Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Síða 10
við sænsku samvinnuhreyfing- una og stofna í félagi við hana fisksölumiðstöð: Svensk Andels- fisk (Sænska fiskisamvinnufé- lagið), sem starfar á svipaðan hátt og önnur fisksölufélög. — Þessi mjói vísir hefur þróast á- kaflega ört og er nú samvinnu- félag þetta orðið ekki aðeins stærsta fisksölufyrirtækið með fisk í Svíþjóð, heldur einnig stærsti útflytjandinn. Árum saman reyndi Svensk Andelsfisk að ná samvinnu með verzlun með síld, flatfisk og túnfisk, sem sjálfstæða deild í fyrirtækinu. En 1955 var alveg horfið frá þessu, þar sem það virtist verða dragbítur á aðra starfsemi. Til viðbótar aðalstarfseminnar með fiskverzlunina, hefur Svensk Andelsfisk einnig sérstakar deildir, sem hafa með höndum sölu á eldsneyti og smurnings- olíum. verkfærum og öðrum út- búnaði, í stuttu máli allt það, sem þarf til þess að gera bátana út. Mikill fjöldi fyrirtækja og innkaupastofnana, sem eru í nánum tengslum við Svensk An- delsfisk, kaupa vörur sínar frá þessari aðalbirgðastöð. Meðan á seinni heimsstyrjöld- inni stóð, afhentu sænskir fiski- menn afla sinn til Matvæla- stofnunar sænska ríkisins, sem sá um dreifingu hans. Eftir stríðið færðist ástandið aftur í fyrra horf, en það þýddi. að erfiðleikar sköpuðust með útveg- un markaða fyrir landaðan fisk. Þá var ákveðið að stofna félag, sem hefði með höndum sölu og ráðstöfun á fiski, sem ekki seld- ist strax á markaðnum. Þessi stofnun hlaut nafnið Vástkust- fisk tryggir fiskimönnum fast lágmarksverð ef þeim tekst ekki sjálfum að selja hann fyrir það verð fær hann hið tryggða verð, greitt frá Vástkustfisk. Til þess að tryggja þetta lágmarksverð, hefur verið stofnaður sjóður, sem er í vörzlu matvælaráðu- neytisins, og úthlutað er úr einu sinni á ári, en sá sjóður fær tekjur sínar með því að leggja 5% toll á mikinn hluta þess fisks, sem seldur er í heildsölu. Fiskiðnaðurinn heldur því fram að í raun og veru greiði fiski- mennirnir sjálfir þennan toll, sem raunverulega hefur áhrif á fiskverðið, þegar fiskurinn er boðinn upp á markaðnum. Af- gangsfiskurinn, sem þannig er greiddur, er meðhöndlaður á marga vegu. Nokkuð af honum, sérstaklega síldin, er flutt út til landa, sem hafa stór innkaupa- sambönd. Annar fiskur er salt- aður, eða geymdur á annan hátt til útflutnings síðar, en ónot- hæfur fiskur fer í mjölvinnslu. Þegar í upphafi starfsemi Vást- kustfisk sköpuðust vandamál, vegna oflöndunar á síld, se(m oft átti sér stað á sumrin og haust- in. Stofnunin varð þá að byggja eingöngu á kaupum einstaklinga á miklu magni til söltunar. Eftir miklar umræður á árinu 1947 komust fiskimenn á þá skoðun, að hagkvæmt mundi vera fyrir þá að eignast sína eigin söltunarstöð, því að þá gætu þeir saltað sína eigin síld sjálfir og þannig öðlast meiri reynslu og fengið betri þekk- ingu á raunverulegu verðmæti síldarinnar og sölumöguleikum. Það varð því úr, að 1948 voru fest kaup á einni stærstu sölt- unarstöð í Svíþjóð, Pontus Nils- son & Co., og eigi leið á löngu, áður en möguiegt reyndist bæði að minnka kostnaðinn á hverri tunnu verulega og einnig að hækka söluverðið á síldinni. Þá hefur þfessi starfsemi Vástkust- fisk stóraukið síldarsöluna og hefur nú margt fólk í þjónustu sinni, sem verkar og vinnur úr allri þeirri síld, sem að landi berst. Á árinu 1955 var svo Vást- kustfiskarnas Fiskforádling stofnað, með það meginverkefni að annast geymslu vissra fisk- tegunda, en það var áður á veg- um Svensk Andelsfisk, og til að fylgjast með þróuninni í fisk- iðnaðinum, ekki sízt á sviði hraðfrystingar á fiskflökum. Þessi nýja stofnun fékklíkamik- ið verkefni við að annast bygg- ingu einnar allsherjar miðstöðv- ar sem rúma skal fiskvinnslu- stöð, hraðfrystihús, birgða- geymslur og skrifstofur fyrir fé- lagsstarfsemi fiskimannanna. Auk þeirra fyrirækja, sem nefnd hafa verið her að framan, hefur verið fest kaup á hlutum í Fiskimjölsverksmiðju Gauta- borgar í því skyni að kynnast sem nánast verðmæti úrgangs- fisksins. Innan Fiskimálanefndarinnar, sem samanstendur að jöfnu af fulltrúum fiskimanna og fisk- iðnaðarins, er nú hafinn mjög sterkur i áróður og útbreiðslu- starfsqmi til að auka fiskneyzl- una í Svíþjóð. Þá eru þessi samtök fiski- mannanna einnig eigendur að hlutabréfum í ísverksmiðju Gauta borgar og geta þar með fylgst með verðinu á ísnum, sem er stór þáttur í útgerðarkostn- aði fiskibátanna. Samtökin gefa út sitt eigið fiskveiðitímarit: Vástkustfiskar- en, sem hóf göngu sína í októ- ber 1931. Lauslega þýtt. G. Jensson. Algengasta gerð Svíþjóðarbáta. 194 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.