Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Qupperneq 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Qupperneq 33
Möðmvellir í Hörgárdal. heldur ekki líft fyrir svælu. Ekki var heldur auðvelt að sjá, hvað eld- urinn hafði rutt sér til rúms mikið á efsta loftinu, og var því ekki vist- legt á kvistinum, þVí hætta var á því, að loftið gæti fallið niður þá og þegar. Þar var og ólifandi fyrir reyk. Menn höfðu því stutta við- dvöl á kvistinum, en þó tóku þeir, sem þangað komu upp, með sér það, sem þeir gátu komizt með af bókum og öðru lauslegu. Á þennan hátt var bjargað talsverðu af bókum þeim, er geymdar voru á kvistinum, en mikið var eftir, er brann. Verð- ur þess getið að nokkru síðar. Nú var í mörg horn að líta. Halldóri Briem var gert viðvart um eldinn jafnsnemma og hinum kennurun- um“. Hér segir Ólafur ekki rétt frá, og ber ekki rétt heim við það, sem Gísli Helgason segir í ofannefndri grein þannig: „1 ósköpunum, sem á gengu, þegar vitað var að eldur var í skólanum, gleymdist að gera Iíalldóri Briem aðvart“. Er þetta rétt hjá Gísla, sem ég mun síðar sýna fram á. Hefur Ólafur því af einhverri óvarkárni eða misskiln- ingi, en alls ekki vísvitandi farið eftir röngum upplýsingum. Enn- fremur segir Ólafur: „Möðruvalla- skóli hafði eignast allgott bókasafn, og var sumt af því geymt upp á kvisti, en sumt í herbergi sunnan til í húsinu að vestanverðu, er kall- að var bókabekkur. Þar var og geymt það, sem skólinn átti af nátt- úrugripum og öðrum kennsluáhöld- um. Stefán kennari fór þangað jafn- skjótt og hann sá að litlu var bjarg- að af kvistinum, og var þegar farið að bera bækur og annað út í pok- um, en kvenfólkið bar í svuntum sínum, og gengu allir vel fram. Áð- ur en langt um leið, var bekkurinn hroðinn að öllu, er þar var lauslegt, en þó mun nokkuð hafa orðið eftir af ritum Svedenborgs, er þar var rnjög mikið af. Þau voru látin sitja á hakanum, af því að menn vissu að talsvert var til af þeim í Amt- bókasafninu. Hjaltalín skólastjóri átti talsvert af húsgögnum og öðr- um munum í tveimur herbergjum niðri á gólfi austan og sunnan til í húsinu, og var öllu bjargað, er laus- víkingur legt var og nokkurs var virði“. í sambandi við það, sem Ólafur talar um rit Svedenborgs, langar mig til að segja þá smáskrýtlu, að þegar einhverjir piltar ætluðu að fara að bjarga ritum Svedenborgs, sem Hjaltalín átti heila hillu af í logagiltu bandi, segir Ólafur, sem mun hafa verið svolítið hreyfur af víni: „Blessaðir látið þið helvítið hann Svedenborg vera, en bjargið heldur sófanum, því Hjaltalín þarf að nota hann“. Eins og Ólafur að ofan segir fóru nokkrir piltar með þeim Stefáni og Ólafi upp á loft til að bjarga bók- um Hjaltalíns. Hinir piltarnir snéru sér þá strax að því að bjarga rúm- fötum úr svefnloftunum, og voru brotnir gluggar úr með miklum há- vaða og gauragangi, til að kasta rúmfötunum út um þá, þar sem það þótti vænlegasta og fljótlegasta björgunaraðferðin. Gleymdust ný- legir stígvélaskór, sem ég átti und- ir rúmi mínu og brunnu þeir til ösku. j Þegar björgun skrína, skólabóka og rúmfata okkar var lokið, og ég sá að björgun á bókum Hjaltalíns og náttúrugripasafnsins var komin í fullan gang, datt mér allt í einu Halldór Briem í hug. Var sem ein- hver ósýnileg ókunn vera spyrji: „Hvar er Halldór Briem? Því er ekki hans eigum bjargað jafnskjótt og Hjaltalíns og skólans“. Ég fer því að svipast um hvort ég sæi hvergi Halldór, því ég bjóst við eins og Gísli Helgason segir í ritgerð sinni, að Briem hefði heyrt þann mikla hávaða •— (reiknaði alls ekki með því, að hann væri sofandi) — og farið að athuga hvernig á hon- um stæði. En þegar leitin bar eng- an árangur, sem þó hafði staðið yf- ir í nokkrar mínútur, vík ég mér að Lárusi Bjarnasyni mínum kæra sessunaut og skólabróður, því ég sat á meðal þeirra lærifeðranna Lárus- ar, sem átti eftir að verða kennari og lærimeistari með prýði fjölda ungra sveina og kvenna, og Gísla Helgasonar, sem átti eftir að verða faðir og lærifaðir bráðefnilegra og velgefinna 13 barna, enda átt kven- skörung fyrir konu. Ég segi strax við Lárus, að ég sjái hvergi Hall- aór Briem. Bið ég nú Lárus að koma með mér upp á herbergi Briems og vita, hvort við finnum hann þar. Lárus er strax til í það. Hlaupum við því af stað. Mun þá hafa verið liðin áreiðanlega hálf klukkustund frá því, að Stefáni og Ólafi var gert aðvart, því á þeim tíma vor- um við búnir að bjarga skrínum okkar, skólabókunum úr bekkjun- um og rúmfötunum úr svefnloftim- um, og komið í fullan gang að bjarga bókum Iijaltalíns og munum nátt- úrugripasafnsins og kennsluáhöld- unum. Stefán búinn að vera upp á lofti og gefa sínar fyrirskipanir þar, en hafði því miður gleymt að gera Briem aðvart eins og við fleiri, sem sannarlega hefur þó ekki verið af ásettu ráði gert. Man ég það glöggt, eins og það hefði skeð í dag, að þegar við Lárus hlupum fyrir dyr 121

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.