Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Síða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Síða 17
Selveiðar við Jan IVIayen FRAMHALD af bls. 11,0. Við rákumst á hvern stórjakann af öðrum, þrátt fyrir fimlega stjórn skipstjórans. Blöðruselurinn er miklu stórvaxnari en frændi hans vöðuselurinn; sumir þeirra verða yfir 400 kg. þungir. Hann er sterkur og hug- aður og feldur hans oft með stórum örum, að líkindum eftir viðuregnir við ísbirni eða bar- daga við aðra seli. Kópar blöðruselsins eru stærri en „hvítfeld- irnir“ og stundum allt að 50 kg. þungir. Þeir darga nafn af háralit sínum, eins og kópar vöðuselsins og kallast „blábakar". Þessi loð- skinn eru í miklu uppáhaldi sem bryddingar á l'Venkápur. Með því háa verðlagi, sem nú er á feitinni (selspikinu) er sá hluti aflans engu verðminni en sjálft skinnið. Sameiginlegt verð- mæíi þessara afurða er um 100 norskar kr. Við veiddum um 400 „blábaka“. Það voru að minnsta kosti 5.000 á ísnum í nágrenni við okkur. Öll veiðiskipin á þessum slóðum höfðu Kveðið á sjómannadaginn 1953 Af vanefnum er vísnagerð en *Valdi kveður braginn. Eg eitthvað setja savian verð á sjómanna tyllidaginn. Sjómenn þorskinn sækja á mið úr sævar nægtabúrum svo að ekki sveltum við, sem í landi kúrum. Þótt vetrarnóttin væri diriim var oft lítið blundað. Lýsu-hestar hafa fimm héðan róðra stundað. Hérna nærri Norðurpól nöpur oft er lcylja, í skammdeginu sjaldan sól seggjum til að ylja. Hefur völdin liríð og snjór, um Hælavik og Kögur, er þar jafnan úfinn sjór við ófrýn klettagjögur. Þótt varla sé á verði stætt og viggið dýfur taki, *Sigvaldi Indriðason. flykkzt á þennan eina stað. Undir rökkur töld- um við 30 möstur. „Þetta sagði ég ykkur“, sagði Vartdal skip- stjóri, þegar hann heyrði fregnina. „Fyrsta daginn í ísnum veiddu þeir ísbjörn. Það er alltaf illsviti“. „Hanseat“ losnaði ekki úr ísnum fyrr en sex vikum síðar — og aflinn var samtals 40 selir. Daginn eftir náðum við nokkrum selum í við- bót. Sjóinn hafði nú lægt, svo að við gátum at- hugað skemmdirnar á skipinu nákvæmlega. — Það var bersýnilegt, að við vorum að því komn- ir, að missa stýrið. Til þess að bjarga skipinu, ákvað skipstjórinn að halda heim tafarlaust. Samanlögð veiði okkar var um eitt þúsund selir, að verðmæti um áttatíu þúsund norsk- ar krónur. — Hver skipverja, sem ráðnir voru upp á hlut, mundi fá um 1400 norskar krónur. Eftir að lokið væri greiðslu útgerðar- kostnaðar og kostnaði af væntanlegri viðgerð, mundi verða eftir dálítill ágóði handa skipinu. Við vorum tvo daga að þvælast út úr ísnum, en síðan var 700 mílna auður sjór til heima- hafnar og ferðaloka. (Ó. Sv. íslenzkaði eftir „National Geographic MagazineJ. þegar aðrir sofa sætt sjómenn trúi eg vaki. Lítið henta lyddum störf við línu og net á miðuvi. Hraustra munda þá er þörf, er þýtur Kári í viðum. Erfitt reynist, að eg hygg, við Ægi reiðan berjast, en séu förin traust og trygg tjóni er hægra að verjast. Stýri sé traust á stórri gnoð, styrkur i súð og bandi, þá skal einnig vél og voð vera í fullu standi. í dag er ekkert svalk á sæ, en sjómenn á gleðimótum, á landi hér í borg og bæ vieð björtum prúðum snótum. Jafnan lítur mey til manns, mun slikt lítið breytast. Látum óspart duna dans, dætur Evu ei þreytast. Vornóttin er björt og blið bætir hvers manns huga, bezt er fyrir land og lýð í leik og starfi duga. Ólafur Jónsson frá Elliðaey. V í K I N G U R 143

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.