Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Blaðsíða 25
um það frá góðum heimildum að bókað sé í fundargerð SR á Siglufirði að kaupa ekki af okk- ar bátum bræðslusíld ósamn- ingsbundið. Ég get ekki að því gert, að mér finnst öll kúgun og yfir- gangur eins og að framan er lýst, eigi ekki við í okkar þjóð- félagi — og hvergi — og geri e:nnig ráð fyrir, að flestir ís- lendingar séu mér þar sammála. R'kisfyrirtæki eins og SR er byggt upp fyrir þjóðai’búið til þess að taka að sér og þjóna mikiivægu hlutverki, þ. e. að hj ílpa landsins börnum til að d:?ga björg í bú í nýútkomnu hefti af Ægi, er fróðleg ritgerð eftir Jakob Jalc- obsson fiskifræðing um Síldar- merkingar, og birtist hér stutt- ur útdráttur úr henni: Enda þótt síldarmerkingarnar norðanlands hafi veitt mikil- væga vitneskju um göngur síld- arinnar frá Norðurlandi, er Ijóst, að eigi er síður nauðsyn- legt að merkja síld annars stað- ar bæði til að fá vitneskju um göngur að Norðurlandi og einnig ig til að öðlast sem víðtækasta þekkingu á göngum síldarinnar á Norður-Atlantshafi almennt. Eins og áður getur hófust síldar- merkingar við Noreg sama ár og við Norðurland. Eru notaðai sams konar merkingaaðferðir á báðum stöðunum. Merktar hafa verið a. m. k. helmingi fleiri síldar við Noreg en við Norður- land eða. hátt á annað hundrað þúsund síldir. Enda þótt íslenzk síldarmerki hafi oft fundizt í hundraða tali í norskum síldar- verksmiðjum hafa aldrei fund- izt fleiri en 17 norsk merki á einu ári í ís’enzkum verksmiðj- um. Ástæðurnar fyrir þessum mun munu m. a. vera þær að síldaimagn það, sem brætt er hér, er aðeins lítið brot af því, sem brætt er í Noregi og enn- VÍKINGUE Ég vil að lokum beina þeim orðum til hins tnikla dugnaðar- og atorkumanns, Sveins Bene- diktssonar, formanns stjóraar SR, í allri vinsemd, að hann end- urskoði afstöðu sína í framan- greindu máli og að hann stuðli að farsælli sambúð milli síldar- verksmiðjanna nú og í framtíð- inni, öllum til gagns og bless- unar, því aðalatriðið ætti að vera það, að afkastageta allra síldar- verksmiðja landsins nýttist sem bezt, enda mun það sýna sig þeg- ar verulegt magn síldar fer að berast aftur, eins og í gamla daga, veitir ekki af að svo verði gert. fremur, að síld, sem við tnerkj- um hér á sumrin hefur endur- heimzt miklu betur, jafnvel við Noreg, en síldin, sem þar er merkt á síldarvertíðinni í febr.— apríl. Sennilega þolir síldin merkinguna betur á sumrin en síðari hluta vetrar, þegar hún er að hrygna. Þegar á árinu 1950 höfðu Skotar náð talsverðum árangri í tnerkingu reknetasíidar. Gekkst dr. Árni Friðriksson fyrir því, að ég kynnti mér veiði- og merk- ingaaðferðir Skota í júnímánuði 1953. Við athugun kom þegar í ljós, að árangur Skota í rnerk- ingu reknetasíldar var veiðiað- ferð þeirra að þakka. íslenzkir fiskiimenn hafa reknetakapalinn jafnan yfir netunum og draga netin síðan í einum bunka á vél- knúinni rúllu eða kefli, en við það afhreistrast síldin og d cpst. Skotar hafa kapalinn undir sínum netum, en við það verða þau svo létt í drætti, að vel er hægt að draga þau án þess að nota rúllu, og drepst síldin því miklu síður, þegar net- in eru dregin. Höfum við alltaf no.að þessa veiðiaðferð við merkingatilraunir á reknetasíld, og hefur hún gefizt vel. Enda þótt tekin væri upp hin skozka veiðiaðferð höfum við nær eingöngu notað samt konar innri merki og notuð eru fyrir norðan land þar eð þau hafa reynzt miklu betur en ytri merki þau er Skotar notuðu. Þá hafa þróast hjá okkur sérstakar að- ferðir til að losa síldina úr net- um, og er nú svo komið, að ís- lendingar eru einir um merk- ingu reknetasíldar, enda eru endurheimtur okkar jniklu betri en annars staðar þekkist. Síðan 1953 hafa um 26 þús- und síldir verið merktar á sex sumrum. Merkingatilraunirnar hafa þangað til í vor farið fram í ágústmánuði eða í byrjun þá- verandi vertíðartímabils. Fyrstu 3 árin endurheimtist mjög lítið af síld. Lítið magn var brætt sunnanlands og ekki virtist hún ganga norður, enda var mikill hluti hennar 2—4 árum yngri en meðalaldur Norðurlandssíldar. Síðan 1956 hafa alls veiðzt 64 síldir, sem merktar höfðu verið við Suðvesturland. Þar af hafa 26 veiðzt við Norðurland. Þá hafa 4 síldir, allar merktar í Miðnessjó, veiðzt við Noreg, þar af veiddust tvær á vertíðinni 1958 og höfðu aðeins verið 6 mánuði á leiðinni yfir hafið tii Noregs. Þá er þess einnig að get?, að á síðastliðnu hausti veiddust 5 merktar síldir við suðvesturland. Tvær voru merkt- ar þir, e;n var merkt norðvestur af Grímsey, ein við Langanes og ein við Austfirði. Þannig hefur nú þegar komið í ljós, að sunn- ansíldin er ekki síður víðförul en Norðurlandssíldin. í vor hófst svo enn einn þátt- ur í sögu íslenzkra síldarrann- sókna, er hafin var merking vor- síldar við Suðvesturland. Svo vel tókst ti’, að hringnótaveiðai heppnuðust einnig í fyrsta skipti að vorlagi og gafst því kostur á að merkja síld bæði úi hringnct og reknetum sunnan- la:ds. AUs voru merktar 7873 síldir í vor, og er endurheimtu úr tilraunum þessum beðið með mikilii eftirvæntingu. Síldarmerkinsar 209

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.