkinn út á ísinn og hlupu í spretti eftir skelk-
uðum selnum. Þeir stukku af einum jaka á
annan og voru í stöðugri hættu að detta á flug-
hálum ísnum og lenda í vök. Þeir stukku yfir
breiðar, uggvænlegar rennurnar og lentu stund-
um ofan í, af ákafanum. Þegar það kom fyrir,
voru félagar þeirra skjótir til hjálpar og drógu
þá upp úr. Þetta kom alloft fyrir þennan dag,
Vöðuselskópur.
VÍKINGUR
139