Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Side 22
Þorskveiðar við S-Grænland
Við Suður-Grænland fengu ensk
og þýzk veiðiskip óvenjulega mik-
inn þorskafla 1952 og 1953. Meðal
dagsafli varð allt að því 483 korb.
(ca. 24 tonn). Svipað jafngóður
afli fékkst aftur 1957. Næstu veiði-
tímabil fór aflinn hins vegar aftur
minnkandi og varð svo lélegur árin
1959 og 1960, að hann stóð ekki
undir kostnaði. Rannsóknir þær, sem
framkvæmdar hafa verið á vegum
Aldur Og- stærS fisksins í Jjorskafla þýzkra
veiðiskipa við SuSur-Grænland á árunum
1952—1960. Vinstra megin sýnir samfellda
línan heildaraflamagnið, en brotna Iinan
aðalárganginn í heildaraflanum. Neðst er
stærS fisksins í cm, og má af samanburði
viS J>á línu sjá lengd fisksins í aflamagn-
inu á hverju ári. En til hægri er afla-
magnið og aldur fisksins í þvi.
Institut fiir Seefischerei, hafa gert
það mögulegt, það fylgjast nokkum
veginn nákvæmlega með stigbreyt-
ingum þorskveiðinnar við Suður-
Grænland og jafnvel lagt grundvöll
að því, að nokkurn veginn örugg-
lega megi spá fyrir um aflamagnið.
Þannig spáir A. Meyer fiskifræðing-
ur því, að vænta megi nokkuð góðs
þorskafla á veiðitímabilinu 1960—
1961.
Hinn góði afli á tímabilinu 1952
—1953 og síðan á tímabilinu 1957
—1958, byggðist að verulegu leyti á
sterkum árgöngum áranna 1945 og
1950. Nær helmingur alls aflans var
7 ára gamall fiskur frá hvorum
þessara árganga (sjá mýnd). Síðar
höfðu báðir þessir árgangar mikil
áhrif fyrir veiðarnar við Austur-
Grænland og ísland.
Skýringin á þessu fyrirbæri virð-
ist vera sú, að meginkjarni 7 ára
þorsksins, sem er um það bil að
verða kynþroska, hópar sig þéttar
saman, og að um upphaf 8. ársins
sé hann kynþroska og gjóti þá í
fyrsta sinn. Suður-Grænland er
einnig uppeldissvæði fyrir yngri
þorsk. Aðstreymi hins kynþroska
þorsks myndar þéttar torfur og
sókn á dýpra vatn. Þær rannsóknir,
sem fyrir liggja um þessi mál, virð-
ast benda til þess, að þorskurinn,
sem er að verða kynþroska, leiti
til Austur-Grænlands og Islands til
þess að hrygna. Þessi ályktun gæti
verið rétt með tilliti til þess, að við
Suður-Grænland verður helzt vart
við mikið aflamagn, þegar sterkir
árgangar eru um 7 ára aldur og
hópar sig saman til fyrstu hrygn-
ingar. En um þetta leyti er þorsk-
urinn á heppilegri stærð til veiða
eða um 65 til 70 cm, og einnig að
haustinu og framan af vetri vel
nærður og feitur. Þegar hann svo
er veiddur í kalda Grænlands-
straumnum og settur í 1—2 gráðu
C ísstráðar lestarstíur, er hann á
heppilegu geymslustigi til þess að
hægt sé að landa honum í góðu
ásigkomulagi. (úr afz — h. j.).
VÍKINGUE
110