Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Qupperneq 24
Atvinnnkúgnn Það hefur um nokkwð langt skeið borið á því við síldveið- ar fyrir Norðurlandi, að mik- ill rígur og ofsaleg keppni væri meðal þeirra, er vinna úr hráefni síldnrinnar, er fiski- slcipin bera að landi, bæði lil söltunar og vinnslu. Hefur ýmsum brögðum verið beitt af kaupendanna hálfu til þess að lolcka til sín viðskiptin, en því miður ekki aðeins beitt lipurri og aukinni þjónustu við skip- in og útgerð þeirra, heldur einnig beitt hreinni atvinnu- kúguM á fornaldarhátt, í skjóli sérstöðu til þess að útiloka menn frá því að bjarga sér, á anncm háitt heldur en að beygja sig fyrir ofríkinu. Haraldur Böðvarsson, út- gerðarmaður á Akranesi, hef- ur nú fyrir stuttu tvívegis rætt þessar viAskiptaaðferðir einokunartímabilsins, í blaða- greinum í Mbl. og leyfum vér oss að taka upp síðari grein- ina frá 19. ág. s. I. og undir- strika með því, að fordæma verður hið harðasta alla at- vinnukúgun hér á landi. hvort sem er af hálfu einstaklinga eða opinberra fyrirtækja. Grein Haraldar fer hér á eftir og -nefnist: „Heggur sá, er hlífa skyldi“. í greinarstúf. er ég reit í Morgunblaðið 11. þ. m. minntist ég lítillega á veldi Síldarverk- smiðja ríkisins og sambúðina við Rauðku síldarverksmiðju Siglufjarðarbæjar, sem er lítið fyrirfcæki en gott, í samanburði við SR. — . Síðan ofannefnd grein birtist hafa þeir atburðir gerzt, að SR á Raufarhöfn hafa á ódrengileg- an hátt beitt þá báta er við- skipti hafa haft við Rauðku á Siglufirði ómannúðlegum refsi- aðgerðum með því að láta nefnda báta algerlega sitja á hakanum mcð löndun síldar, þangað til allir samningsbátar SR hafa los- að sína síld, jafnvel þó að þsir síðustu þeirra hafi komið til hafnar sólarhringi síðar eða meira. M. a. af þessum sökum hafa bátar er viðskipti hafa haft við Rauðku, ekki árætt að fara til Raufarhafnar til þess að fá losun þar, heldur beðið í óvissu jafnvel í heila viku á Austfjarð- arhöfnum eftir löndun þar. Það eru þegar augljós fleiri dæmi þess, að ýmsir bátar hafa tapað af talsverðum afla af þessum sökum, og er skaðlegt og háska- legt að slíkt einræði og yfir- gangur eigi sér stað nú á tím- um, og það hjá fyrirtæki ríkis- ins, sem allir landsmenn eiga saman. Er þetta vegna þess, að SR þoli ekki frjálsa samkeppni eða hver er ástæðan? Hvernig færi, ef allar síldarverksmiðjur aust- an og norðanlands og Rauðka þar með talin, gerði sams konar bindandi samninga við viðskipta- menn sína og SR gerir? Rauðka hefur engin skilyrði sett sínum mönnum, og þeireru alvegfrjáls- ir að því hvar þeir leggja á land sína síld hverju sinni og þurfa þar af leiðandi ekki að óttast refsiaðgerðir af þeim sökum. í þeim óverulegu síldarhrot- um er komu í sumar, urðu bát- arnir stundum að bíða lengi og skemmri tíma til þess að fá los- un á Siglufirði, og hefði Rauðka ekki verið starfrækt, mundi ástandið hafa verið mun verra, því hún tók á móti um. 50 þús- und málum, en það vírðist vera markvisst stefnt að því hjá stjórn SR að ganga að Rauðku dauðri með því að pína alla útgerðar- menn og sjómenn á síldarflot- anum til að gera bindandi samn- inga um að leggja enga síld upp hjá henni. Síldarverksmiðjurnar eru ennþá alltof afkastalitlar og megum við ekki við því að missa neina þeirra og sízt af framan- greindum ástæðum. Við feðgarnir, Sturlaugur og ég, gerum út í sumar á síldveið- ar 8 báta eða eiginlega ekki nema 7 báta, því sá síðasti fór svo seint norður að öll veiði var að mestu búin fyrir Norður- landi, þegar hann kom þangað og aflaði þar aðeins 49 mál og tunnur. Við höfum undanfarin ár skipt aðallega við Rauðku og sömuleiðis nú í sumar — en til þess að draga úr — ef hægt væri — mesta ofstæki stjórnar SR, þá létum við stærsta bátinn okkar, Böðvar, leggja eingöngu upp hjá SR, og hina bátana öðru hvoru, bæði á Skagaströnd og Raufar- höfn, en hinir 6 voru að mestu hjá Rauðku. En þrátt fyrir þetta hafa SR beitt refsiaðgerðum eins og að framan getur. Bátur okk- ar, Keilir, kom nýlega til Rauf- arhafnar með afla ásamt ca. 15 bátum öðrum, og var hann lát- inn vera síðastur í röðinni til losunar, og um það bil, er hann átti að byrja losun, komu ca. 14 bátar á ný, og var hann því færður líka aftur fyrir þá alla. Af þessum ástæðum hefur skip- stjóri og skipshöfn ekki árætt að koma aftur til Raufarhafnar. Næst komu tveir bátar okkar, Höfrungur og Bjarni Jóhannes- son, til Raufarhafnar og byrjaði þá sama stríðið og sögðu skip- stjórar bátanna okkur að þeir myndu hætta veiðum, nema þessu yrði kippt í lag. Hinir bátarnir hafa haldið sig við Austfirði þrátt fyrir mjög tvísýn löndun- arskilyrði þar, vegna framan- greindra ástæðiia. Síðan þetta gerðist höfum við feðgarnir reynt allar hugsanlegar leiðir til þess að fá bót á þessu ástandi en án árangurs. Sveinn Bene- diktsson, sem er staðsettur á Raufarhöfn í sumar, hann er stjórnarformaður SR, tjáði okk- u r í símtali, að hann mundi geta kippt þessu í lag, ef við vildum senda sér símskeyti þess efnis, að við lofuðum því að selja SR alla bræðslusí'd af bátum okk- ar næsta ár. Þetta finnst okkur vera svo ólystugur biti að við höfum ekki treyst okkur til að kyngja honum ennþá. Við höf- VÍKINGUR 208

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.