Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Page 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Page 2
Sjávarútvegur og fLskibnadur Helgi Bcrgs, verkfr., ritar í Tímann greinaflokk um fram- leiðslu og atvinnumál þjóðarinn- ar, og höfum vér fengi'S leyfi hans til að birta liér þann |)átt, er fjallar um sjávarútveg og fisk- iðnað * * * Á árunum 1930—40 var síld- araflinn að meðaltali rétt innan við 100 þúsund tonn á ári og annar afli rúmlega 200 þúsund tonn. Nú hefur hann meira en tvöfaldazt, en miklar sveiflur hafa verið á síldarmagninu. Þó hefur það á seinustu árum verið nokkru meira en það var fyrir stríðið, en nær ekki nema þegar bezt lætur meðaltali stríðsár- anna. Vinnan, sem í veiðarnar hefur verið lögð, hefur farið vaxandi og hefur verið áætlað, hvað mörg ársverk hafa verið lögð í fiskveiðar, og sést niðurstaðan í töflu I, sem tekin er úr skýrslu, sem Efnahagssamvinnustofnun Evrópu hefur látið gera, um fiskveiðar þeirra landa, sem í stofnuninni eru: TAFLA I. Arsverk í fiskverkun á Islandi 1938—58. 1938 ............... 4400 ársverk 1948 ............... 5400 — 1953 ............... 5700 — 1958 ............... 5900 — Samkvæmt þessu hefur vinna við fiskveiðar aukizt um 34% en á sama tíma hefur aflinn aukizt um 87%. Á sama hátt er athyglisvert að sjá hvernig fiskiskipastóllinn hefur vaxið á sama tímabili, en Skipunum hefur ekki fjölgað svo mjög, en þau hafa stækkað um meira en helming. Afköst manna og skipa sjást bezt í töflu III, sem sýnir afla- magn á hvern sjómann og hvert tonn í fiskiskipi. Til samanburð- ar eru sýndar hliðstæðar tölur frá öðrum fiskveiðiþjóðum. TAFLA III. Afli á hvern sjómann o(j á livert Bll'I í skipi ásumt heildarafla í ýmsum Evrópulöndum 1958 Heildaraíli Meðalafli á Meðalaíli i í þús. tn. sjómann tn. BRT í 1 Danmörk 598 40 8 Frakkland 525 13 2 Þýzkaland 712 68 4 ísland 580 95 11 Holland 314 43 3 Noregnr 1363 20 3 Portúgal 455 3 4 Spánn 836 8 2 SvíþjóS 224 20 3 Bretland 990 43 3 það má sjá á töflu II. veiðitæki og framúrskarandi TaFbA II. Fjöldi og stcerð ísl. fiskiskipa 1938—58. ( Stærðir í þúsundnm BRT). 1938 1948 1958 Fjöldi Stærö Fjöldi Stærð Fjöldi Stærð Skip undir 100 BRT . . 564 9,6 582 17,6 610 21,2 Skip 100—299 BRT .. 35 4,7 51 7,2 45 6,2 Skip 300—499 BRT .. 32 11,1 21 7,4 7 2,6 Skip yfir 500 BR.T .... 1 0,7 35 21,1 41 27,8 Samtals 632 26,1 689 53,3 703 57,8 Á undanförnum 20 árum hef- ur meðalafli á sjómann vaxið um 39%. en meðalafli á tonn í fiskiskipi minnkaði um 15%, og er þetta í samræmi við þá eðli- legu þróun, að láta betri tæki létta mönnum störfin. Af töflunni sést, að íslending- ar eru ekki aðeins afkastamestir veiðimenn miðað við sjómanna- fjölda og flotastærð, heldur einn- ig svo langafkastamestir, að þeir eru alveg í sérflokki. Það hlýtur að vera lærdómsríkt að gera sér grein fyrir orsökum til þessa mikla árangurs. Þær eru auðvit- að margar, gjöful fiskimið um- hverfis landið, fullkomin skip og Helgi Bcrgs fengsæl og dugmikil sjómanna- stétt. Því miður verður að telja eina ástæðu enn, sem ekki er jafnmikið ánægjuefni, en hún er sú, að við höfum nú um nokk- urt skeið lagt meiri áherzlu á aflamagnið en vörugæðin. Það stendur til bóta. En yfir- burði okkar verðum við að nota okkur til hlítar. Þegar við sækj- um fjarlæg mið á stórum togur- um, þá höfum við ekki þá sér- stöðu sem við höfum hér við landið. Aðrar þjóðir, sem hafa góða aðstöðu til byggingar full- kominna hafskipa, geta veitt okkur harða samkeppni á fjar- lægurn miðum, þó þær eigi. kannski ekki eins vaska sjómenn og við. Sérstaða okkar sem fisk- veiðiþjóðar er fyrst og fremst fólgin í miðunum umhverfis landið, og hana verðum við að hagnýta okkur sem bezt. Það gerum við með því að leggja fyrst og fremst áherzlu á að landa aflanum nýjum og fersk- um, því aðeins með því móti get- um við skapað fiskiðnaðinum skilyrði til þess að framleiða gæðavöru, sem aldrei bregzt. Aukning aflamagns Hvað getum við lengi haldið áfram að auka aflamagnið, sem við drögum á miðunum okkar? Um þetta eru skiptar skoðanir, enda virðist skorta þær rann- sóknir og þá þekkingu á högum VÍKINGUR 90

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.