Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Page 18
RAN
v/S ÞOR
-i/s £G'R
v/S ALBERT
v/S MARIA JULIA
v/s SÆ BJÖRG
Large Oestroyers
Fieet Oestroyers
Anti Submorine Frigates
Anti Submarine Frigates
v/s OÐINN
Fjárhagsleg-a getur þessi út-
gerð því varla borgað sig, —
hún hlýtur að hata allt aðra og
viðtækari meiningu — eins og
allar hersýningar.
Þegar íslcnzka fiskveiðiland-
helgin var færð út úr 4 í 12 sjó-
mílur, stækkaði sjálft landhelgis-
svæðið um 60%. Þetta hefur
eðlilega gert mjög auknar kröf-
ur til sjálfrar gæzlustarfsem-
innar. Til dæmis get ég nefnt að
á s. 1. ári voru sigldar eða flogn-
ar um 240 þúsund sjómílur í
þessum erindum, sem svarar til
rúmlega 250 hringferða um Is-
land, — eða næstum helmingi
meira en fyrir 7 árum síðan.
En betur má ef duga skal, því
alltof mörg varðskipanna eru
bæði lítil, pg gömul og raunveru-
lega ófær uim að stunda gæzlu-
störf 12 mílur undan landi, þótt
að þeirra geti verið góð not til
annarra starfa, — og svo höfum
við ennþá aðeins einni flugvél á
að skipa.
Fleet OiI Tankers
Úr þessu mun þó rætast tölu-
vert innan tíðar, því eftir um
það bil viku mun hinu nýja varð-
skipi, sem er í smíðum í Ála-
borg, verða hleypt af stokkun-
um, og er ætlunin að það komist
hingað heim til starfa á næstu
vertíð.
Ennfremur er verið að gera
teikningu af einu varðskipi til
og loks efast ég ekki um að land-
helgisgæzlunni verði unnt að
eignast aðra gæzluflugvél til við-
bótar og ennfremur þyrilvængju
eins fljótt og efni og aðstæður
leyfa. Ríkisstjórn og Alþingi
hafa ætíð séð nauðsyn styrkrar
landhelgisgæzlu, og það er þvi
eingöngu háð fjárhagslegri getu
okkar, hve mikið fé við getum
notað til þessarar starfsemi,
hverju sinni.
Um viðskipti varðskipanna og
brezku herskipanna skal ég vera
fáorður, enda mun öllum þorra
landsmanna það vel kunnugt.
Frá upphafi var það augljóst, að
þar yrðum við að láta í minni
pokann enda er landhelgisgæzl-
an ekki byggð upp til slíkra á-
taka. Hún hefur því í þessum
efnum orðið að lifa eftir spak-
mælinu að „Sá vægi, sem vitið
hefur meira“ og gera sig á-
nægða með þá huggun, sem í því
fellst. Það hefur líka verið tæpt
á stundum undanfarið ár, og
ekki mátt mikið út af bera. Það
ástand er óbreytt í dag, og skal
ég engu spá um framtíðina í því
efni — þótt ég efist ekki um að
endanleg útkoma þessarar deilu
verði okkur í vil.
Yfirmenn brezku herskipanna
hafa eflaust sín fyrirmæli eins
og varðskipsmenn okkar hafa
sín, en „misjafn er sauður í
mörgu fé“ og því hefur nokkuð
á því borið að framkoma þeirra
eða aðferðir væru ekki alltaf
jafn prúðmannlegar.
Hvað viðvíkur starfsmönnum
íslenzku landhelgisgæzlunnar,
hvort heldur á sjó, í lofti eða á
landi. þá er mér ljúft að geta
þess, að þar hefur hver einstak-
ur viljað vinna skyldustörf sín
eftir beztu getu og reynt að vera
landi sínu til sóma. Aðstæðurnar
hafa oft verið erfiðar — mikið
erfiðari en margan grunar, —
og þess vegna hefur okkur öllum
sem að þessum málum höfum
unnið, verið kærkominn sá skiln-
ingur og sú uppörfun, sem við
ætíð höfum átt vísa hjá almenn-
ingi.
Þetta er skylt að þakka og um
leið óska ég þess, að landhelgis-
gæzlan megi ætíð verða þess að-
njótandi og verðug.
Pctur SigurSsson.
2000 brezkir hermenn
á 10 herskipum
hafa á degi hverjum
verndað 250 sjómenn
á 13 togurum
við veiðiþjófnað
í íslenzkri landhelgi.
VÍKINGUR
202