Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Qupperneq 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Qupperneq 22
Vandamál útgeröarinnar Margur maðurinn spyr: Hvers vegna fást ekki sjómenn á skipin? Er ekkert atvinnuleysi á íslandi? Þessum spurningum hygg ég að flestir sjómenn svari á svipaðan hátt og ég mun nú gera. Jú, við vitum að atvinnuleysi er talsvert hér á landi, einkum á Vesturlandi og Norðurlandi. — Stafar það að miklu leyti af aflabresti á sumar- síldveiðum fyrir Norðurlandi, en þær veiðar hafa brugðizt 8 síðustu árin. Hvers vegna fást þá ekki menn á skipin, fyrst atvinnuleysi er? Því er fljót- svarað: Ástand útgerðarinnar á sinn mikla þátt í því. Ekki er það sjaldgæft að það taki marga mán- uði að lokinni vertíð að fá uppgerða vertíðina hjá útgerðarmanninum, jafnvel þótt skipin hafi fiskað fyrir tryggingu. Eins mun það eiga sér stað, að skipverjar fara úr skiprúmi, ef t. d. reiðileysi er á útgerðinni, og fái sér betra skiprúm. Vill þá oft koma fyrir, að útgerðarmenn grípi tækifærið og hýrudragi skipverja, sem slíkt aðhefzt. Hefur það komið fyrir, að skipverji hefur verið hýrudreginn um allt upp í 1700 krónur. Margur mun nú spyrja: Hefur útgerðarmaður heimild til að hýrudraga skip- verja? Jú, lög munu vera fyrir því, en því miður eru þeir útgerðarmenn of margir, sem sneiða fram hjá lögum og samningum og reyna að hafa sem mest af sjómanninum. Eitt sinn var ég staddur í Reykjavík og hitti þar tvo sjómenn. Fór ég að ræða við þá um vertíðina og útgerðina. Báðir voru sammála um það, að í Reykjavík skyldu þeir aldrei á vertíð aftur. Slík hefði reynsla þeirra verið af útgerðarmönnum þeim, er þeir áttu við að eiga. Sögðu piltarnir ýmsar sögur því til sönnunar. Kváðust þeir t. d. hafa kom- ið í land í gær og ætlað að fá út peninga fyrir þörf- um sínum. Ekki hafði staðið á því hjá útgerðar- manninum að segja þeim að koma á tiltekinn stað á tilsettum tíma. Enginn var á staðnum, er hinn til- setti tími kom. Sögðu þeir að þannig gengi þetta nálega alltaf. Það væri logið að þeim að þeir fengju laun sín, ekki væri annað en hitta útgerðarmann- inn á ákveðinni stundu. Hins vegar væri það hrein undantekning, ef hann stæði við orð sín. Ef sjó- menn næðu tali af honum af tilviljun, sögðu þessir ungu menn, væri svarið oftast þetta: „Þú getur' hitt mig seinna, ég er ekki með tékkheftið á mér“ eða „ég hef enga peninga“ eða „þú ferð bara á það, ef þú færð peninga“. Þessar þrjár setningar geri ég ráð fyrir að sumir útgerðarmenn kunni að minnsta kosti jafnvel og faðirvorið. Ég tel það ekki nema eðlilegt, að menn verði treg- ir til að ráða sig á skip, þegar það bætist ofan á lítinn afla, að þeir fá ekki greiddan þann rýra hlut, sem þeim ber. Þess vegna er nú farið að leggja skipum fyrir manneklu. Skyldi enginn vera hissa á því, þó að svo sé. í ráði mun hafa verið að fá hingað til lands Fær- eyinga á skipin, en til allrar hamingju kom Sjó- mannafélagið því til leiðar að svo varð ekki. — Nóg er, að við hér heima fáum að súpa seyðið af óheiðarleik sumra útgerðarmanna, þó ekki fengju þeir að flytja inn erlenda sjómenn til að bera ósóma þeirra út fyrir landsteinana. Sjómaöur. an mikið starf af henni, því oft var mikið um- leikis. Var hún Friðbert ávallt styrk stoð og ágætur förunautur á hinni löngu samleið þeirra. Þau hjón eignuðust 6 börn, sem öll eru á lífi. Tvær dætur þeirra eru giftar á Suður- eyri, báðar velmetnar konur. Þrír synir þeirra eru á Suðureyri, allir afburða menn að dugn- aði, en fjórði sonurinn er kaupmaður í Reykja- vík og hefur getið sér þar hið bezta orð. Öll eru börnin gift og barnabörnin nú 27 að tölu, en eitt er dáið, ungur efnispiltur, sem lézt af slys- förum fyrir ári liðnu. Það var Friðbert mikil ánægja, að hafa þenn- an hóp í kring um sig, sjá börnin vaxa og þroskast og jafnan var eitt eða tvö þeirra á heimili hans. Heimili þeirra hjóna var orðlagt fyrir gest- risni og margir nutu þar ánægjustunda, sem þeir munu lengi minnast. Var Friðbert jafnan góður heim að sækja, glaðvær og ræðinn við gesti sína. Þá munu þeir ekki fáir, sem nutu góðs frá 14B þeim hjónum, því að oft réttu þau hjálparhönd þeim, er þurfandi voru. Fáir munu þó vita, hve víðtæk sú starfsemi var, því að mest var það gert í kyrrþey, en vissa er að oft var gefið, svo að um munaði. Áhugasömum athafnamanni er það jafnan þung raun, að vcrða skyndilega óvinnufær, en Friðbert tók því með mestu stillingu og var jafn reifur heim að sækja og áður, þegar líðan hans leyfði. Það var honum bót í böli, síðustu árin, að hann naut jafnan alúðarfyllstu um- önnunar konu sinnar, og að börn hans, barna- börn og tengdabörn, gerðu það sem í þeirra valdi stóð til að gera honum lífið léttara. Hinn mikli starfsmaður er nú til hvíldar genginn og horfinn héðan, en minningarnar eru eftir og munu lengi hfa. Lengst munu þær geymast hjá nánustu ástvinum hans, en þær munu einnig geymast meðal f j.öldans í Súganda- firði, og víst er að sporin hans munu sjást þar nokkuð fram í ókomna tímann. Kr. G. Þ. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.