Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Qupperneq 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Qupperneq 21
hagsbóta eða heimaveru. Togara- sjómaðurinn verður því raun- verulega að leggja fram til þjóð- arbúskaparins 300 sólarhringa starfstíma. til þess að undir- byggja árslaun sín. I kapphlaupi stéttarfélaga til þess að bæta kjör meðlima sinna, og oft í gegnum þá leið að stytta vinnutímann, er komið út í slíkt gönuhlaup, að langsam- lega meirihluti starfandi fólks, er tekur árslaun samkv. kjara- srmningum, vinnur ekki nema örstuttan hluta úr árinu. Eftir þeim mælikvarða sem leggja verður á 'starfstíma þeirra, er vinna við sjávarútveginn á sjón- um. Þótt undarlegt megi virðast, eru opinber fyrirtæki öðrum fremri um það, að ætla sér mjög takmarkaðan starfstíma til þjón- ustu við almenning. Starfstími þessara stofnana, til viðskipta við almenning eins og bankanna, tollembættis, gjaldeyris og við- skiptanefnda og ríkis og bæjar- félaga um allt land, er frá 27 k’st. til 36 klst. í viku. En vegna tyllidaga dragast 14 dagar frá hinum almenna viðskiptatíma auk sunnudaga, eða samtals 66 dagar, sem ekki eru starfsdagar. Úthaldstími þessara stofnana á sa<ma mæiikvarða og lagður er á starf sjávarútvegsins verður því um 60 til 75 sólarhringar á ári. Samningsbundinn starfstími (við ársatvinnu) hinna ýmsu at- vinnugreina í landi, er dálítið breytilegur. Frá 35 þó—40 klst. á viku hjá meirihluta starfsfólks ríkis og bæjarfélaga. og frá 40 —48 klst. í flestum öðrum at- vinnugreinum. Það þýðir á sama mælikvarða eins og togaraút- hald verður að reiknast á. Frá 75 til 100 sólarhringa framlag í þágu þjóðarbúskaparins, til þess að undirbyggja árslaunin anéð. Hér hafa verið dregnar fram nokkrar ábendingar í stórum dráttum, fyrir þá til hugleiðing- ar sem sífellt belgja sig upp í móðursýkishjal um að sjávarút- VÍKINGUR Opicf 10—12 og 1—U. Milcill afli, lítil afköst. vegurinn og þá auðvitað um leið allir, sem við hann vinna. lifi á styrkjum frá almenningi. Fjárhagsvandræði þau, sem útgerðin hefur verið látin stríða við, eru að mestu leyti reiknings- legt fyrirbæri, sem ríkisstjórn og Alþingi á hverjum tíma ber ábyrgð á að hafa í lagi á sama hátt eins og önnur fjárhagsmál þegnanna, sem þar eru ráðin, eftir þeim viðskiptareglum, er þurfa að ríkja í siðuðu þjóðfé- lagi. Hin alvarlegri hlið málsins, aflabrögðin og að fá sem mest og best fyrir aflann, hvílir á herðum sjómannsins og útgerð- ai-mannsins, og þar gerir hver sitt besta. En það er sameiginleg sið- ferðileg skylda sjómanna og út- vegsmanna gagnvart þjóðfélag- inu að vaka stöðugt yfir öllu því, sem horfir til aukinnar tækni og bóta í þessari mikilvægu at- vinnugrein. Og þá fyrst. og fremst stöðugri endurnýjun og stórfelldri aukningu fiskveiði og siglingaflota landsmanna. Halld. Jónsson. Fréttir Vikublaðið íslendingur 30. sept. 1861. Skipkoma. Til Eyrarbakka er nýkomið skip frá Kaupmanna- höfn með kornvöru, og má segja, að það kæ.mi í góðar þarfir, því þar hafði verið kornlaust fyrir og hefði að öðrum kosti allar austursveitir verið illa staddar. Hingað til Reykjavíkur kom um daginn skip úr Isafjarðarsýslu, er agent og riddari H. A. Clau- sen sendi hingað eptir vöru í póstskipið og flytja á til Stykk- ishólms og ísafjarðar. Er slík tilhögun herra agentsins mjög vel til fundin, og vonandi, að mörgum verði til liðs fyrir vest- an eins og það líka kæmi sér vel, að slíkar siglingar með ströndum fram hafna á millum gætu farið að tíðkast. Það má og telja nýlundu, að foringinn fyr- ir þessu vestanskipi er íslenzk- ur maður, að nafni Magnús Magnússon, ættaður úr Skapta- fellssýslu. Hann fór utan fyrir eitt-hvað 6 árum, lærði siglinga- fræði o<r tók próf í þeirri mennt, hefur síðan farið víða um heim- inn. og er nú „kapteinn" fyrir einu af kaupskipum agents Clausens, fer landa milli vor og haust, en liggur úti á hákarla- veiðum á sumrum, og hafði í sumar fengið um 190 tunnur lifrar. Óskandi væri, að fleirum af löndum vorum heppnaðist að komast þannig í veg. Trúið þér á erfðir? AuðvitaS, jiannig hef cg eignast mína peninga. * Hvers vegna víkja menn til vinstri í lancli en til hægri á sjó? Það er eflaust til þess að menn viti, hvort þeir eru á sjó eða í landi. * .. Skotinn: Ef ég get komist heim fyrir kl. 6 þá hringi ég, en þú skalt ckki taka heymartólið upp, ég fæ þá penníið aftur. 205

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.