Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Page 22
Ég vissi, að þetta væri bara
taugaveiklun.
Hinn framgjarni notar vini sína
sem þrep í stiga. Fyrst tekur hann
í hendina á þeim, til þess aft komast.
upp. Síðan treður hann á þeim.
Tveir forstjórar sát.u saman og töl-
uðu um erfiða tíma. Ég verð að draga
saman seglin, sagði annar. Ég hef
sagt upp einkaritara mínum, sem er
fertug, og ráðið aðra sem er tvítug.
Þetta er nú það versta, sem mig
hefur heut sagði maðurinn við rak-
arann. Fú hafið þér skorið sneið af
eyranu. Afsakið herra minn, á eg að
rúnna homin af.
Það var í flugvélinni, sem var að
hefia sig til flugs, að hin vanalega
aðvömn kom: Reykingar bannaðar,
spennið bettin. TJngur maður, sem var
í sinni fyrstu flugferð, hrópaði ótta-
slegin á þemuna: Hvað á ég að gera,
ég er mcð axlabönd.
Tveir farandsalar mættust:
Hvernig gengur?
Ó, ágætlega, viðskiptavinimir vaxa
stöðugt.
Hvað selur þú '?
Bamaf öt ?
Það er alveg ómögulegt að sigra
fáfróðan mann í rökræðum.
Við lögfræðiprófið: Hvað er átt við
rneð orðinu: svik.
Ja, til dæmis ef prófessorinn fellir
mig við prófið.
Viljið þér gjöra svo vel og útskýra
þetta nánar.
Jú, í lögum er það kallað svik, ef
cinhver notfærir sér fáfneði nnnars og
vankunnát.tu til að gera honum tjón.
Svarið var tekið gilt.
Nú hefur ameríkaninn sent 4 mýs
upp í geiminn.
Hvað skyldu nú Rússar gera?
Þeir senda upp kött.
Frægur sálfræðingur reyndi að út-
skýra fyrir nemendum sínum eftirfar-
andi: Hver maður verður að lokum
það, sem liann einbeitir hugsun sinni
að.
Drottinn minn dýri, sagði oinn stúd-
entinn. Ég, sem hef hugsað um Mary-
lyn Monroe allan tímann.
Það var bílaeftirlit á þjóðveginum
og lijón á göinlu módeli voru stöðvuð.
Lögreglumaðurinn opnaði bíldymar og
bað manninn að tendra ljósin. En Eng-
in Ijós kviknuðu.
Það er nú óþarfi að hafa ljós um
hábjartan daginn sagði bílstjórinn,
hinsvegar held ég, að bremsumar séu
ekki mikils virði heldur.
Æ, takið ekki mark á honnm, sagði
þá konan. Hann er svo gjarn á að
ýkja, þegar hann er fullur.
Fyrsta flokks kindakjöt.
Menn reka sig oft óþyrmilega á
sannleikann, en flestir halda áfram
eins og ekkert hefði skeð.
Jæja, ungfrú góð, sagði dómarinn,
hafið þér nokkru sinni átt í útistöð-
um við lögregluna áður?
Ekki get ég neitað því, ég var trú-
lofið lögregluþjóni í 2 mánuði árið
1050.
Það er skrítið mcð hundinn þinn,
sagði vinkonan, sem var í heimsókn.
Þegar maður hittir hann úti, er
hann kátur og skemmtilegur, en heima
gengur hann um og urrar allan tím-
ann.
Ójá, sagði frúin. Þetta hefur hann
lært af manninum mínnm.
Spurningaþáttur:
Ég fékk 3 armbandsúr í fermingar-
gjöf. Hvað á ég að gera ?
Svar: Láttu tímann skera úr því.
Á F R I V A
Það skeði fyrir nokkru í fanga-
lmsi í S.-Noregi, að hitaleiðslan bilaði
og sjóðheit gufan streymdi út í k!ef-
ann. Þegar hún fór að leggja út um
skráargatið, varð fangavörðurinn
hennar var, reif upp hurðina og æpti
til fangans: Hversvegna í ósköpunum
hrópaðir þú ekki á hjálp?
Ég liélt að þetta tilheyrði hegning-
unni.
Rétt eftir fyrri heimsstyrjöldina
hafði danska herforingjaráðið bæki-
stöðvar sínar í Töjhusgade í Kaup-
mannahöfn. Innan við hliðið hékk
gömul klukka úr smíðajárni, og á
skilti hennar stóð: Næturbjalla her-
foringjaráðsins.
Morgun einn tók vörðurinn eftir því,
að spaugsamur náungi hafði krotað
á skiltið: Ef stríð er yfirvofandi:
Hringið tvisvar.
Danska skáldið Sören Kirkegaard
var eitt sinn viðstaddur doktorsvörn
um þríeininguna. Þegar liann kom út,
mætti hann vini símun. sem spurði
hann hvernig hefði gengið.
Ojæja, sagði hann. Faðirinn og son-
urinn voru þar, en Andann varð ég
ekki var við.
Ástin mín! Ég get aldrei fengið
nægju mína af að horOa á þig.
Ekki ég lioldur.
Eigum við að koma á matsöluhús?
Gceti átt við í dag.
1948 sendi lesandi Útvarpstíðinda
þessa vísu:
Um hádegið ég hlusta ávallt
og heyri Djass og Rondon.
Svo hrópar einhver hratt og kalt:
— Hérerufréttirfrálondon. —
Þú kemur ekki hér inn aftur nema
þú hagir þér sæmilega.
VÍKINGUR
206