Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Blaðsíða 18
UllllillX
IN KEÐJA
RSTERKARI
N VEIKASTI
LEKKURINN
TRYGGING ER
NAUÐSYN
ALMENNAR
TRYGGINGARf
PÓSTHÚSSTRÆTI 9
SÍMI 17700
Paal (jallicci
jf nátíyi tiii cfaaiann
Framhaldssaga
G. Jensson þýddi
Kona, sem sat nálæg't byrjaði
að hlæja.
Hiram leit ávítandi á hana og
konan hrópaði upp: „Sjá vesa-
linginn" og hélt áfram að hlæja.
Hiram flutti sig til, svo að hann
gæti gefið henni nánar gætur og
horfði á hana með sínum rauna-
mædda svip. Þá veinaði hún af
hlátri og það verkaði smitandi á
þann sem næstur sat. Hiram var
til að byrja með dálítið móðgaður
yfir þessari kátínu. En þá mundi
hann allt í einu eftir farðanum,
sem stúlkan hafði smurt á hann
með æfðum fingrum í búnings-
herberginu á meðan hann hafði,
á þessari hræðilegu og alltof
stuttu stund sagt henni frá því,
sem fyrir hann hafði borið. Og
hún faldi hann með því að breyta
honum í sirkustrúð.
Nú varð hann allur annar mað-
ur. Hann tók til að prófa sig á-
fram með hláturmildu konuna,
sem var feit og móðurleg, og með
kafloðinn fæðingarblett á annarri
kinninni. Hann starði stöðugt á
hana og hún engdist um af hlátri.
Þetta var smitandi, og einn af
öðrum byrjuðu menn að hlæja,
þangað til allt svæðið, þar sem
hún sat tók þátt í gamninu. Hir-
am sneri nú athyglinni að fal-
legri, ungri stúlku í þriðju röð,
og hún fékk um leið hláturs-
krampa. Þá sneri hann sér að
hinni konunni og dæsti, til að
gefa í skyn, að hún væri nú
gleymd, en þá hló hún hærra en
nokkru sinni fyrr. Áhorfendur
skildu nú hugsunina í þessu og
tóku að hrópa: „Grognolle, gættu
að þér Grognolle, mundu eftir
fyrstu ástinni. Hún er eina konan
fyrir þig.“
Hiram reyndi nú eitthvað nýtt.
Hann lét sem skyndilega væri
komin rigning og hann mætti til
með að spenna upp skemmdu
regnhlífina sína, regnhlífina, sem
hann hafði slegizt með í London,
og Lisette hafði á síðasta augna-
bliki í búningsherberginu, rifið í
tætlur, til þess að sjá honum fyr-
ir tilhlýðilegu verkfæri, sem
hæfði gerfinu. En Hiram vissi lít-
ið um látbragðsleik, þó að hann
væri furðulega fljótur að læra.
Hann vissi þó, að nú varð hann
að trúa því af öllum sínum lífs-
og sálarkröftum, að það væri
komin rigning, og hann yrði,
hvað sem það kostaði, að spenna
upp regnhlífina, svo að hún gæti
skýlt honum. Hann vann að þessu
hægt og af mikilli þolinmæði,
með djúpri sorg og vonleysislegu
augnaráði athugaði hann hvern
óbrotinn tein og rifna tætlu. —
Hann stækkaði rifurnar og jók
skemmdirnar, þar til hann að
lokum hóf sámvafða flækju af
teinum og tætlum yfir höfuð sér.
Og launin létu ekki á sér standa.
Hver hláturbylgjan af annarri
gekk yfir, og húsið skalf og nötr-
aði, svo að feiti faðir Antoine,
með yfirskeggið, kom hlaupandi
út úr skrifstofu sinni, til að gá
hvað væri á seyði. Það var tvennt,
sem hann rak augun í og vakti
undrun hans. Annað var það, að
lögregluþjónar voru að henda út
nokkrum mönnum, sem bersýni-
lega höfðu ruðzt inn án þess að
borga, og höfðu brotizt inn í bún-
ingsherbergin. Hitt var nýr trúð-
ur, sem hann hafði aldrei séð áð-
ur, og varð þess nú valdur, að
gamla sirkushúsið skalf af fagn-
aðarlátum, svo að hann hafði
VlKINGUR
60