Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Qupperneq 13
Brotnaði í tvennt
Örn Steinsson þýddi.
Árið 1953 fannst í Tasmaníu
flöskupóstur frá tveimur ástr-
ölskum hermönnum, sem höfðu
verið um borð í hermanna-
flutningaskipi, er var á leið til
Frakklands árið 1916. Móðir
annars hermannsins þekkti
strax rithönd sonar síns á bréf-
inu, er henni barst þannig 35
árum eftir að sonur hennar féll
1918 á vígvöllum Evrópu.
En ennþá sérkennilegra var
fyrirbærið með japanska sjó-
farann Chunosuke Matsuyama,
sem sigldi árið 1784 ásamt 44
félögum sínum, til þess að leita
að sjóræningjasjóði, er hafði
verið falinn. Skip þeirra strand-
aði á kóralrifi í Kyrrahafi, og
þeir dóu síðar allir af sulti. En
áður en Matsuyama dó, tókst
honum að krota stutta frásögn
um atburðinn á trébút, er hann
kom í flösku og kastaði í hafið.
Af furðulegri tilviljun barst
flaskan til fiskiþorpsins Hirata-
temura, þar sem Matsuyama
hafði átt heima. Þar fannst hún
árið 1935 eða 150 árum eftir að
atburðurinn skeði.
En sem betur fer er ekki allur
flöskupóstur, sem flytur frá-
sagnir af voveiflegum atburðum.
Árið 1958 minntist ástralskt
verzlunarfyrirtæki 120 ára af-
mælis síns með því að kasta í
hafið miklum fjölda af flöskum,
með vinningum til finnendanna
að upphæð samtals 5700 ástr-
ölsk sterlingspund (ca. 250 þús.
íslenzkar kr.). Flöskurnar lentu
í SA-lægum straumi í áttina að
Kap Horn. En hafstraumarnir
eru svo dutlungafullir, að ó-
mögulegt er að segja um, nema
ferðalag einhverra þeirra breyt-
ist, og hvar sem er á hnettinum
gætu þær fundist. Svo, eins gott
er að gefa góðar gætur að því,
sem fyrir ber, ef maður á ferð
við úthafsströnd.
(Þýtt úr Atlantic Advocate).
Ilve margar kindur heldurðu að sé
í þcssum hóp. Fimmhundruð þrjátíu
og sex. Það er rétt. Hvemig í ósköp-
unum íorstu að þessu?
O, ég taldi lappimar og deildi í
með fjórum.
VÍKINGUR
Norska dieselhreyfilknúða olíu-
flutningaskipið Vardefjell lagði
út frá Clyde River síðdegis 11.
des. 1942. Enginn vissi um á-
kvörðunarstaðinn, því að í styrj-
öldinni tíðkaðist það að enginn
vissi hvert halda skyldi, fyrr en
skipin voru komin í skipalest-
irnar og langt á haf út. Orðróm-
ur var á kreiki, að siglt skyldi
til Gíbraltar. Þetta var mjög lík-
leg ágiskun, þar sem farmur
skipsins var eldsneytisolía. Slík
olía var mjög dýrmæt fyrir
Gíbraltar, sem hafði lykilaðstöðu
við Miðjarðar- og Atlantshaf.
Vardefjell, grámálað og þung-
fei-mt, læddist inn á stöðu sína í
skipalestinni. Skipið greindi sig
ekkert sérstaklega frá öðrum
skipum lestarinnar, þótt það
væri næstum nýtt og hefði fyrir
aðeins 2]/2 ári farið jómfrúferð
sína frá Eriksberk Mek. Verk-
stad í Gautaborg. Vardefjell,
með sinn orkumikla dieselhreyfil,
gat siglt á allmiklum hraða, ef
nauðsjm bar til. Á þessum tíma
var kafbátahernaður Þjóðverja
í algleymingi, það var því mikill
kostur að geta fylgt hraðgeng-
ustu skipalestunum.
Þegar kvölda tók sunnudaginn
13. des., herti vindinn mjög. Það
þótti gott, því að þýzku kafbát-
arnir, sem lágu alls staðar fyrir
í nágrenninu, áttu miklu erfið-
ara með alla athafnasemi, ef
sjórinn var ósléttur. En kl. 23.20
varð slysið. Skytta, sem átti
vörð á aftasta fallbyssupalli gat
rétt greint í svarta myrkri, að
framhluti skipsins sveigði út á
hlið. Um leið fann hann mikinn
olíuþef. Þessi sterki olíuþefur
benti ótvírætt á, að skipið hefði
brotnað í tvo hluti.
1 vélarúminu var 4. vélstjóri
ásamt aðstoðarvélstjóra á verði.
Þeir urðu að sjálfsögðu varir
við hnykkinn, og vissu, að eitt-
hvað alvarlegt hefði komið fyrir,
en þeir voru áfram í vélarúm-
inu, trúir skyldustörfum sínum.
Afturhluti skipsins tók nú að
hallast meira og meira. Á þess-
ari stundu vissi vélafólkið ekki
enn, að skípið hefði brotnað, og
biðu í eftirvæntingu eftir fyrir-
mælum gegnum vélsímann, frá
stýrispalli. Vélsíminn var raf-
knúinn, skyndilega öskraði í
honum, og skífan sýndi beiðni
um hálfa ferð aftur á bak.
Skipunin var framkvæmd, en
vélsíminn hélt áfram að öskra.
Var nú ljóst, að vélsíminn leiddi
út (körtslutning). Vélstjóramir
vissu auðvitað ekki, að þá þegar
var sá hluti skipsins, sem stjórn-
palli var komið fyrir á, kominn
mörg hundruð metra burtu, og
rak hjálparvana fyrir sjó og
vindi. Þegar ítrekaðar tilraunir
við að ná sambandi við yfirmenn
á stjórnpalli gegnum talsímann
reyndust árangurslausar, stöðv-
aði 4. vélstjóri hreyfilinn. Hann
var nú farið að gruna það, sem
komið hafði fyrir.
Skyndilega kviknaði í lítilli
rafhlöðu, sem var í vélarúminu.
Rafhlaða þessi var fyrir tundur-
duflaleiðarann. Flest skip, sem
sigldu í stríðinu, voru útbúin
sams konar útbúnaði. Digur raf-
leiðari lá meðfram báðum hlið-
um skipsins. Með rafstraumi í
honum var hægt að minnka á-
hrif skipsins að draga að sér
segulmögnuð tundurduíl.
Með aðstoð yfirvélstjórans,
sem nú var kominn niður í véla-
rúmið, tókst fljótlega að ráða
niðurlögum eldsins. Ef það
hefði mistekizt, hefði slíkt haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar, því
að sjórinn allt umhverfis skipið
var ein samfelld olíubrák.
Minnsti neisti gat kveikt í olí-
unni, og þá hefði allur skips-
hlutinn logað.
Allir mennirnir á afturhlutan-
um komu nú upp á bátaþilfar.
197