Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Blaðsíða 24
þessi! Nonni litli var að lesa í biblíunni: — Og hinir heilögu vitringar færðu litla baminu í jötunni gjafir: gull, reykta síld og murtu. * Þau tvö fundu hvort annað fyrir milligöngu blaðs. — Það hlýtur að hafa verið hazar- blað! * Ekld eru allar ferðir til f jár . . . Það bar til fyrir nokkru, að prest- laust varð í prestakalli nokkru á Austurlandi. Tveir prestar sóttu um brauðið, skruppu austur og héldu reynslumessu. Annar þeirra hafði aldrei komið í prestakallið áður, og var því gerókunnugur. Að messu lokinni fór presturinn í stutta ferð um kallið, bæði til þess að sjá fólk- ið og kynna sig fyrir því. Segir nú ekki af ferðum hans, fyrr en hann kemur á efsta bæinn í prestakallinu, og var sá nokkuð afskekktur. Þar er honum borið kaffi, sem á öðrum bæjum, en með- an hann situr undir borðum, ásamt bjónunum, koma tveir strákar inn. Þeir voru báðir eins og steyptir í sama mótinu, reglulega gjörfulegir piltar. — Jæja já, svo þið hafið eignazt tvíbura, segir prestur. Hjónin kveða það rétt vera, og rétt í sama bili koma tvær stúlkur inn í stofima, og mátti auðveldlega sjá, að þær voru líka tvíburar. — Þær eru líka tvíburar, segir mamman. — Jaha, svarar prestur, — hafið þið alltaf eignazt tvíbura? Þá ók faðirinn sér í herðunum og svaraði seint og hægt, eins og hann vildi eyða þessu tali: — Onei, stundum höfum við nú ekki eignazt neitt! Erlander, forsætisráðherra Svía, var eitt sinn á kosningaferðalagi í Norður-Svíþjóð. Hann svaf í efri koju í svefnklefa járnbrautarlestar, en í neðri koju lá maður, sem reykti pípu í ákafa, svo að Erlander lá við köfnun. Hann kallaði á brautar- vörðinn og sagði: — Ég er Erlander forsætisráð- herra og heimta, að maðurinn þarna í neðri kojunni hætti að reykja, því ég get ekki sofið fyrir svælunni úr honum. Þá heyrðist róleg rödd í neðri kojunni: — Ég er Jónsson byggingameist- ari, og segið herranum í efri koj- unni, að ég hafi ekki sofið rólega í mörg ár vegna þess, hvemig hann stjómar landinu. JríVaktiH Fólk vanrækir oft hina minni hamingju, vegna iþess, að það leitar árangurslaust eftir meiri og stærri. Þessi gæti passað fyrir Ingimar Johanson: Hnefaleikamaður var spurður að því, hjá hverjum hann hefði fengið þyngsta höggið: — Hjá skattayfirvöldunum, var svarið. Árið 1961 hlýtur að verða merki- legt ár, hvolfdu tölunni og áfram verða þær 1961. Þetta fyrirbrigði hefur aðeins komið fyrir 22 sinnum í tímatali okkar, nefnilega árið 1, 8, 11, 69, 88, 101, 111, 181, 609, 689, 808, 818, 888, 906, 916, 986, 1001, 1111, 1691 og 1881. Þar til sama fyrirbrigði skeður verðum við að bíða í rúm 4000 ár, nefnilega til ársins 6009. * Knattspyrnukeppninni var lokið og talsverður æsingur var í áhorf- endum. Lögregluþjónn kom auga á grunsamlegan mann með dökk gler- augu og gerfiskegg, sem var að reyna að læðast út um hliðardyr. Lögregluþjónninn greip manninn. — Hver ertu og hvað ertu að að- haf ast ? Maðurinn hvíslaði hræddur: — Hafið ekki hátt, ég er dómar- inn. * Hinn guðrækni var að lesa í biblí- unni, gárungi spurði hann: — Segið mér, þér sem eruð svo vel heima í ritningunni, hvemig fer maður að komast í frakkann utan yfir vængina? Hinn guðrækni horfði rólega í augu gámngans og svaraði: ■— Hafðu engar áhyggjur af því, ungi maður. Fyrir yður verður vand- inn mestur að koma buxunum utan yfir halann. * Þekktur lögfræðingur skilgreindi orðið þjófnað á þessa leið: Þjófn- aður er það, þegar maður ásælist eigur náungans með slíkri ákefð. að hann gefur sér ekki tíma til að stofna hlutafélag fyrst. * Kunningi Mark Twain trúði hon- um fyrir því, að takmark hans í lífinu væri að heimsækja landið helga. — Þá ætla ég að standa uppi á Sinaifjalli og lesa boðorðin tíu, sagði hann hátíðlega. — Væri ekki heppilegra, sagði Mark Twain, að iþér verðið kyrrir í Boston og haldið boðorðin? 112 VlKINGUB

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.