Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Síða 11
einhverjir skipverja dirfðust að
hreyfa mótmælum, voru þeir um-
svifalaust drepnir og hent fyrir
borð.
Að slíkt ástand viðgekkst, átti
áreiðanlega rætur sínar að rekja
að engin lög voru til um vernd
sjómanna og siglingar einkennd-
ust af áhrifum sjóræningja og
smyglara. En þessi áhrif urðu
ríkjandi vegna hinna mörgu sjó-
orrusta, sem háðar voru á stjórn-
artímabili Elísabetar Englands-
drottningar á 16. öld.
Eftir að Kólumbus hafði fund-
ið Vesturindísku eyjarnar og síð-
ar Mið-Ameríku, var Spánn aðal
heimsveldið. Englendingar litu
öfundaraugum spönsku skipin,
sem fluttu óheyrileg verðmæti
heim frá hinum nýfundnu lönd-
um Vesturheims. Þetta varð til
þess að enska stjórnin á dögum
Elísabetar hvatti raunverulega
þegna sína til að gerast sjóræn-
ingjar og ráðast að spönsku skip-
unum.
Órói ríkti þá all mikill milli
Spánar og Englands. En hin
vitra Elísabet vissi að England
var ekki nógu sterkt til að heyja
beina styrjöld við Spán. Hins
vegar lá hún ekki á liði sínu að
hvetja ýmsa skipaeigendur að
ráðast að spönskum skipum með
dýrmæta farma að vestan, ef
færi gafst. Hún fór ekkert leynt
með það að ensku krúnunni væri
það þóknanlegt að fá einhvern á-
bata af herfanginu. 0g í móti var
boðinn stuðningur til að útbúa
skip og leiðangra í þessum til-
gangi.
Á þennan hátt hugðist Elísabet
að grafa undan yfirráðum Spán-
verja á hafinu, jafnhliða því, sem
hún bætti slæman efnahag Breta
heimafyrir.
Þessi aðferð virtist bera árang-
ur. Og aldrei hefur veldi sjóræn-
ingja verið meira en á dögum
Elísabetar drottningar.
Og þegar ræningjar Elísabetar
voru sem ákafastir í bardaganum,
fangelsaði hún Maríu Stúart,
Skotadrottningu. Við þessa ráð-
stöfun varð Spánarkonungur,
Fillipus IV, æfur og Frakkar
VÍKINGUR
einnig, en báðar þessar þjóðir
vildu að María Stúart yrði drottn-
ing Englands.
Styrjöld skall þá fyrst um sinn
ekki á milli landanna.
Ástandið um borð í brezku sjó-
ræningjaskipunum versnaði sí-
fellt. — Græðgi skipaeigendanna
varð stöðugt meiri og hið svokall-
aða „Bounty," sem var hlutur
skipshafnar til jafns við skipseig-
anda fór lönd og leið. Fleiri og
fleiri skip voru útbúin sem sjó-
ræningjaskip, og harðneskjan,
sem ríkti á þessum skipum varð
til þess að illt var að fá sjómenn
til starfa á skipunum. Á tímabili
var talið verra að vera sjómaður
á þessum skipum heldur en að
dvelja í fangelsi sem fangi.
Skipaeigendur svifust einskis,
og enska stjórnin sá í gegnum
fingur sér við þá. — Svokallað
shanghaing var eftir enskum lög-
um bannað, en tók nú að blómstra.
Til urðu hópar manna, svonefnd
„Shanghai-gengi,“ sem höfðu það
hlutverk að útvega sjóræningja-
skipstjórum „mannskap" í skip-
in. Fóru þessir menn inn á knæp-
urnar í hafnarhverfunum, vopn-
aðir bareflum, og tíndu upp ýmsa
karla, sem sátu þar að drykkju,
og ráku þá um borð í skipin. Ef
mennirnir sýndu minnsta mót-
þróa voru þeir umsvifalaust barð-
ir niður og bornir um borð. Þess-
ir vesalingar lærðu fljótt, að það
var til einskis að óhlýðnast.
Foringjar þokkaiðjuhópanna
fengu ákveðna þóknun fyrir
hvern mann, sem þeim tókst að
koma um borð og greiddu síðan
hjálparmönnum sínum einhverja
aura fyrir aðstoðina. Að kæra til
yfirvaldanna út af svona málum
var þýðingarlaust. Slík mál voru
bara látin daga uppi. Og ákafinn
58