Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Qupperneq 27
þessum líkum málum. Mér er að
vísu ekki kunnugt um hvað gert
er við það áfengi, sem upptækt
er gert. Varla er þó ráð fyrir
gerandi að góðmálmi sé gusað í
hitaveituna, hitt er líklegra, að
hið opinbera notfæri sér lekann,
blandi hann og selji fyrir stór-
an pening hverjum, sem efni
hefur á að kaupa. Hvort sú að-
ferð, ef viðhöfð er, er rétta leið-
in til þess að vinna „gegn mis-
notkun áfengis í landinu“ og
meðfylgjandi „böli“, er mál, sem
eg hirði ekki að ræða.
Þess skal að lokum getið, að
refsingar við brotum gegn á-
fengislöggjöfinni, þær er varða
áhafnir skipa, eru í mörgum til-
fellum aðrar og þyngri, en hér
hefur verið rakið. Sektir stærri,
refsivistir, og loks getur stofn-
ast lögveð í skipi fyrir sektum,
en þá hljóta sektagreiðslur
stundum og jafnvel oftast óhjá-
kvæmilega að lenda að lokum á
útgerð skips. Er það mál fyrir
sig og verður ekki rætt að sinni.
FÓR1VÍRANA
Eitt höfuðviðfangsefni dóm-
stóla í málum. þar sem krafist er
skaðabóta vegna slyss, er að á-
kveða hver beri ábyrgð á slys-
inu. Vera má, að ábyrgðin lendi
öll hjá öðrum aðila málsins,
stundum verður hvorugum um
kennt. slysi hefði ekki orðið af-
stýrt þótt allt hefði verið í lagi
og fyllsta aðgát viðhöfð af
beggja hálfu. Oft er þó hitt, að
orsök slyss má rekja til beggja
aðila, óaðgæzlu, fljótfærni, hugs-
unarleysis. Þá er það all algengt,
að slysi veldur slæmur umbún-
aður eða gölluð tæki eða ill að-
staða til starfs. Tilvikin eru, eins
og lífið sjálft, óendanlega fjöl-
breytt. Mál það sem hér verður
rakið í höfuðdráttum, er dæmi
um mismunandi mat dómstóla á
því hverjum beri að kenna eitt
og sarna slys.
Árið 1946 var íslenzkur tog-
ari að veiðum út af Malarrifi.
Veður var gott, hægviðri og sjó-
lítið. Verið var að hífa inn
stjórnborðsvörpu, þegar það slys
VÍKINGUE
bar að höndum, að einn háset-
inn fór í vírana og missti fót
sinn vinstri fyrir neðan hné.
Manninum var veittur bráða
birgðaumbúnaður, veiðum hætt
og farið til Reykjavíkur, en þar
reyndist óhjákvæmilegt að taka
framan af fætinum fyrir ofan
hné. Sama ár var örorka manns-
ins metin 65%, og engra breyt-
inga að vænta í því efni. Maður
þessi var 22ja ára og kvæntur.
Hinn slasaði háseti fór í mál
við útgerð togarans og krafðist
skaðabóta fyrir örorku og vinnu-
tjón. Taldi sjódómur, að fengn-
um miklum útreikningum, ör-
orkutjónið hæfilega metið 290
þúr. kr. Þá krafðist hásetinn 40
þús. kr. bóta fyrir þjáningar, ó-
þægindi og varanleg lýti, og var
sú bótakrafa talin réttmæt. Tjón
hásetans var því alls talið nema
330 þús. kr., og nú reis sú spurn-
ing, hvort hann ætti að fá tjón
sitt allt bætt, eða hvort hásetinn
hefði sjálfur verið valdur að
slysinu að öllu eða einhverju
leyti, og ætti því að bera skaða
sinn sjálfur, eða fá hann bættan
að ðllu eða einhverju leyti og þá
hve miklu.
Nánari atvik slyssins voru á
þessa leið:
Hásetinn kvað hafa verið í
gerð á dekki og verið í stakk og
bússum. Hann sagðist hafa átt
erindi fram á skipið, stigið
hægra fæti yfir togvírinn, fund-
ið um leið að kippt var í stakk-
inn, rifið sig lausan, en í sömu
svifum festist vinstri fótur hans
og drógst með vírnum, og skipti
það engum togum, fóturinn varð
á milli vírs og rúllu masturspolla
og klipptist af. Hásetinn taldi,
að höfuðorsök slyssins hefði ver-
ið sú. að togvírinn var trosnað-
ur, og því til sönnunar kvaðst
hann hafa horít á fótarhlutann
hanga á vímum og flytjast með
honum, en svo hefði ekki getað
verið nenna vírinn hefði verið
gallaður en á þeim galla bæri
útgerðin ábyrgð. Þá var og á
það bent, að engin hlíf . var á
pollanum, en það og gallinn á
vírnum, auk almennra skaða-
bótareglna um ábyrgð á hættu-
legum atvinnurefestri, ylli því,
að útgerðin bæri alla ábyrgð á
tjóninu.
Aðeins einn háseti horfði á
slysið gerast, og skýrði hann
svo frá, að hann hefði stigið
upp á og yfir masturpolla þann,
sem hér um ræðir, numið staðar
á dekkinu og verið að taka af
sér vettlinga þegar hann sá hinn
hásetann koma sömu leið, en
hrasaði út af pollanum með
framangreindum afleiðingum.
Aðrir voru ekki til frásagnar um
það, hvað skeð hefði eða hvernig.
Af hálfu útgerðarinnar var
haldið fram, að vírinn hefði að
vísu verið skemmdur, en ekki á
þeim stað, sem um var að ræða,
skemmdin hefði ekki verið kom-
in úr sjó, þegar slysið varð. Þá
var því haldið fram, að ónauð-
synlegt og óvarlegt væri að fara
yfir vírana, þegar verið væri að
toga, enda margsinnis við því
varað og beinlínis bannað. Þar
við bættist, að hinn slasaði há-
seti hefði sýnt svo mikla óvark-
árni, að hann ætti sjálfur alla
sök á því hvernig fór. Loks var
á það bent að hásetinn hefði ver-
ið um 3 ár á togaranum, þegar
slysið skeði, og hefði því átt að
vera fullljós hættan, sem þarna
var fyrir hendi. Þótt framburð-
ur hins slasaða sjálfs yrði lagð-
ur til grundvallar, þá breytti það
litlu í þessu efni, þar eð hann
var í hæsta lagi hálfan meter
frá pollanum þegar hann ætlaði
yfir vírinn.
Álit sjódómsins, einkum
þeirra sérfróðu manna, sem
dóminn skipuðu (annar var
skipstjóri, hinn háseti) , var á þá
leið, að hegðun hásetans hefði í
senn verið óvarleg og hættuleg,
og ætti hann því sjálfur að veru-
legu leyti sök á því hvernig fór.
Á hinn bóginn taldi sjódómur-
inn útgerðina eiga að bera á-
byrgð á því, að viðgengist hefði
að sjómenn gengju yfir og um
víra og polla, að engin hlíf var
á pollanum, og loks á þeirri
hættu, sem er samfara störíum
liáseta á togara.
Niðurstaða sjódómsins varð
Framhald á bls. 213.
211