Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Síða 6
Þeir voru víöa útgeröarstaöir þessara báta og stutt á tniöin.
Mestur hluti þessa stórfiskjar
fór svo aftur út úr Breiðafirðin-
um og út í álinn, og norður með
Vestfjörðunum, en mikið magn
af þessum fiski stoppaði oft um
12—15 mílur úti af Bjargtöng-
um og var þar oftast upp í sjó,
stundum allt fram í ágústmánuð,
því um það leyti var þá síldin að
ganga hér vesturum. Nokkuð af
þessum stóra fiski varð svo eftir
innum allan Breiðafjörð að aflok-
inni hrygningu, sumt í álnum, en
einnig líka á grunnsævi, helzt á
leir eða sandbotni milli grunna,
og lá þar af sumarið.
Stórar göngur af smærri fiski
helltu sér yfir Vestfjarðagrunnið
í apríl og síðar, stundum komu
þær að norðan, stundum virtust
þær koma hérna upp úr Víkur-
álnum, en oftast komu þær að
sunnan,fyrir Jökul, og voru mjög
mismunandi lengi á leiðinni, til
dæmis frá Jökli og vestureftir,
sem hefir vafalaust ekki stafað
af því, að þær vissu ekki hvert
ferðinni væri heitið, heldur af
því að sjávarhiti og önnur lífs-
skilyrði, svo sem eins og lifandi
sjór, voru misjafnlega snemma
árs hér fyrir hendi á grunnslóð-
inni. En sá guli virðist helzt ekki
vilja hafa lægri sjávarhita í sín-
um heimkynnum en 4—5 gráður,
og getum við víst ekki láð honum
það.
Ég tel að þorskurinn sé mjög
staðbundinn og átthagakær að
eðlisfari, eftir að hann hefir tek-
ið sér bólfestu á einhverjum stað.
Ég held því fram, að það sé engin
tilviljun, hvar fiskur er, og hvar
er fisklaust. Það er eins með
þorskinn og aðrar lifandi verur,
hann lifir ekki nema þar sem
hann hefir lífsskilyrði, og hann
hefir sjálfsagt ekkert á móti því
að lifa áfram á þeim slóðum, sem
hann ólst upp, og velja sér þar
lífsskilyrði, ef þau væru finnan-
leg. Og ef þorskurinn hefði eitt-
hvað griðland til að hrygna á, og
ungviðið fengi að vaxa upp í friði,
þá efast ég ekki um að fiskinum
fjölgaði aftur, en erfitt gæti ver-
ið að fá hann inn á firðina aftur,
nema gera eitthvað fyrir þá áð-
ur, því trúlega eru sumir þeirra
orðnir óbyggilegir fiski.
Víða hér við ströndina á grunn-
sævi, eru stór svæði, sem aldrei
fæst annað á en ungviði, eins til
tveggja ára, ár eftir ár, áratug
eftir áratug, það bendir til svo
ekki vei’ður um villst, að þar eru
uppeldisstöðvar, aðeins uppeldis-
stöðvar fyrir yngstu aldursflokk-
ana.
Við höfum það í hendi okkar
að verulegu leyti, hvort við vilj-
um hlúa að þessum uppeldisstöðv-
um, eða eyðileggja þær.
í „þorskastríðinu" var það
megin þungi okkar raka, að við
ætluðum að friða uppeldisstöðv-
amar fyrir botnvörpu, en í stað
þess að friða þær eins og lofað
var, hefir dragnót og botnvörp-
um verið beitt á þessi svæði. Ör-
lagaríkar vanefndir það.
Önnur svæði eru þar sem eldri
árgangar halda sig, svo til að
staðaldri mestan hluta ársins, og
enn önnur svæði, þar sem annað-
hvort fæst fullorðinn fiskur, eða
enginn fiskur. Það bendir til að
þar séu ekki uppeldisstöðvar,
heldur dvalarstaður fullorðins
fisks. Og það sem nú er að koma
í Ijós, varðandi aflaleysi togar-
anna, er jú það, að enginn þorsk-
ur er lengur til, til að halda sig á
þessum gömlu dvalarstöðum,
Þetta var útvegurinn, sem aldrei baö itm styrk, en fúnar nú víöa í naustum. Hönd
eyfiingarinnar greip fyrst á þeirra mithim.
48
VlKINGUR