Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Qupperneq 1
S JOM AIMM ABLAÐIÐ
UIKIH6UR
ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS
XXI. árg., 8.-9. tbl.______________________________________ Reykjavík, ágúst—sept.
Guðmundur Jensson.
Hagnýt fiskmeðferð
.... milljónatöp vegna vankunnáttu.
í 8.—9. tbl. Víkings í fyrra
og síðar ritaði ég greinarkorn
um voruvöndun þar sem drepið
var á nauðsyn þess að hefjast
handa um kennslu í meðferð
fiskjar í Stýrimannaskólanum
og fiskimannanámskeiðum úti á
landi.
Það hefur furðu lítið verið að-
hafst af hinum ráðandi mönnum
í þá átt að gera þessi atriði að
veruleika, og virðist svo, að á-
hugi þings og stjórnar beinist
í ýmsar aðrar áttir en að þess-
um staðreyndum enda eflaust í
mörg horn að líta.
Ekki dugir þó að leggja árar
í bát, þótt skilningsleysi og sof-
andaháttur ríki, að því hlýtur
að köma áður en langt um líð-
ur að þessi mál verði tekin föst-
um tökum, ekki sízt vegna þess,
að frekar kann að halla undan
fæti hjá okkur í afurðasölumál-
unum vegna harðnandi sam-
keppni og fríverzlunarkerfisins,
sem er nú í uppsiglingu og getur
orðið okkur sem fiskveiðiþjóð
þungt í skauti í náinni framtíð,
og nægir þar að vísa til upp-
lýsinga hr. Gylfa Þ. Gíslasonar
ráðherra á Alþingi um þau mál.
í fyrra sumar réð sjávarút-
vegsmálaráðuneytið sérstakan
mann til þess að hafa á hendi
leiðbeiningarstörf í fiskvinnslu
almennt. Mér skylst, að hlut-
verk hans hafi jafnframt verið
að ná til sem flestra skipstjórn-
armanna á fiskiflotanum, enda
verður undirstaða fiskfram-
leiðslunnar, þ. e. meðhöndlun
hráefnisins fyrst ' og fremst
byggð upp um borð í fiskiflot-
anum af sem bezt menntuðum
mönnum á því sviði.
Fiskvinnsluleiðbeinandi virðist
líka hafa haft sama skilning á
þessu máli því við-höfum í hönd
um eintök af bréfum og leið-
beiningum. sem hann hefur sent
skipstjórnarmönnum á fiski-
skipaflotanum. Það má því segja
að rétt hafi verið af stað farið.
Fiskimálasjóður lagði fram fé
til að kosta starf fiskvinnslu-
leiðbeinanda um óákveðinn tíjna.
Viðkomandi ráðuneyti ákvað
svo s. 1. haust, að starf þetta
skyldi upptekið sem fastur liður
á fjárlögum og lagði til við fjár-
veitinganefnd Alþingis að sam-
þykkja 90—100 þús kr. framlag
til þess að standazt kostnaðinn.
Því miður bar ekki háttvirt
fjárveitinganefnd gæfu til að
þoka málinu í gegn um þingið,
og má segja, að með þeim vinnu-
brögðum hafi verið brugðið fæti
fyrir þjóðþrifamál, og er illt til
þess að vita.
Við í F. F. S. í. höfum mik-
inn áhuga á bættri vöruvöndun
og aukinni menntun meðlima
okkar, og er sú stefna jafngömul
samtökunum. Fiskvinnsluleið-
VÍKINGUR
beinandinn Jóhann Kúld er
mikill áhugamaður í starfi,
varð fljótt og vel við tilmælum
okkar um að flytja fræðsluer-
indi í Sjómannaskólanum og á
fiskimannanámskeiðunum úti á
landi á s.l. vetri, um meðferð
fisks umboð í fiskiskipum okkar
viðhald fiskilesta o. þ. h.
Að við í FFSI vorum þarna
á réttri leið, um það bera ljósast
vitni nýjustu ráðstafanir Norð-
manna í þessum efnum. Með
skólaárinu, sem byrjar nú í
haust verður tekinn upp, sem
fastur liður í öllum norskum
skólum, sem útskrifa fiskiskip-
stjórnarmenn, kennsla í fisk-
vinnslu og meðferð fiskjar, og
verður þessi námsgrein próf-
skyld.
Ólíkt höfumst vér að í þessum
málum, frændur vorir Norð-
menn og Islendingar.
Um það bil, sem kennsla í
sjómannaskólum okkar er að.
hefjast, kemur sú ótrúlega frétt,
að starf fiskvinnsluleiðbeinanda
verður lagt niður. Það virðist
harla einkennileg ráðstöfun. að
sá vísir að fræðslustarfsemi, sem
fyrir atbeina samtaka sjómanna
sjálfra var upptekinn á sl. vetri,
skuli nú formálalaust þurrkaður
út, einmitt þegar augu manna
virðast vera að ljúkast upp fyrir
því, að brýn nauðsyn beri til
þess að upp verði tekin föst
kennsla í meðferð aflans, sem
undirstaða batnandi framleiðslu.
Uppvaxandi skipstj órnarmenn
okkar þarfnast slíkrar kennslu.
Það er ekki nóg af stjórnarvald-
anna hálfu að setja fullt af
reglugerðum um meðferð á fiski
á meðan engin kennsla fer fram
185