Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Blaðsíða 20
Engar starfsgreinar í landinu slcila jafnmiklum vinnuafköstum eins og sjávarútvegurinn. — Starfsúthald togaranna er 320 sólarhringar á ári. — Flestar aðrar starfsgreinar hafa 60—80 sólarhringa starfstíma á ári. ir hefur 30 ára framúrskarandi glæsilegan starfsferil að baki sér. Fékk hreinlega neitun um að fá að kaupa nýjan togara til landsins, þó að öll skilyrði væri hægt að’ uppfylla, sem til kaup- anna þurfti. Þetta fyrirtæki hef- ur þó eins og alþjóð er kunn- ugt, staðið meðal þeirra fremstu í sjávarútvegi vorum, og skip þess flutt tiltölulega mestan afla að landi um áratuga skeið. Er skynsamlegt «.ð fá fleiri togara. Því verður* aðeins svarað á þann veg, að togararnir eru stórvirkustu atvinnutækin, sem þjóðin á. Og auðvitað er það skynsamlegt fyrir þjóðarheild- ina, að eignast sem flest og stór- virkust atvinnutæki til þess að standa undir lífsafkomu þjóðar- innar. Þrátt fyrir það, að togaraút- gerðin fær ekki að verðleggja af- urðir sínar eftir tilkostnaði, eins og önnur fyrirtæki, og sé látin búa við „uppbótarkerfi", sem aldrei er í samræmi við eðlileg- an rekstursgrundvöll, þá skilar togaraútgerðin meiri afrakstri til þjóðarbúsins. heldur en nokk- ur önnur fyrirtæki geta gert. Meðal aflaverðmæti togara 204 1958 mun hafa verið frá 8 til 10 milljónir íslenzkra króna. Kaup- verð á nýjum togara á sama tíma var um 10 millj. ísl. króna. Svipuð hlutföll hafa gilt undan- farin ár. En það þýðir, að hver togari endurgreiðir sem næst að fullu kaupverð sitt til þjóðarinn- ar, strax á fyrsta rekstursári. Síðan endurtekur sig sama sag- an á hverju ári að hann greiðir þjóðarbúinu fullt kaupverð sitt árlega á þann hátt að 95—100% (og framyfir, ef taprekstur er) af því, sem útgerðin fær fyrir afla skipsins, er greitt- aftur beint í rekstur þjóðarbúsins, sem vinnulaun til skipverja, vinnulaun til verkafólks í landi við uppskipun afla í landi o. fl. til kaupa á oiíum til skipsins, veiðarfærum, matvælum, trygg- ingum, viðhaldi skips og véla o. .fl En auk alls þessa er afli sá, er togari flytur að landi, undir- staða fyrir margfaldri vinnu- nýtingu og dýrmætri verkun hráefnis. Og þannig margfaldur grundvöllur fyrir stórfelldri gjaldeyrisöflun þjóð^rinnar, er gerir henni kleyft að kaupa þær nauðsynjar frá öðrum þjóðum, er hún teiur sig þurfa, ti'l þess að lifa menningarlífi í landinu. Vinnuafköst starfsgreina. Engar starfsgreinar lands- manna (jafnvel ekki landbúnað- urinn) leggja fram eins mikið af starfsorku sinni til þjóðfé- lagsins eins og sjávarútvegur- inn og þeir sem við hann vinna. Og hvergi eru starfsafköstin meiri. og hafa aukist jafnstór- lega með vaxandi tækni. Fyrir aldamótin meðan sjáv- arútvegur landsmanna var ekki annað en róðrarskip frá tveggja manna kænum upp í tíu og tólf- róin skip, voru vinnuafköstin bundin við 10 til 12 vikna út- hald á ári. Þegar skúturnar leystu ára- skipin af hólmi, varð ársúthald þeirra um 25 til 28 vikur á ári. En þegar togararnir (og vélbát- arnir) leystu skúturnar af hólmi, margfaldaðist starfstími atvinnutækjanna, og úthaldstími togaranna varð 50 til 52 vikur árlega. Það er því ekki ófróðlegt, að gera lauslegan samanburð um starfstíma sjávarútvegsins við örfáar starfsgreinar í landi, viðamiklar og einnig mikilvæg- ar fyrir þjóðarbúskapinn. Á vélbátaflotanum eru ekki nein lög eða samningar um á- kveðinn vinnudag. Þar í’æður að- eins vertíðaskil, veðrátta, afla- brögð og af’asókn. Á togurunum er hinsvegar nú orðið lögbund- inn 12 klst. hvíldartími á sólar- hring, og þar af leiðandi 12 stunda vinnutími virka daga sem helga. Til þess að einfalda sam- anburðinn, verður því hér aðeins miðað við togaraútgerðina. Samkvæmt opinberum skýrzl- um hefur úthaldstími togara síð- ustu 10 ár verið um 320 til 330 sólarhringar árlega á hvert skip, að meðaltali. Ef meðalúthaldstími togara er talinn 320 sólahringar á ári, en 20 sólarhringar taldir til inni- veru í höfn við löndun á afla, verður starfstími togarasjó- mannsins 3600 klst., en auk þess er hann tepptur á vinnustað aðr- ar 3600 klst., eins og leiðir af sjálfu sér, og getur ekki ráð- stafað þeim tíma til aukavinnu, VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.