Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Blaðsíða 9
Margir kannast við hinn víðíræga listamann Salvador Dali, ckki aðeins fyrir listaverk hans sem málara, heldur einnig fyrir þær sérstæðu tiltektir, sem hann stundum finnur upp á til þess að vekja eftirtekt fólks Mysdin hér að ofan er sérstæð fyrir þá til- hneygingu hans. Allir, sem kannast við kvikmyndastjömuna Mae West sjá strax mynd hennar þama, cn þó er þetta herbergisút- búnaður. Á innvegg em tvö málverk (augu) ofan við tvöfalda arisstó (nef), í miðju herbergi tvöfaldin- sófi (munnur), tröppur mynda undirhöku og dyratjöld hár. nm og var um tíma útlit fyr- ir að mikil mannvirki við höfnina yrðu eldinum að bráð. Áður en tókst að yfirbuga eldinn höfðu 50 manns látið lífið. Svíþjótf hefur byggt mest að tonna- tölu, erlendra þjóða, fyrir Norðmenn, bæði fyrir og eftir síðustu heimsstyrjöld. Frá því 1946 hafa sænskar skipa- smíðastöðvar byggt 353 skip, samtals 3.191.000 brúttó smá- lestir að stærð. Og eins og stendur eru Svíar að byggja fyrir Norðmenn um 1 milljón brúttó tonn af skipum. Tœhi, sem fietur „*éð" í gegnum 30 cm þykkt stál, er nýlega komið á markað i Bandaríkjunum. Röntgentæki þetta, sem hefur 8 milljón elektronvolta aflgjafa, er tal- ið verða sérstaklega hag- kvæmt til þess að sannprófa mótstöðumöguleika ýmissa málmtegunda. Fertugasta málmflutn- ingaskipUf. Skipabyggingastöðin Göta- verken hefur nýlega afhent fertugasta málmflutninga- skipið, sem hún hefur byggt fyrir Grángesberg-útgerðar- félagið. Síðan 1940, er fyrsta málmflutningaskipið var af- hent, hefur þetta félag látið bygg.j a hjá Götaverken skip upp á samtals 498.000 tonn DW. Ship geta nú siglt allan sólarhringinn um Panamaskurðinn. Það eru lið- in 45 ár síðan siglingar um hann hófust, en núna fyrst er talið að tekizt hafi að fá nægilega öruggt ljósakerfi á erfiðustu siglingabeygjum skurðarins, að mögulegt sé að hleypa skipum stanzlaust í gegn. Þessar ráðstafanir spara skipum um 15 klukku- stundir í siglingatíma. f.ofotenveiifar iVord- manna lOGO. Heildarverðmæti Lofoten- afla Norðmanna 1960 varð samtals 38,5 millj. Nkr. (208,8 VÍKINGUE millj. ísl. kr.), en það er 15,4 millj. ísl. kr. lægra heldur en 1959, en tæpum 30 millj. ísl. kr. meira heldur en 1958, samkvæmt upplýsingum frá norska Fiskeridirektorated. Heildarkostnaður veiðanna (vextir af stofnfé ekki með- taldir) varð 16 millj. Nkr. (85 millj. ísl. kr.), en 13,8 millj. Nkr. (73,4 millj. ísl. kr.) árið 1959. Rekstursaf- gangur í heild fyrir allar veiðiaðferðir varð um 3,8 millj. Nkr. (20,2 millj. ísl. kr.), en 1959 um 7,6 millj. Nkr. (um 40 millj. ísl. kr.). Af þessu frumverði fékk mannskapur skipanna. 18,6 millj. Nkr. (98,9 millj. ísl. kr.), eða um 48,5% af heild- artekjunum. Það samsvarar á hvern einstakling, án tillits til veiðiaðferða, að meðaltali 1906,00 Nkr. (10.140,00 ísl. kr.). Árið 1959 voru tekjum- ar reiknaðar á sama hátt 2.040,00 Nkr. (10.853,00 ísl. kr.). Þrátt fyrir tiltölulega góð- ar veðuraðstæður varð Lofot- en fiskaflinn að þessu sinni um 6.800 tonnum minni held- ur en árið áður, en það er um 15% lægra fiskmagn. — Heildarveiðin varð að þessu sinni 37.387 tonn. í saman- burði við meðalafla 10 undan- farinna ára, 1950.—-1959, varð heildaraflinn um 63%. Tala þeirra fiskimanna er þátt tóku i Lofotenveiðunum hefur þó lækkað hlutfallslega ennþá meira. Samkvæmt skrá setningu 22. marz 1960, voru Lofotenfiskimenn alls 9.773, sem skiptast á 2.807 neta-, línu- og handfærabáta. í sam- anburði við árið 1959 hafði bátunum fjölgað um 172, en fjöldi fiskimannanna stóð nokkurn veginn í stað. Af útgerðunum voru 1322 með net, 572 með línu og 913 með handfæri. Frá árinu áður hafði netaútgerðinni fjölgað um einn þriðja, sem að mestu leyti stafaði frá bátum með tiltölulega fá net. Einnig hafði orðið fjölgun um 55 á línuveiðum, en handfæra- bátum hafði fækkað um 224. Af heildaraflanum komu 47,8% frá netabátum, 40,3% frá línubátum og 11,1% frá handfærabátum. Þrátt fyrir aukna þátttöku í netaveiðum lækkaði aflinn við þá veiði- aðferð um nær því 30% frá árinu áður. Meðalafli neta- bátanna lækkaði úr 25,8 tonn í 13,5 tonn eða um nærfellt 48%. Línuveiðarnar gáfu hins vegar nokkuð betri árangur heldur en árið áður, því það hækkaði úr 25,9 tonn upp í 26,3 tonn eða um 12%. Afli handfærabátanna hækkaði einnig nokkuð hlutfallslega eða úr 4,4 tonnum upp í 4,6 tonn að meðaltali. Frá Ilaifa hefur verið tilkynnt, að rík- isstjóm Líberíu, hollenzka skipabyggingastöðin Verolme og ísraelskt skipaflutningafé- lag hafi sameiginlega stofnað fyrirtækið „Liberian National Shipping Co.“. Félagið hefur fyrst um sinn tekið á leigu skip til málmflutninga frá Líberíu og evrópskum og amerískum höfnum, en Ver- olme á að byggja tvö skip um 40.000 tonn DW hvort til þessara flutninga í framtíð- inni. 97

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.