Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Page 13
braut hans er sporbaugslaga.
Suður fer hann vestanmegin í
sundinu en norður austanmegin
í því. En allur stofninn tekur
ekki þátt í þessum ferðum,
nokkur hluti heldur sig í Thule
og á öðrum svæðum á veturna
og sérstakir hópar reika hingað
og þangað. En meirihluti stofns-
ins hagar ferðum sínum eins og
að ofan segir.
Margar sögur hafa verið sagð-
ar um hið tilgangslausa rost-
ungsdráp, sem átti sér stað í
október við Nottinghameyju.
Bátar fullir Eskimóum fóru
þangað og drápu miklu fleiri
rostunga en þeir gátu tekið með
sér. Margir sluppu særðir, en
fundust seinna dauðir á reki í
sundinu. Höggtennumar voru þá
hirtar í mörgum tilfellum en
annað ekki.
Á Nottinghameyju fara rost-
ungarnir í land og margir fara
alllangt á land upp. Þeir, sem
síðar koma, ýta þeim, sem fyrir
eru, lengra og lengra frá sjón-
um, hin hræðilegu öskur og há-
vaði heyrist langar leiðir. Briml-
arnir berjast, oft eru þeir særð-
ir djúpum sárum á hálsi og
baki, ótrúlegt er að þeir lifi sum
þeirra af.
Fyrrum voru leiðangrar veiði-
manna gerðir út frá ýmsum
byggðarlögum til þess að afla
hundafæðu til vetrarins. Oft
lögðu rostungarnir á ofboðsleg-
an flótta, þeir hoppuðu áleiðis
til sjávar, en oft var þá aðeins
um þrönga rennu að ræða, þar
sem sjór var auður. Þeir
þrengdu sér saman og klifruðu
hvor yfir annan, þeir máttar-
minni urðu auðvitað undir. Ekki
þarf að taka fram, að auðvelt
var að hæfa þá í þessum tilfell-
um, eina hættan fólst í því. að
særður rostungur gerir stundum
gagnárás og rekur höggtennurn-
ar í gengum bátinn.
Rétt er að taka fram, að bæði
kanadískir Indíánar og Eskimó-
ar segjast vera vissir um, að
rostungur ráðist aldrei á bát,
sem er rauðmálaður í botninn.
Þessu er erfitt að trúa. Þegar
vIkingur
dýrin eru á æðisgengnum flótta
og ryðjast hvert yfir annað, er
ekki sennilegt, að þau gefi gætur
að litum.
Rostungsveiðar við Notting-
hameyju eru nú ekki eins ábata-
samar og fyrr. Með hinni ágætu
veiðimálalöggjöf Kanada, sem
miðast að vernd dýranna og
jafnframt til hagsbóta fyrir Eski-
móana, er nú komið í veg fyrir
þessi dýramorð. Meðal annars er
samkvæmt lögunum haldið uppi
rannsóknum með nýjustu vís-
indalegum aðferðum á dýralífi í
Norðuríshafinu.
Rostungurinn reynir að halda
sig eins nærri landi og hann
getur, vegna þess að þar er dýp-
ið minna en lengra úti. Þetta
getur hann á meðan ísinn er
ekki orðinn of þykkur. Þegar
hann getur ekki lengur brotið
gat á ísinn með hausnum og
búið sér þannig til öndunarop,
neyðist hann til að færa sig ut-
ar, þar sem dýpi er meira. Þetta
skeður, þegar ísinn er orðinn
fjórir til sex þumlungar. Rost-
ungurinn reynir ekki að brjóta
gat á ís, sem er orðinn þakinn
snjó, því neðan frá virðist hann
vera næstum svartur í hinni
daufu dagsbirtu nóvembermán-
aðar, þá fylgir rostungurinn ís-
röndinni, sem smátt og smátt
færist utar, en alltaf þegar ís-
inn brotnar nær landi, fara þeir
þangað til þess að notfæra sér
hina betri fæðuöflunarstaði, þar
sem dýpið er minna. Síðla vetr-
ar verða ferðir þeirra strjálli,
þá er ísinn orðinn þykkur og
brotnar sjaldnar.
Langt frá landi við ytri brún
íssins er alltaf breitt belti, sem
ýmist brotnar af öldugangi og
undirsjó eða frýs saman í hellu
aftur. Á þessu svæði heldur
rostungurinn sig aðallega á vetr-
um, þó eins nálægt landi og hon-
um er fært að brjóta göt á ís-
inn. Á öðrum svæðum nær landi
koma straumar í veg fyrir að
þykkur ís myndist. Þar getur
rostungurinn brotið göt á ísinn,
og þar safnast hann saman á
vetrum.
Rostungurinn getur ekki verið
án reglulegs svefns á vetrum.
Víða, sérstaklega í sunnanverð-
um norðurskautslöndunum, fer
hanp í land til að sofa og er þá
í stórum hópum. Þetta er varla
hægt lengst í norðri, vegaia þess
hve ísinn er þykkur þar allstað-
ar nærri landi. Á sumrum sést
rostungurinn oft sofandi á ís-
jökum, sem eru á reki, stund-
um kemur það ■ fyrir á vetrum
líka, þegar rostungurinn lengst
í norðri heldur sig á hafsvæðum
við ísröndina fjarri landi. Jafn-
vel um háveturinn sofa stöku
rostungar þannig á ís. Húð
þeirra er þá svo harðfrosin að
ómögulegt er að koma skutli í
gegnum hana. Þessi harðgerðu
dýr virðast ekki vera hrædd við
manninn, minnsta kosti er oft
hægt að komast mjög nærri
þeim án þess þau vakni. Rost-
ungurinn hagar sér þó yfirleitt
ekki á þennan hátt. Á vetrum
sefur hann venjulega þar sem
vakir eru í ísnum. Hann flýtur
í sjóskorpunni og á fárra mín-
útna fresti lyftir hann höfðinu
til að anda, en lætur það svo
aftur síga. Hann flýtur ýmist
með kviðinn eða bakið upp, en
oft sefur hann upp á endann í
sjónum. Hann getur flotið í
þessari stöðu án erfiðleika,
vegna þess að hann fyllir kokið
af lofti. Hið vöðvamikla kok
bæði brimilsins og urtunnar er
útvíkkað og myndar poka. Þegar
rostungurinn flýtur á þennan
hátt virðist hálsinn vera mjög
littútnaður og veldur því hinn
loftfulli poki. Vegna þess hve
rostungurinn á auðvelt með að
fljóta sefur hann stundum á
floti í sjálfri öndunarholunni, þá
hangir hausinn máttlaus niður,.
en öðru hvoru lyftir hann upp
hausnum leggur höggtennurnar
upp á vakarbarminn og dregur
andann nokkrum sinnum, að því
búnu sofnar hann aftur.
Höf'mular Peter Freuclien og
Finn Sálomonsen í bókinni
The Arctic Year. — Grímur
Þorlcelsson tók saman.
101