Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Page 17
1958 1. september 1959
í tilefni af því að á morgun er gæzlan ekki getað fundið einn
liiðið eitt ár síðan reglugerðin einasta togara þessara þjóða að
12 sjómílna fiskveiðilandhelgi ólöglegum veiðum — og er það
íslands gekk í gildi, þá hefur alveg einsdæmi.
Ríkisútvarpið farið þess á leit
við mig, að ég gæfi því nokkrar
upplí'singar um landhelgisgæzl-
una hér við land á þessum tíma.
Frá sjónarmiði landhelgis-
gæzlunnar má segja, að það sem
einkennt hafi framkvæmd hinn-
ar nýju reglugerðar, sé aðallega
tvennt; nefnilega:
í fyrsta lagi hafa allar þjóðir,
sem veiðar stunda á miðum við
Island — aðrar en Bretar —
viðurkennt hin nýju takmörk svo
frábærlega vel í verki, að þrátt
fyrir meiri gæzlu en nokkru
sinni fyrr, hefur Landhelgis-
I öðru lagi er svo hið vægast
sagt óvenjulega framferði
brezkra togara, sem öllum er svo
kunnugt, að óþarft er að rekja
hér. f heilt ár hafa nú að jafn-
aði daglega verið 13 brezkir tog-
arar að veiðum innan takjnark-
anna, og þeirra gætt þar dag og
nótt af 4 brezkum herskipum
auk birgðaskips, en samtals hafa
um 250 togarar og 37 herskip
komið þar við sögu, af öllum
togarahópnum hafa þó aðeins
4—5% stundað veiðar hér reglu-
lega allt árið, hinir eftil’ aðstæð-
um — þar af yfir helmingur
farið hingað aðeins 1—2 veiði-
ferðir. Svæðin 3, sean þessar
ólöglegu veiðar hafa verið stund-
aðar á, eru yfirleitt 90 sjómílur
á lengd, eða um það bil 1/10 af
allri landhelgislínunni, en flatar-
mál þeirra er þó ekki meira en
3y2% af allri fiskveiðilandhelg-
inni eins og hún er nú.
Á þessum 13 brezku togurum,
sem að meðaltali hafa verið hér
að ólöglegum veiðum hvern dag,
munu ^ra um það bil 250
manns, en samtals munu áhafn-
ir herskipanna, sem gæta þeirra
hverju sinni vera um 1000 menn.
Þó ,mun réttara að reikna með,
að til gæzlunnar þurfi a. m. k.
helmingi fleiri herskip en eru
hér hverju sinni — eða með öðr-
um orðum:
Undanfarið ár hafa 8—10 her-
skip með um 2000 manns séð um
að 13 brezkir togarar með 250
manns um borð geti óáreittir
stundað ólöglegar veiðar hér.