Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Síða 9
Samvinna fiskinfiarma í Svíþjóh
Grein sú, er hér fer á eftir i
lauslegri þýðingu úr World
Fishing, er eftir einn af for-
ustiunönnuin samtaka þeirra
Georg Aberg.
UndirritaSur hitti G. A. á
norrænu fiskimálará'ðstefnunni,
er haldin var hér í Reykjavík
áriS 1954. Var auöheyrt, aS
hann vnr mikill áhugamaSur
um málefni sjómanna og hafSi
oft staSið í ströngu meSan sú
skipulagning á samtökum pjó-
manna, sem hér er lýst, var á
döfinni.
Er hér um stórmerkilegl fyr-
irbæri aS ræða, og mun vera
einsdæmi aS ræða á skipulagn-
ingu útgerSar meS þátttöku
fiskimannanna sjálfra. /”}íí.
Um það bil 70% af öllum fiski
veiddum í Svíþjóð er landað á
vesturströndinni, en Gautaborg
c-r stærsti fiskibærinn. Á árinu
1958 var landað á vesturströnd-
inni um 100 þús. tonnum, að
verðmæti £ 5.2 ,millj. Af þessu
voru flutt um 66 þúsund tonn
til Bretlands, V.-Þýzkalands,
Hollands og Danmerkur fyrir
um £ 2 millj. Um 500 bátar
stunda fiskveiðarnar. Til
skamms tíma voru það mest
megnis tréskip, en nú eru stál-
bátar óðum að bætast í flotann.
Þeir eru frá 60—90 fet á lengd,
með vélum frá 100—500 hö.
Veiðarnar eru aðallega stund-
aðar í Norðursjó, Skagerak,
Kattegat og í Eystrasalti, og
nokkrir bátar sækja á íslands-
mið. Flestir bátanna eru búnir
nýtízku tækjum eins og dýptar-
mælum o. s. frv. Mýjustu bát-
arnir eru flestir frá 75—100
feta langir og kosta um £ 32
þús. hver.
Bátarnir eru ekki eins og
venjulega í öðrum löndum, í
eigu sérstakra útgerðarmanna
eða félaga, heldur eiga fiski-
mennirnir þá sjálfir. Á bátunum
VÍKINGUR
eru 6—8 menn og venjulegast
er það þannig, að báturinn er
sameign 3ja til 4ra af áhöfn-
inni.
Öll áhöfnin býr í lúkarnum og
allir eiga jafnan tillögurétt um
það, hvar veiða skal og önnur
atriði, sem varða sameiginleg
hagsmunamál. Allir bera jafnt
úr býtum af aflanum, að undan-
teknum byrjendum, sem hafa
lægri hlut, þar til þeir eru orðn-
ir hlutgengir fiskimenn.
Nettóhlut úr afla er skipt
milli áhafnarinnar, og er hann
Georg Áberg.
mismunandi. Sérstakur fjöldi
hluta er ætlaður til að standa
undir útgerðarkostnaðinum, en
hvér einstaklingur fær sinn
hlut.
Sérstök ákvæði gilda um
hlutaskiptin. Hve mikið fer til
eigendanna, hve langan tíma
veikur skipverji nýtur hlutar,
hvaða útgerðarvörur og annar
kostnaður er greiddur sameigin-
lega, og mörg önnur atriði. í
þessum tilfellum eru gildandi
sérstök ákvæði milli þeirra, sem
eiga bátinn og hinna, og eru þau
dálítið mismunandi eftir útgerð-
arstöðum, en allir slíkir samn-
ingar eru ákveðnir og samþykkt-
ir af yfirstjóm fiskimannasam-
takanna.
Skipulagning fiskimannanna á
vesturströnd Svíþjóðar er til-
tölulega ný. Enda þótt tilraunir
á nokkrum stöðum voru gerðar
í þessu skyni, var það ekki fyrr
en árið 1929 að farið var að taka
þessi mál til alvarlegrar úr-
lausnar. Nokkrum árum fyrir
1929 var fiskiðnaðurinn í hinni
mestu niðurlægingu, og fjöldi
manns leitaði frá þessari at-
vinnugrein.
Á árinu 1930 var Samband
fiskimanna á vesturströnd Sví-
þjóðar stofnað. Hið fyrsta í Sví-
þjóð. Brátt tókst að sameina alla
fiskimenn á þessu svæði og í
dag samanstendur það af 50 fé-
lagsdeildum á svæði, sem nær
frá landamærum Noregs til
Scaniafylkis með samtals 7000
meðlimi.
í fjáröflunarskyni til þess að
tryggja fjármagn til fram-
kvæmdanna og nauðsynlegra
fjárfestinga, var samþykkt á
ársþingi samtakanna að leggja
skatt á allan seldan fisk, bæði
utanlands og innan. I fjölda ára
hefur skattur þessi haldist ó-
breyttur eða 2% af brúttóverði
fisksins, og er það mikil upp-
hæð árlega.
Aðalframkvæmdanefnd sam-
takanna tekur ákvarðanir sínar
á sambandsþingi, sem haldið er
einu sinni á ári. Félagsdeildirn-
ar hafa rétt til þess að senda
einn fulltrúa fyrir hverja 50
meðlimi. Þannig koma saman á
hverju ári um 170 fulltrúar og
ræða og taka ákvarðanir um þær
tillögur, sem framkvæmdanefnd-
in undirbýr til þings.
Mest aðkallandi var skipu-
lagning afurðasölunnar, en þar
skorti mjög reynslu og þekkingu.
Félag var svo stofnað til þess
að hrinda þessu í framkvæmd.
Andstaðan f rá einkaf yrirtækj -
um var geysi hörð, svo að um
nokkurra ára bil var tvísýnt um
tilveru íe’agsins.
Þrátt fyrir það tókst SVC á
árinu 1938 að komast í samband
193