Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Síða 16
Ellert Kr. Schram skipstjóri Hinn 16. marz var til moldar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavík aldursforseti sunn- lenzkra skipstjómarmanna, Ell- ert K. Schram, skipstjóri. Hann andaðist á sjúkradeild Hrafnistu 6. s.m., þá nýlega orð- inn 96 ára. Foreldrar Ellerts voru þau hjónin Hallbjörg Guðmunds- dóttir og Kristján Schram. Þeg- ar Ellert var á þriðja ári missti hann móður sína. Nokkrum árum síðar fluttist faðir hans til Ameríku. Ellert var þá á áttunda ári. Var hon- um nú komið í fóstur suður í Njarðvíkum þar sem hann korn- ungur fór að stunda sjó á opn- um skipum eins og þá var venja. Rúmlega tvítugur að aldri lærði Ellert siglingafræði hjá Markúsi Bjarnasyni síðar skólastjóra Stýrimannaskólans og lauk fulln- aðarprófi 1889. Upp frá þessu hóf Ellert skipstjórastörf á skútum, og hafði skipstjórn á hendi í 33 ár með mikilli prýði, öðrum til fyrimyndar. Fyrstu kynni mín af Ellert K. Schram hófust veturinn 1911. Hann var þá verkstjóri hjá H.P. Duus við seglasaum á stórri vinnustofu þar sem unnu um 20 menn við seglasaum, en Duus var þá stærsta útgerðarfyrir- tæki í Reykjavík. Vann ég tvo vetur undir stjórn Ellerts, lærði ég hjá honum uppdrátt á segl- um og allan frágang þeirra. Síð- an hefur haldizt kunningsskapur milli okkar Ellerts, hefur það verið mér til mikillar ánægju. Á þessum árum var Ellert skip- stjóri á kt. Björgvin, sem hann hafði skipstjórn á í mörg ár. Skip hans bar af hvað hirðu- semi snerti, svo vel var Ellert Schram látinn sem skipstjóri að hann hafði sömu hásetana ár eftir ár. Ellert var einn í hópi þeirra samtíðarmanna sinna sem voru á undan sinni samtíð, hann var einn af þeim 24 skipstjórum og stýrimönnum, sem stofnuðu Skipstjóra- og stýrimannafélag- ið ,,Aldan“ 1893. Voru þetta fyrstu félagasamtök sem stofn- uð voru af sjómönnum hér á landi. Ellert var um tíma í stjórn öldunnar. Ellert hafði alla tíð mikinn á- huga fyrir framgangi félagsins og fylgdist vel með störfum þess. Hann gaf fyrir nokkrum ár- um fjárupphæð til Öldunnar. Ber sá sjóður nafn Ellerts K. Schram. Af þeim 24 sem stofn- uðu Öldufélagið var Ellert sá síðasti sem kvaddi þennan heim, og varð þeirra elztur að árum. Það mun hafa verið 1917 sem Ellert hætti skipstjórn, ekki kunni hann við að sitja auðum höndum, heldur stofnsetti hann seglavinnustofu á Vesturgötu 6 ásamt vini sínum og félaga Finni Finnssyni, skipstjóra, VÍKINGUE 104

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.