Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Síða 15
Selskapshjal.
„Þér, sem eruð sjómaður, getið
sagt mér hvað ég á að gera þegar
ég finn til sjóveikinnar, sem ég
verð svo slæm af.“
„Þér þurfið bókstaflega ekkert að
gera, frú, það kemur allt af sjálfu
sér!“
#
Sigurður gamli horfði í fyrsta
skipti á knattspyrnuleik.
Það var vítaspyrna og sá, sem
tók hana villti svo um fyrir mark-
manninum, að hann henti sér í
vinstra horn marksins, en knöttur-
inn hafnaði hægra megin.
„Ja, hann var svei mér sniðugur
að forða sér,“ varð Sigurði að orði.
*
Óli gamli þurfti læknisvottorð
vegna endurnýjunar á ökuskírteini.
Læknirinn lét hann rétta fram báð-
ar hendur og tók eftir að hann
skalf mikið á höndum.
„Drekkið þér mikið?“ spurði
læknirinn.
„Ónei,“ svaraði Óli. „Ég helli
mestöilu niður!“
Hann var þyrstur!
Leiðsögumaðurinn: „Hér var það,
sem Jesús mettaði fimm þúsund
manns.“
„Getið þér ekki vísað mér á stað-
inn þar sem Davíð keypti ölið ?“
VÍKINGUR
Á straustofunni.
„Því miður, frú mín góð, skyrtur
manns yðar eru ekki tilbúnar enn-
þá.“
„Það var nú verra. Hann verður
alveg óður þegar hann heyrir það.“
„O, það verður varla svo hættu-
legt, — hann notar aðeins flippa-
stærð nr. 36!“
*
■■■■■■■■■■■■■HanaMHHMH
FRI vaktin
■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■□■
Það var á fyrstu árum reiðhjóls-
ins að gömul kona stóð sem ákær-
andi í réttinum:
„Ég sá hann stefna á mig og ég
stökk til hægri og hann beygði til
vinstri, svo stökk ég til vinstri og
hann beygði til hægri. Svo hrópaði
hann: „Stattu kyrr, kerling, — og
svo hjólaði hann beint á mig!“
*
Lögreglumaður í Monakko, sá hefur
tveggja hœða vit.
*
Strákapör og ungdómsár líða svo
fljótt, að áður en varir minnumst
við þess tímabils með angurværu
brosi og eftirsjá.
fAfKVtKiOH
Er eilthvað gott í íslenzka sjánvarpinu?
57