Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Qupperneq 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Qupperneq 4
aðir, og fer það að sjálfsögðu eftir veðri, hversu langt þeir sjást. Við viss veðurskilyrði er ótrúlega vont að greina báta frá sjónum nema á mjög stuttri vegalengd. Væri ekki möguleiki til að skylda bátseigendur til að mála parta af hverjum báti t. d. rauðgula. Það ætti að auðvelda sjófarendum að sjá bátana á lengri vega'engd. Þá má rifja upp, að allmörg slys hafa borið að höndum á smábátum einvörðungu vegna þess, að því er virðist, að menn hafa farið einir á báti út á sjó. Það getur margt hent á sjó sem einn maður ræður ekki við, en tveir auðveldlega. Væri ekki rétt að athuga möguleika á banni við Síðastliðna tvo vetur hefur staðið yfir loftskeytanámskeið á vegum Landssíma íslands. — Ken'nsla fór að mestu fram í húsakynnum Stýrimannaskólans. Loftskeytapróf var haldið dag- ana 2.—16. maí.sl. Prófað var í eftirtöldum greinum: 1. Raffræði. 2. Loftskeytafræði (skriflcg). 3. Loftskeytafræði (munnleg). 4. Loftskeytafræði (verkleg). 5. Vélritun. 6. Móttöku morsemerkja. 7. Sendingu morsemerkja. 8. Reglugerðum. 9. Loftskeytaafgreiðslu. 10. Talstöðvaafgreiðslu. 11. Ensku. 12. Landafræði. Til prófs gengu 44 nemendur. 36 þeirra stóðust prófið. Hæstu einkunn hlutu: 1. Jóhannes Helgason .. . 9.33 2. Eiríkur Thorarensen .. 9.00 3. Eiríkur Ólafsson ..... 8.76 Þessir stóðust prófið: Jóhannes Helgason. Eiríkur Thorarensen. Eiríkur Ólafsson. Guðmundur Daníelsson. Sigurður Lýðsson. að aðeins einn maður færi á báti út á sjó, að minnsta kosti út á opið haf. Að vísu mundi slíkt bann koma illa við rnenn, sem róið hafa einir árum saman, en milli- veg mætti þá fara og veita þeim leyfi til að halda áfram sínum fyrra hætti, en taka fyrir að óvanir menn hefji sjóróðra ein- ir á báti... Og að lokum: Sjófarendur, munið að haga ykkur á sjónum ávallt eftir settum reglum. Vík- ið ávallt fljótt ef þér eigið að víkja svo að sá sem réttinn á, sé ekki í vafa um, að þér kunnið reglurnar. Sýnið kurteisi á sjó. Hún kostar ekkert, en getur bjargað miklu. Sigþór Sigurðsson. Eggert G. Gunnarsson. Björn Sigurðsson. Stefán Guðjohnsen. Björn Nielsen. Kjartan Bergsteinsson. Kristinn Jónsson. Jón Steindórsson. Guðbjörg Aradóttir. Birgir Aðalsteinsson. Jóhann G. Einarsson. Hilmar Gunnarsson. Sigurður Þórðarson. Sverrir Sighvatsson. Reynir Björnsson. Birgir Óskarsson, Búðardal. Emil Guðmundsson. Geir Svavarsson. Þorsteinn Halldórsson. Geir Hauksson. Sigurður Þoimar. t Leif Bryde. Gylfi Gíslason. Hjáhnar Gíslason. Hjálmar Guðnason. Alfreð Óskarsson. Einar Þ. Einarsson. Gunnar Guðvarðsson. Birgir Óskarsson, Höfn. Jón Hermannsson. Hrafn Helgason. Eiríkur Kristinsson. F lókadalur Nú er ég leiður á lífinu hér, lagar á trjám í hafi, að þokast mót Hrafnistudætra her með farkostinn hjúpaðan trafi móðunnar mildu, sem minnir á sorg. En þú varst svo dásamleg dýrðarborg dalurinn minn í norðri. Þá var ég drengur og dundaði mér á dúnmjúkum valllendisbala við blómin þín fögru og fuglanna her með friðsælli barnsrödd um hjala staðina stóru með stræti og torg. En þú varst samt dásamleg dýrðarborg dalurinn minn í norðri. Nú hef ég kannað þau sáru kaun sem kviklyndar stórborgir hafa, þau valdið már hafa válegri raun og vandlega u,m sig grafa meinin mörgu í mannfólksins korg. En þú varst svo dásamleg dýrðarborg dalurinn minn í norðri. Hví varð ég stór og stefndi þér frá? Hví þurfti særinn að kalla? Hví gat ég ei unnið og unað mér hjá þér æfina mína alla, fjalldalur fagri þar fannst ei sorg? þú, sem varst dásamleg dýrðarborg dalurinn minn í norðri. H. G. Þekktur lögfræðingur varð eitt sinn að vera viðstaddur jarðarför manns, scm honum var meinilla við. Starfs- bróðir hans, sem kom of seint, settist við hlið hans og spurði livað athöfnin væri langt komin. Verjandinn var að byrja ræðu sína, svaraði hinn þum- lega. Loftskeytapróf 1959 188 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.