Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Page 28
Enginn verður óbarinn biskup!
>>
Eftir Franz Berliner
Strandferðabáturinn skríður inn
lygnan f jörðinn, hafflöturinn er eins
og silfraður spegill, litrík, toppmjó
fjöll, nærri ómögulegt að greina
skil láðs og lagar, allt umhverfið,
himinn og haf, rennur saman í ólýs-
anlega tæra blámóðu. Og kyrrðin,
. . . fyrir næsta nes, þá blasir við
litla, grænlenzka þorpið, lognreyk-
irnir liðast upp frá einstaka húsi.
Uppi á múlænum ofan við þorpið
gnæfa loftnetsstengurnar, þarna á
ég að eyða næstu mánuðum, nýbak-
aður loftskeytamaður, með annars
flokks próf (80 merki á mínútu)
upp á vasann. Fyrsta flokks próf,
125 merki á mínútu, var hraði, sem
kennari okkar fullvissaði okkur um
að aldrei væri notaður í venjulegri
afgreiðslu . . . Mér varð hugsað til
prófdagsins, veikt hóstakjöltur og
tækið var sett í gang. Hópur af
verðandi neistum*) beygðu sig yfir
blaðið og kreistu blýantana sveitt-
um fingrum, krystaltær morsemerk-
in liðu úr heyrnartólunum inn í eyru
okkar, líkt og glerperlur í holur.
Engar truflanir, ekkert skrjáf og
engin tónbreyting. •—• Kennararnir
læddust um á tánum og gættu dyr-
anna, eins og postulinn sjálfur, svo
enginn kæmist inn í helgidóminn.
Ef einhver ræskti sig, sendu hinir
honum nístandi augnaráð og misstu
af einum eða tveimur merkjum um
leið ... heilög kyrrð ríkti.
Eftir stutta viðdvöl í þorpinu, var
haldið upp brattann. Með mér í
jeppanum voru samstarfsmenn mín-
ii, harðsoðnir loftskeytamenn, flest-
ir í peysum, margir reykjandi pípur
og sumir með alskegg.
Við vorum átta neistar á vakt í
einu. Stöðin var aðalþjónustustöðin
fyrir veðurathugunarstöðvar Græn-
lands. Hér var safnað saman upp-
lýsingum og sendar um heiminn, og
*) Neisti, gælunafn fyrir loftskeyta-
menn, algengt í hinum enskumælandi
heimi og í Skandinavíu.
allt varð þetta að gerast á sama
klukkutímanum, og útsendingar
timana varð að passa upp á mínútu.
Þetta vissi ég allt, þarna var tekið
á móti á ritvélar, því kveið ég fyr-
ir, það var sök sér að taka á móti
morsemerkjum, þó maður þyrfti
ekki að lemja þau inn á ritvélar líka.
Nú vorum við komnir að stöðvar-
húsinu. Það minnti mann á musteri,
friðsæll staður, fjarri mannabyggð,
en þegar ég opnaði dyrnar, hrökk
ég öfugur til baka, hávaðinn var
yfirgnæfandi, í nafni allra útvalda,
ég greip um dyrastafinn. Voru þetta
Ragnarök, þetta hljómaði eins og
hljómkviða fordæmdra. Það vældi
og tísti í hátölurum söngur í raföl-
um, smellir í ritvélum, einhvers
staðar úr fjarska heyrðist kall í
norskum sel-skipstjóra, kall eftir
kall: Áuvlsunn . . . Áuvlunn . . .
Það drundi í þrem stórum viðtækj-
um, stilltum á alþjóðaneyðarbylgj-
ur, þeir voru skrúfaðir eins hátt upp
og hægt var
Einn loftskeytamannanna sat og
hamraði niður fréttir á ritvél í hvert
skipti, sem norski skipstjórinn gal-
aði, bölvaði hann og tottaði pipuna
í ákafa, en aldrei stöðvaðist ritvél-
in. Inn í næsta herbergi voru þrír
skeggjaðir neistar, þeir hömuðust
eins og þeir ættu lífið að leysa.
Þeir hömruðu á sendilyklana, lömdu
á ritvélarnar og skrúfuðu ýlfrandi
viðtæki, eins og óðir væru, tottandi
pípur eða sígarettur. Öðru hvoru
grýttu þeir heyrnartólunum á borð-
ið, til að þjóta á milli herbergja og
gala í hvem annan . . . Hver dj . . .
timinn er kominn, hrópaði einn, og
setti í gang eitthvert ferlegt appa-
rat, sem gleypti pappírsræmu, sem
annar hamaðist við að framleiða í
einhverju járnverkfæri, sem söng
og glamraði í . . . Ég óskaði þess
— Svona cigið þið að stökkva!
VÍKINGUR
116