Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Qupperneq 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Qupperneq 20
f FRIÐBERT GIJ9MUNDSSON utgerðarmaOiir og hreppsijórí á Snðnreyrl Hinn 7. janúar síðastliðinn andaðist á Suður- eyri í Súgandafirði Friðbert Guðmundsson út- gerðarmaður og fyrrverandi hreppstjóri. Hann var jarðsunginn 15. sama mánaðar að viðstöddu fjölmenni. Með honum er horfinn einn mesti athafnamaðui* hins litla kauptúns, Suðureyrar, en í því vann hann allt sitt ævistarf. Við síðustu aidamót var þar vart vísir til kauptúns. Á Suðureyrarmölum voru þá aðeins 4 íbúðarhús, litlir kofar með vart kollháum vistarverum, atvinnutækin voru aðeins tveir sexæringar og fáeinir smábátar, sem róið var vor og haust. Enn er kauptúnið að vísu lítið, en þó mun óvíða verða bent á stórstígari fram- farir á þeim tíma, sem síðan er liðinn. Vitan- lega hafa margir unnið að þessari þróun, en Friðbert Guðmundsson var einn þeirra manna, sem jafnan stóðu þar fremstir. Hlutdeild hans í vexti og viðgangi kauptúnsins er því ærið mikil, og á fátt verður bent, sem til framfara horfði, sem hann vann ekki að eða styrlíti á ein- hvern hátt. Hin fjölmenna líkfylgd bar þess einnig ljósan vott, að kauptúnsbúar kunna að meta þann mann, sem þar var kvaddur hinztu kveðju. Friðbert Guðmundsson var fæddur á Laugum 3. júní 1878. Foreldrar hans voru Guðmundur, bóndi á Laugum, sonur Guðmundar Guðmunds- sonar hreppstjóra á Suðureyri og konu hans, Kristínar Þorleifsdóttur, og Ingibjörg dóttir Friðberts Guðmundssonar og Arnfríðar Guð- mundsdóttur í Vatnadal. Friðbert í Vatnadal var um skeið hreppstjóri Suðureyrarhrepps. — Hann var víða kunnur fyrir fjölþætta þekkingu og afburða gáfur. Friðbert ólst upp á Laugum með foreldrum sínum, og þegar kraftar leyfðu vandist hann við öll störf á heimilinu. Ungur fór hann á sjó á árabátum og var hann ekki nema 8 eða 9 ára, er hann fór fyrst sem hálfdrættingur með föður sínum. Kom brátt í ljós áhugi hans og kapp, enda reyndist hann brátt fengsæll. Vorið 1892 fluttist hann með foreldrum sínum til Suðureyrar og átti hann þar síðan heima til æviloka. Það vor fermdist hann, en að afstað- inni fermingu réðist hann á þilskip til þorsk- veiða, og var hann áfram á þilskipum í sam- fleytt 15 sumur, ýmist við þorsk- eða hákarla- veiðar. Fyrsti skipstjóri hans var Guðjón Sig- mundsson á Flateyri. Var liann með honum nokkur sumur á þorskveiðum. Þá var hann mörg sumur á hákarlaveiðum með Helga And- réssyni frá önundarfirði. — Helgi var nafn- kunnur skipstjóri, afburða sjómaður og afla- sæll. Hjá honum lærði Friðbert siglingafræði og af honum mun hann hafa lært mest í verk- legri sjómennsku. Síðast var hann með Magnúsi Örnólfssyni á ísafirði, nafnkunnum aflamanni. Með honum var Friðbert 5 eða 6 sumur á þorsk- veiðum, og var stýrimaður mestan þann tíma. Friðbert fékk brátt orð fyrir dugnað, að hvaða verki sem hann gekk, og studdi það að því, að 146 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.