Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Side 30
Eftir Luis Rodriguz- Embil S yii tSa i átni ng Arnljótur Jónsson þýddi Það skyldi þó ekki vera, að litlg,, gamla kirkjan í þorpinu væri að yppa sér allri — gul- brúnum skrokk sínum — á miðju torgkrílinu, rétt eins og hún væri ævaforn, rupluð sínum gripum og einstaklega sorg- mædd, — þarna undir skugg- um af háu reisulegu poplartrján- um. En þessi morgunn kærði sig ekki hót og var hinn glaðasti. Himininn hló af kæti og lýsti upp með sínum hlýja bjarma dapran og drungalegan hvers- dagsleikann. Sólin var rétt að- eins runnin upp. Með glað- hlakkalegri kænsku smellti hún kossi á kirkjutuminn. Hringjar- inn, hann Juanín, hafði hengt sig í klukkustrenginn á þessari einu kirkjuklukku, til þess að gefa fyrsta tóninn i guðsþjón- ustunni. Og eirhljómurinn sam- einaðist , í röku loftinu. söng spörvanna í toppum trjánna, með svo hjartanlegri kátínu, að segja mátti, að vöknuðu af sín- um vanabundna svefni hinar tvær virðulegu formæður þorps- ins, kirkjan og torggiýtan. Og þær höfðu það jneira að segja af að brosa, yfirbugaðar af lævís- legri kæti nátturunnar, sem alltaf gengur í endur-nýjungu, — eilífri endurnýjungu. Hið innra í musterinu, kirkj- unni, fór allt fram með meiri alvöru. Sólin komst aðeins inn um hin litlu ljósop á hliðunum. Hið óða kall kirkjuklukkunnar barst þangað bælt og dauflegt, líkt og þungur niður. Og þegar presturinn. sjálfur faðir Emilis, alvarlegur, með siða- og bæna- bókina í hendinni, fór út úr sakrastíunni og lagði leið sína, hægum skrefum, að skrifta- stólnum, muldrandi bæn, um- lukti hann kyrrð hins helga stað- ar, eins og óáþreifanlegur hjúp- ur. Af gleði vorsins, sem breiddi 214 úr sér á öldum Ijóssins, í köllum fuglanna og klukkunnar úti fyrir, bærði ekki annað á sér innan- veggja en rólegt kvak tveggja spörva, sem höfðu í óhelgi og án virðingar gjört sér hreiður, hægra megin, í einu horni hins lágreista altaris, sem helgað var Hinum Heilaga Franz af Assisi*), sem sé altari hinna fá- tæku smælingja. Skriftafaðirinn var kominn að skriftastólnum, opnaði hann, tautandi stöðugt fyrir munni sér bænir og leit hvorki til hægri né vinstri. I-Iann tók sér sæti inni í hinum dimma kima, þar sem daglega fellu niður syndir þorps- búanna, hinna góðu og guð- hræddu, sem þóttust vera, og daglega voru hreinsaðir af þeim öllum saman, með Heilögu Sakramenti, í þessum skrifta- stóli. Rétt í sama mund reis upp dökkur skuggi, sem kropið hafði fyrir framan hin smáu þrep að altari Heilags Franz og sneri sömuleiðis í áttina að hliðinni á skrifta„tækinu“. Þetta var kona, ekki lengur ung, með þreytulegt andlit, sem var fölnað fyrir tímann. Faðir Emilio hafði ekki séð hana, þeg- ar hann fór inn í „stólinn" — og þekkti heldur ekki á stund- inni, þennan dökkleita kropp. þarna í hálfrökkri kirkjunnar. Því var það, að hann fékk snögglega skjálftakipp í sig, er hann heyrði rödd eina, til vinstri við sig, berast til sín yfir rimla- grindina. — „Góðan dag, faðir!“ *) Hoilagur Franz af Assisi, som eins og við vitum var stofnandi Franz- iska munkareglunnar, fæddist á Ítalíu árið 1182 og dó 1226, var þekktur fyrir kærleika sinn í garð allra smælingja, ásamt vináttu til fugla og allra dýra. Hann áttaði sig skjótlega. Skyldan kallaði á hann. Hann andvarpaði, án þess að vart yrði, ef til vill vissi hann ekki hvers- vegna. Og jafnskjótt svaraði hann: „Góðan dag, dóttir góð!“ Og nú tók hann til að búa sig undir skyldustarfið, með því að ætla að láta hana byrja á að fara með: „Yo pecador ...“ (Ég syndari...) bæn skriftabarns- ins fyrir skriftir). En áður er hann hefði tíma til að ávarpa hana og segja henni þetta, mælti hún: „Kannist þér ekki við- mig, faðir?“ Föður Emilio brá nú aftur, og nú vaknaði hann alveg af stutt- um og óljósum draurni við rödd skriftabarnsins. „Ó, jú! Er það ekki Isabel- ita?“ Hann hafði ekki strax átt- að sig á því. „Þér komið til að skrifta, er ekki svo?“ „Að skrifta, jú, faðir. Að skrifta", endurtók konan ný- komna. „Jæja þá, dóttir góð. Biðjið þér nú: „Ég ...“ „En“ — greip dökkklædda konan fram í — „ég vil í dag, faðir, gera fyrir yður fullkomna játningu, óguðlega játningu, — ef þér viljið svo vera láta. Þér eruð sú eina vera undir sólinni, sem viðeigandi væri, eftir þeirri reglu, sem ég hefi tamið mér, að játaði syndir mínar fyrir“. Og síðan bætti hún við: „Ég hef svo rnikla þörf fyrir að tala við ein- hvem í trúnaði. I dag, faðir, er ég fertug . ..“ „Það er svo, dóttir góð, en ég skil samt ekki almennilega það, sem þér eruð að segja“, svaraði Emi’io undrandi. „Megi yður auðnast að lifa lengi og með slíkri fyrirmynd og hreinleika sem hingað til. Þér eruð sönn fyrirmynd annara í þessum bæ. Þér hafið jafnvel ekki einu sinni viljað giftast, til þess að geta þannig haft meiri tíma til að geta þannig haft meiri tíma til að helga yður íhugun og bæna- gjörðum- Og í játningum yðar hef ég til dæmis sjaldán orðið VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.