Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Side 2
I greinargerð segir m. a.:
„Heildarsamtök sjómanna hafa
gert um þetta ýmsar samþykktir
og áskoranir, sem allar benda á
nauðsyn þessa máls, þ. e. að koma
upp athvarfi fyrir sjómenn til
lestrar, skrifta og tómstundaiðju,
þegar í land er komið. . . . „Síld-
veiðiskipin munu nú vera um 180,
en á þeim munu vera rúmlega
2000 sjómenn. Því mætti líkja
núverandi ástandi í þessum mál-
um við læknislausa tvö þúsund
manna afskekkta byggð“ . . .
Þessi mál þarfnast úrlausnar hið
fyrsta, og því er tillagan flutt um
þetta efni“.
Það eru orð að sönnu, að bregða verður skjótt við, ef einhver lag- færing í þessum málum á að fást fyrir komandi síldarvertíð fyrir austan. 1.
2.
Þá skal hér.aö lokum kvæöinu
vent í kross og minnzt einu sinni enn á verndun hrygningasvæö- 3.
anna.
Þetta mun ávallt verða við- 4.
kvæmt mál, sem varðar hagsmuni vissra verstöðva. Málin munu þó hafa skipast þannig að vorgots- 5.
síldin verður tæplega veidd öllu
lengur. Annaðhvort náttúran
sjálf eða rányrkja undanfarinna
ára ráða þar úrslitum, nema
hvorttveggja sé.
Hins vegar er ekki að örvænta
að þorskurinn kunni ennþá að
leita á fornar slóðir til hrygn-
ingar.
Ennþá er tími til þess að gera
ráðstafanir til að takmarka á að-
alstöðvum þessa athafnalífs
þorsksins, grófustu rányrkjuna
um viss tímabil, — og þorsk-
hringnótina á skilyröislaust aö
banna á því tímabili.
Til fróðleiks fyrir hlutaðeig-
andi ráðamenn í þessum efnum
set ég hér ályktun frá 20. þingi
F.F.S.I. haustið 1961. Var hún
samin af nefnd skipstjórnar-
manna á þinginu, sem kunnu góð
skil á þessum málum.
44
Friðunarsvæði l\lo. 1. Bankahryggir
1. Útmörk — Vesturmörk.
Lína dregin út frá Geirfuglaskeri réttv. 292°
NV. ca. 63 fm. dýpi í norðurmörk.
2. Norðurmörk.
Lína, sem hugsast dregin í miðinn Hana-
hausinn við Ufsaberg að innmörkum.
3. Innmörk — A-mörk.
Lína, sem hugsast dregin í miðið. Gatið
í Súlnaskeri sé lokað, dýpra frá séð.
4. Suðurmörk.
Lína dregin á milli Súlnaskers í Geirfugla-
sker.
Friðunarsvæði No. 2.
Einidrangs og Þrídrangshraun.
Suðurmörk.
Lína, sem hugsast dregin í miðin. Nyrzti
kirkjuhausinn á Elliðaey við Faxa, að út-
mörkum.
Útmörk.
Lína, sem hugast dregin í miðið. Hryggur-
inn á Suðurey laus suður undan Álsey að
V esturmörkum.
Vesturmörk.
Lína, sem hugsast dregin í stefnu réttv.
18° NA N yfir Einidrang í innmörk.
Innmörk.
Lína, sem hugsast dregin í miðið: Bunki
á Bjarnarey við Faxa í Austurmörk.
Austurmörk.
Lina, sem hugsast dregin í miðið: Súlna-
sker hálft vestur undan Gelding í Suður-
mörk.
í báðum þessum till. er iiðeins átt við hraunin,
innan þessara marka.
Friðunarsvæði No. 3.
Karginn, slæmt hraun NVAV frá Einidrang
ca. 6 mílur, allan friðaðan.
Allt Selvogsbankahraunið utan 4ra mílna land-
helgismarkanna friðað.
20. þing F.F.S.Í. telur að þessi svæði séu þó
aðeins brot af því, sem æskilegt væri að friða
um hrygningartíma og vill benda á, að hlið-
stæðar ráðstafanir þurfi að gera annarsstaðar
við strendur landsins, á hrygningarsvæðum,
t.d. áframhaldandi vestur og kringum land,
þar sem um hrygningu gæti verið að ræða.
Þingið telur í þessu sambandi nauðsynlegt
að benda á, að greiða þurfi, með skipulagn-
ingu veiðisvæða, úr þeirri flækju, sem mynd-
ast, þar sem togveiðar, neta- og línuveiðar
mætast. Samanber árekstra þá sem orðið hafa
milli þessara veiðiaðferða á Solvogsbanka.
Telur þingið vænlegast til árangurs um
slíka skipulagningu, að leitað verði umsagnar
viðkomandi aðila, sem þarna hafa hagsmuna
að gæta.
VlKINGUR