Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1960, Side 22
sinni af kaðlinum á leiðinni til lands,
en náði honum strax aftur.
Þegar Tómás var kominn á land,
strengdu þeir Siska á kaðlinum, svo
sem þeir frekast gátu, en hann var
þó ennþá töluvert slakur.
Næstir fóru í land tveir hásetar,
Eiríkur og Ólafur. Gekk þeim líkt og
Tómási, misstu af kaðlinum í svip,
en náðu honum þó strax aftur og
komust heilir til lands.
Segir nú Páll, að 2. vélstjóri, sem
Elí hét, hafi komið til sín og sagt,
að nú skyldi hann fara næstur, en
þar sem Páll var þá að þrotum kom-
inn, bað hann Elí um að láta sig
í friði.
Ekki vildi Elí hlusta á neina upp-
gjöf, skar stígvélin af Páli, sem bæði
voru frosin við fætur hans, og hjálp-
aði honum síðan til að ná tökum á
kaðlinum, en honum hafði fyrst í
stað verið fest í baugspjótið, en
seinna var hann færður og þá bund-
inn í reiðann, stjórnborðsmegin.
Varla hafði Elí þó sleppt af Páli,
er hann rann niður kaðalinn, án
þess að geta stöðvað sig, enda hend-
ur hans og fætur kreppt orðin af
kulda. Páll féll beint í sjóinn og
segir hann, að þá hafi sér fyrst farið
að hlýna og líða vel. Fannst honum
sem hann væri kominn í mjúkt og
gott rúm, og sofnaði þegar.
Man nú Páll ekki lengur eftir því
sem skeði um tíma, en hefur það
sem hér fer á eftir, frá félögum
sínum.
Skipverjar fóru hver af öðrum í
land eftir kaðlinum, en sökum þess
hve hann var marghnýttur, misstu
flestir af honum, er þeir komu í sjó-
inn, en tókst þó að ná honum aftur
og hafa sig til lands.
Meðan þessu fór fram flaut Páll
í bjargbelti sínu meðvitundarlaus
skammt frá landi. Bar hann ýmist
upp undir fjöru eða út að skipi og
töldu allir hann dauðan. Elí hafði
samt alltaf auga með honum, og
einu sinni er Pál bar óvenju langt
upp, tókst Elí að ná taki á hári hans
og draga hann á land.
Raknaði Páll þó brátt við aftur,
en var mjög máttfarinn og illa á
sig kominn. Aðrir skipverjar höfðu
yfirleitt verið furðu fljótir að jafna
sig, er þeir komu á land, þó allir
væru þeir meira og minna þrekaðir
eftir erfiði og vosbúð næturinnar.
Svo hagaði til á strandstaðnum,
að f jara var svo til engin. Uppi yfir
var um 7-—8 faðma standberg. Frá
berginu gekk í sjó fram lítið eitt
hallandi klöpp, um 8—10 m. breið,
en eitthvað af stórgrýti þar fyrir
framan.
Nú fóru þeir Siska og Elí að
reyna til að komast upp bergið, en
það var mjög erfitt, því snjór og
klaki höfðu barizt inn í allar ójöfn-
ur. Þeim tókst þó að skáklífa upp á
stall, scm var svo til í miðju berg-
inu, og var svolítill flái upp að hon-
um, en þar fyrir oftn avr bergið að
mestu lóðrétt.
Drógu þeir félagar þá upp til sín
langt borð, sem rekið hafði, og lagði
Siska síðan í hamarinn, en Elí ýtti
á eftir honum með borðinu. Ekki
var aðra handfestu að fá en þá, sem
Siska tókst að krafsa í harðbarinn
snjóinn, með skeiðahnífi sínum. Mik-
inn stuðning hafði hann af borðinu,
sem Elí hélt undir honum og taldi
hann, að án þeirrar hjálpar hefði
sér aldrei tekizt að komast upp.
Að lokum tókst Siska að ná berg-
brúninni og vega sig upp á hana.
Uppi var mikill snór og gerði það
honum erfiðara fyrir. Hann hafði
haft um sig kaðal, er Elí gat klifið
eftir, þegar Siska hafði komið sér
fyrir á bergbrúninni með kaðalinn
um sig miðjan.
Er þeir Siska og Elí höfðu jafnað
sig nokkuð, drógu þeir upp félaga
sína, hvern af öðrum, og gekk það
að sjálfsögðu þeim mun betur sem
fleiri komust upp, og þegar síðasti
maðurinn var dreginn á land úr
skipinu, voru 8 af skipverjum þegar
komnir upp á bjargbrún.
Skipstjórinn vildi fara síðastur
frá borði, en þar sem hann var orð-
inn mjög þrekaður, bauðst stór og
sterkur háseti, Samuel að nafni, til
þess að verða síðastur og varð það
úr. Þegar röðin kom að honum, batt
hann um sig kaðalinn, stökk fyrir
borð og var dreginn á land jafn-
framt því sem hann synti sjálfur.
Um kl. 10.30 voru allir skipbrots-
mennirnir komnir upp á bjargbrún,
en þá var sjórinn farinn að ganga
upp að berginu.
Nokkru áður lögðu tveir af félög-
um Páls af stað með hann á milli
sín, þar sem hann gat ekki gengið
óstuddur. Ekki vissu þeir hvar þeir
voru staddir, en austan hvassviðri
var og hríðarslydda, og héldu þeir
undan veðrinu. Skömmu síðar gafst
Páll upp og skildu þeir hann eftir
undir vörðu, er þeir komu að, þar
sem þeir áttu þ áorðið erfitt með
að halda sjálfum sér á fótunum.
Áfram héldu þeir samt, vestur
eftir berginu þar til er þeir komu
að vita, sem síðar reyndist vera Sel-
vogsviti, en sáu svo nokkru seinna
húsin í Selvogi.
Þegar 2. stýrimaður var á leið til
lands hafði hann slasazt, er planki
rakst harkalega í brjóst hans. Á
leiðinni til byggða komust félagar
hans með hann að vörðu þeirri, er
Páll á undir, en þar þó Jegvan stýri-
maður.
Strax er fyrstu skipbrotsmenn-
irnir komust til bæja, brugðu heima-
menn við og héldu austur eftir berg-
inu til hjálpar þeim skipbrotsmönn-
um, er ókomnir voru, og höfðu þeir
með sér hestvagn, en í honum voru
Páll og líkið af 2. stýrimanni flutt
til bæja.
í Selvogi var tekið á móti þeim
félögum af mikilli gestrisni og þeim
veittur góður beini og öll sú að-
hlynning, sem töku voru á. Sóttur
var læknir til Eyrarbakka, jafn-
íramt því, sem sýslumanni var til-
kynnt um strandið.
Var Páll verst haldinn þeirra fé-
laga og vart hugað líf um tíma.
Hann fékk mikinn krampa í hand-
leggi og fætur og var með óráði og
sótthita fram á næsta dag, en þá
fór honum batnandi, enda vék lækn-
irinn ekki frá rúmi hans, meðan
hann var sem veikastur.
Aðrir skipbrotsmenn náðu sér
furðu fljótt eftir volkið, enda hraust-
ir og þeim vel hjúkrað.
Um eftirmiðdaginn fóru nokkrir
heimamenn austur á bjarg til að
grennslast um afdrif annarra skip-
verja. Hafði brimið þá kastað skip-
inu fast upp að berginu, þar sem
það lá á hvolfi, mikið brotið. Ekki
fundu þeir nein lík í þeirri ferð.
Að morgni þess 28. marz var enn
farið á strandstaðinn og fundust þá
þrjú lík rekin. Voru það feðgarnir
Henry og Elías Hansen, svo og 1.
stýrimaður. Nokkrum dögum seinna
fannst enn eitt lík, er reyndist vera
af Rasmus Jacobsen.
Þann 29. marz kom kútterinn
„Verðandi" til Selvogs og tók um
borð eftirlifandi skipverja af „Ern-
estinu" ásamt fjórum líkum. Fór
„Verdandi" með þá til Grindavíkur,
en þaðan héldu þeir um Reykjavík
til Færeyja.
í þessu sjóslysi fórust 9 menn,
en 17 komust af.
Ifalldór Sigurþórsson.
VÍKINGUR
198