Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Síða 14
og þurfti þá snör handtök við björgunina, því
að sjórinn er jökulkaldur á þessum slóðum. En
í hinu hreina, kalda lofti þarna norður frá fékk
enginn kvef, þótt kalt yrði á kjúkum.
Seladrápsmennirnir höfðu snör handtök við
að stúta kópunum sem kvalaminnst og drógu
skrokkana að skipinu, voru þeir innbyrtir í
skyndi og fláðir. Það virtist synd að drepa
þessa fallegu, gulhvítu vesalinga, í mjúka snoð-
feldinum, sem störðu á okkur barnalegum sak-
leysisaugum. Það gerði ekki þetta verk léttara,
þegar mæðurnar (kæpurnar) sáust í vökunum
vera að skygnast eftir afkvæmum sínum.
Vöðuselskóparnir verða að nást nokkurra
daga gamlir, meðan feldurinn er mjúkur og
hvítur og „snoðið" óskert, því að sá eiginleiki
ræður mestu um verðmæti skinnanna og nefn-
ist „hvítfeldur". Við fæðingu eru kóparnir að-
eins 7—9 punda þungir, en hálfsmánaðargamlir
eru þeir búnir að safna 2 þuml. þykku spiklagi
og vega þá 40—50 pund. Spikið er næringar-
forði, sem kópnum er nauðsynlegur vegna þess
að kæpurnar fara þá oft í sjóinn langförum í
ætisleit, en koma þó við og við til að gefa þeim
að sjúga. Það er ekki fyrr en kópurinn er mán-
aðargamall, sem hann getur farið að sjá fyrir
sér að mestu leyti sjálfur. Milli hálfsmánaðar
og þriggja vikna gamall fer kópurinn úr hár-
um og fær háralag fullorðinsáranna. Þá fyrst
fer hann „á flot“ að leita sér sjálfur ætis.
Selakjöt er dökkleitt og þurrt. Það er all-
gott á bragðið, en ekki finnst mér það lostæti.
Selveiðarar nota það talsvert, til að drýgja kjöt-
forðann. Lifrin er mjög ljúffeng, að mínu áliti
enn betri en kálfslifur, og mjög bætiefnarík.
Skipshöfnin fláði kópana undir eins og búið
var að koma þeim á þilfar, meðan skrokkarnir
voru volgir, og sparaði sér með því loppa og
kal, sem erfitt er að verjast í íshafskuldan-
um.
Fláningarmennirnir þurfa fleira að varast.
Lítil rispa getur leitt af sér kvilla, sem nefnist
„feitur fingur“, nokkurs konar drep, sem gerir
fingurinn svartan og beinharðan. Áður fyrr
var þessi kvilli næstum ólæknandi, en töfrar
penicillin-lyfsins veita fullan bata.
Kópaskinnin eru verðmætust, en við skutum
líka nokkuð af fullorðnum sel. Því þótt feldur
þeirra sé ekki eins verðmætur, þá má með sér-
stökum aðferðum gera hann mjúkan og gljá-
andi, sem er hentugt í hanzka, handtöskur og
ýmsar aðrar smávörur.
Undiraldan fór nú mjög í vöxt og tók að
brjóta ísinn sundur. Margir kópanna runnu út
af jökunum og drukknuðu í sjónum, því að þeir
eru ósyndir fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Slys
af þessu tagi geta verið miklu afdrifaríkari í
að fækka selnum heldur en seladráp mannanna.
Til allrar hamingju voru fæstar af kæpunum
búnar að kæpa, og þær steypu sér einfaldlega
í sjóinn og hurfu. Við fundum þessa selahjörð
aldrei aftur. Líklega hefur hún synt langa leið,
þangað sem ísinn var þéttari og við gátum ekki
komizt.
En þennan eina dag fengum við 500 seli.
Um nóttina skullu stórir hafísjakar hvað
eftir annað á skipinu og vöktu okkur úr fasta-
svefni. Klukkan 3 um nóttina kom mjög hart
högg á byrðinginn, og hristi mig svo harkalega,
að eg glaðvaknaði. Skömmu síðar var kallað
niður til okkar: „Verið viðbúnir að yfirgefa
skipið“. Stýrið hafði brotnað og þrátt fyrir
byrðingsstyrkleik „Polhavet“s, hafði komið leki
að því. Þetta var ekki skemmtilegt útlit, en
menn tóku því með stillingu. Björgunarbátarn-
ir voru hafðir til taks. Skipshöfninni tókst að
hefta lekann með segldúksstykki og með dæl-
unum tókst að halda skipinu á floti. Nokkrum
mannanna tókst, með því að vinna nótt með
degi, að rétta stýrið. Verkið var hættulegt og
útheimti bæði leikni og hugrekki. Mennirnir
héngu í köðlum undir skut skipsins eins og trúð-
ar í fjölleikahúsi og unnu þetta starf, sem svo
mikið var komið undir.
Á meðan þetta gerðist, notuðum við ungling-
arnir, sem ekki var þörf fyrir við þessi störf,
tækifærið til að steikja egg og ljúka við góð-
gætið, sem mæður okkar höfðu nestað okkur
með í ferðalagið.
Um kvöldið var næstum búið að gera við lek-
ann. Skipið lét illa að stjórn; það var hægt að
halda beina stefnu og jafnvel að beygja dálítið
á stjórnborða, en til bakborða var næstum óger-
legt að stýra.
Ef stýrið hefði farið alveg, hefði reynzt
ógerningur að stýra skipinu. Þá hefðum við
neyðst til að biðja annað selveiðiskip að taka
okkur um borð og skilja hinn ágæta og þaul-
reynda farkost okkar eftir á þessum eyðilegu
slóðum.
„Nokkur þúsund blöðruselir hafa fundizt á
73 gr. norðl. br. og 9. gr. vestl. lengdar".
Þessi æsandi fregn, sem barst okkur í gegn-
um talstöðina, hleypti nýjum hug í alla. Dag-
inn eftir héldum við í átt til hinna kunngerðu
stöðva, er voru vestan við fyrri veiðistöðvar
okkar. Við hittum fljótt skip, er voru á sömu
leið.
Um hádegisbilið hófum við veiðar á hinum
nýju stöðvum, þótt stýrið væri mjög til trafala.
FRAMHALD á bls. 11/3.
14D
V í K I N G U R